Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK 71 ritstjórinn. Eg- finn oft til þess sama. En þeir eru svo fáir, sem eru nokkurir rit- höfundar hér hjá okkur, og eg sé þá ekki annaS ráð vænna, en að lofa þeim að spreyta sig, sem gaman hafa af að sjá ruglið úr sjálfum sér á prenti.” ,,Og fyrir það verðum við aumingja bændurnir að borga! Okkur er vel við íslenzkuna og lesum helzt íslenzku. Hið sama vildum við kenna börnunum okkar. Þess vegna tekur okkur það svo sárt, þegar við finnum ekki annað en rusl, — rusl-hugsanir og óvönduð orð, stundum ljótar hugsanir og ljót orð, sem gjöra sjálfa okkur að lakari mönnum og við viljum helzt fela fyrir börnunum, ef við gætum”. ,,En þið eruð nú svo skelfing þröng- sýnir, bændurnir. Þið kallið stundum alt ljót.ar hugsanir og ljót orð, þegar ein- hverri skoðan er haldið fram, sem ykkur geðjast ekki að. En eg lít svo á, að all- ir menn ætti í blöðunum að eiga skoðun- um sínum griðland”. Og það var ekki laust við, að bónda fyndist eitthvert giott færast yfir andlit ritstjórans, er sýndi, að þarna hefði hann náð sér niðri. „Nokkuð svo þröngsýnir!” sagðí bóndi. Við þolum lang-flestir, að öllum skoðunum sé haldið fram, sé það gjört með skilning og gætni og um fram alt af svo miklu viti, að mönnum geti orðið skiljanlegt, að hér sé eitthvað á ferðum, sem vert sé að athuga. Það er einmitt sannfæring mín, að skcðanir ætti ekki að útiloka, þegar kurteislega er gjörð grein fyrir þeim ástæðum,sem þær þykjast hafa við að styðjast. Slíkar blaðagreinar gefa niönnum ávalt eitthvert umhugsunarefni og við verðum aldrei fróðir í neinu máli, hvorki stjórnmálum né trúmálum, ef við fáum aldreí að heyra nema aðra hlið máls. Með því er þá líka ritstjóranum gefið tækifæri til láta skoðan sína í Ijós og öll- um athugulum blaðalesendum er ant um, að sjá skoðanir hans í hverju blaði. Því auðvitað er til þess ætlandi,að hverritstjóri hafi ákveðna lífsskoðan og haldi henni fram með sanngirni og umburðarlyndi”. ,,Að hverju eruð þér þá að finna?” sagði ritstjórinn með nokkurum þykkju- svip. ,,Eg er að finna að því”, sagði bónd- inn, “að mér finnast of oft vera ritgjörðir úr ýmsum áttum, sem ekkert erindi eiga í nokkurt blað. Þær sýnast vera ritaðar af mönnum, sem lítið eða ekkert skyn- bragð hafa á þeim hlutum, sem þeir rita um. Mikið af því er rugl, óvit og öfug- mæli, líkast því sem eitthvert fáráðlings vinnufólk hjalar úti í eldhúsi, þegar það veit, að enginn vitmaður er nálægt, til að hafa á því, sem sagt er. Slíkt hjal á ekkert erindi á prent. Það er til að auka óvitið í heiminum og gjöra þá heimskari, sem lesa. Það má með engu móti hleypa því að — þó það komi frá einhverjum fylgismanni blaðsins. Það er meira vináttubragð en svo, að vísa slíku á bug'. Og þó er þetta ekki lakast”. ,,Hvað er lakast ?” spurði ritstjórinn. ,,Aumast er, þegar eitthvað er bersýni- lega ritað í illum tilgangi, — ekki til að að fræða, ekki til að bera fram nokkura nýtilega hugsan, en til þess að vinna ein- hverjum manni mein, hafa eitthvað ilt um hann að segja, gjöra hann tortryggilegan og meiða mannorð hans að einhverju leyti. Oft eru langar ritgjörðir smíðaðar í þeim tilgangi að eins að snúa út úr, búa til misskilning í hugum annarra, afskræma það, sem aðrir menn hafa sagt og gjört. Slíkar ritsmíðar eiga sannarlega engan rétt á sér í nokkuru blaði. Þær eru að eins til ills eins. Og þeim mætti ekki nokkur ritstjóri, sem ant er um heiður sinn og blaðs síns,Iáta sér til hugar koma að veita viðtöku. Hvaða erindi getur það átt á prent, sem ritstjóranum sjálfum og öllum öðrum er augljóst,að ekki getur verið ritað nema í illum tilgangi? ,,En svo er annað, sem þessu er ná- skylt”, hélt bóndi.in áfram. ,,Menn taka sér oft penna í hönd, bæði ritstjórar og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.