Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 8
72 BREIÐABLIK aörir, að eins til aö svala geði sínu, með öðrum orðum — að eins til að koma fram hefnd á hendur þeim, sem þeim kann að hafa orðið eitthvað í nöp við af einhverj- um ástæðum. Ætti blöð að vera notuö til slíkra hluta? Er það ekki til að æsa það upp hjá mönnum, sem mest þarf að halda í skefjum ? Er eigi hefnigirnin sá lundernisbrestur,sem einna mestu tjóni veldur í mannfélögunum og skaðlegastur þrándurerígötu þess,að bræðralag matin- anna geti orðið betra en það er ? ,,Ætti ekki hver ritstjóri að koma í veg fyrir þetta ? Miklu vænna myndi okkur bændunum þykja um blöðin með því móti. Við erum ekki eins þröngsýnir og þið haldið. Við þolum að heyra skoðanir, í hvaða átt sem þær ganga. Við eruni alls ekki svo ljósfælnir úti í landsbygð- inni. En okkur finst óvit og ilt urntal ekki eiga meira erindi í blöð en illgresi í akur. Og í akuryrkjunni er illgresið meiri meinvættur en rokkuð annað”. HEIMATRÚBODID DANSKA Á ÍSLANDI. T sem fylgjast með í því, sem gjörist á ættjörðu vorri, hafa veitt því eftirtekt, að fyrir nokkttru síðan tók heimatrúboðið danska sig til og fór að kosta fé til þess, að koma af stað sams konar hrevfing á íslandi. Hafa til þess verið fengnir tveir guðfræðingar, sem launaðir eru frá Danmörku, til að starfa þar að kristindómsmálum í sams konar anda og gjört er af heimatrúboðinu danska. Nokkuru áður en þetta gjörðist hafði ýmsum íslendingum, einkum þeim, sem búsettir voru í Kaupmannahöfn, orðið nokkuð tíðrætt um þetta danska heima- trúboð, sem komið hefir af stað allsterkri kiikjulegri hreyfing þar í landi. Var þá vanalega lítillar sanngirni gætt, en dreg- ið fram hið öfgafulla og varhugaverða í þessari kirkjulegu stefnu og ekki gjört minna úr en ástæða var til. Þetta varð tilefni til þess, að sá, sem þetta ritar, mintist á heimatrúboðið danska í ferðasögu sinni ,,ísland um aldamótin“, af því hann langaði til að koma í veg fyrir, að sá misskilningur yrði rótgróinn með þjóð vorri, að hér væri að eins ilt eitt á ferðum. Fyrir löngu hefir verið kannast við það af mikilhæf- um mönnum í Danmörku, sem alls ekki hafa verið þeirri tegund kristindóms fylgj- andi, er trúboðið heldur fram, að það hafi þó gjört þjóðinni gagn með því að róta til í sálarlífi hennar og vekja hana til umhugsunar um andleg efni, þrátt fyrir stórmikla galla, sem eru á starfsemi þess. Það er ávalt bezt, að láta alla njóta sannmælis, ef unt er, og nauðsynlegt að þekkja og kannast við báðar hliðar tnáls, ef fella á réttlátan dóm. í ferðabókinni var þá líka talað um, hve æskilegt það væri, að einhver slík kristileg lífshreyfing kæmist á fót í kirkj- unni íslenzku, en það jafnframt tekið fram, að sú lífshreyfing þyrfti að vera á algjörlega þjóðlegum grundvelli og laus við þá skaðlegu annmarka, sem væri á trúboðinu danska. Því miður hefir engin lífshreyfing gjört vart við sig í kirkjunni íslenzku á þeim tíma, sem síðan erliðinn, sem teljandi sé. Þar hefir ekki bólað á nelnu kirkjulegu nýmæli, er líklegt væri til lífsvakningar, svo oss sé kunnugt. Helzta nýmælið í þá áttina er þetta til- tæki trúboðsins danska, að stofna eins konar útibú á íslandi. Fremur sýnist það fá lítinn byr. Þjóð- inni sýnist standa af því töluverður stuggur. Og er það eflaust vegna þess, að menn þykjast meira verða varir ókost- anna en kostanna á trúboðinu danska. En ókostirnir eru: ófrjálslyndi í trúarefn- um, frámunaleg dómgirni í garð annarra manna, sem að einhverju leyti hugsa

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.