Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 75 sem flestir viðurkenna, að það sé anda kristindómsins gagnstætt. Samt sem áður mun hver þeirra hafa lagt eitthvað til þroska og skilnings mannanna í trúarefnum. Hvergi ber meir á því, hve flokkaskift- ing kirkjunnar er skaðleg, en þar sem heiðingja trúboðið erannars vegar. Heið- ingjunum koma þessar mörgu deildir kristninnar nokkuð undarlega fyrir, sem ekki er heldur mikil furða. Margur kristniboði, sem hefir orðið að skýra það fyrir heiðingjunum, hefir staðið frammi fyrir þeim með kinnroða og orðið að skammast sín. Enda dregur þessi marg- skifting allan mátt úr kristniboðínu, bæði að því, er rnenn og fjármagn snertir. Innanlands verður hreyfingin til marg- faldra framfara. í mörgurn smábæ, þar sem nú er verið að berjast við með mikl- urn erfiðleikum að halda við þremur söfn- uðum og þremur prestum, getur nú orðið einungis einn blómlegur söfnuður, sem ekki er ofurefli að reka safnaðarstarfsem- ina með margföldum árangri. Á þenna hátt getur líka mentan presta orðið miklu betri en hingað til, og í því felst margfaldur gróði. Hún hefir ot't og einatt verið miklu fátæklegri en skyldi og miklu minni áherzla á hana lögð vegna fjöldans, sem þurft hefir. Komist þetta á,sem miktar líkur virðast til, gefur Kanada kristninni fyrirmyndar- dæmi, sem vonandi er, að tekið verði til eftirbreytni. Ef til vill er þetta forboði þess, að öll kristnin renni saman í eina heild og sárin læknist, sem deilugirni mannanna, sljóskygni og kærleiksleysi hefir valdið. Enda er margt, sem bendir í þá áttina. Mörg deiluefni fyrri tíma eru fallin í gleymsku og dá. Það er ekki unt að halda þeim vakandi í meðvitund nútíðar- mannsins. Hann skilur þau ekki og hann fær sig ekki til að gefa þeim nokkurn gaum. En hið sameiginlega í kristin- dóminum skilur hann. Aldrei síðan í fyrstu kristni hefir tilfinningin um,aðallir lærisveinar mannkynsfrelsarans sé eitt, verið jafn-sterk og nú. í BRÚÐKAUPI. Og fyrst er hún snumuS í silki og lín Sú sagan um brúðkaup, af dóttur og syni. Svo velur hún fleira í verkefni sín ! I við er hún skorin og krotuð á tini, I eir er hún símuð, í silfurskjöld steypt, — Og sæmileg't er það og maklega fer það — Og einstaka sinnum í giill er hún greypt Og grópuð í demant. — En fátiðast er það. Þið bróðhjónin ungu, sem byrjið nú hér, Eg bið ykkur fulitingis komandi alda : Svo öll þessi brúðkaup — þá bjóðið þið mér — í búskapnum ykkar að þið megið halda ! Og gangi það alla tíð eins og í dag, A eir eða gull hvað sem helzt verður skrifað, að þið látið enda á brúðkaupi og brag Þann bitrasta vetur, sem fólk hefir lifað. Stephan G. Stephansson. 21. 6. '07.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.