Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 15
B R E I Ð A B L I K 79 fótag’aflinn á rúminu. Stúlkan skildi; tár hneig niður kinn hennar. ,,Aumingja Louise!“ sagði móðirin, og tók hönd barnsins og beygði sig niður til að kyssa hana á ennið og dylja tárin. ,,Ver þú ekki sorgbitin, móðir mín, egætla að biðja þig þess ! Ef eg verð hölt, má eg því oftar til að grípa í handlegg- inn á þér og með því móti verð og hjarta þínu nær“. Þetta var mælt af ósíngirni svo mikilli og viðkvæmni, að Charlin gat ekki ann- að en komist við, Hve tilfinninganæm hún hlýtur að vera, þessi stú’.ka, og hve göfugt hjartalag hún má hafa, til að geta glevmt svona eigin sorgum sínum og sýnt öðrum svo mikið ástríki! Það varð djúp þögn fáein augnablik. Þessar tvær konur fengu engu orði komið upp, og Charlin komst jafnvel í mikla geðshrær- ing Hann sagði við móðurina um leið og hann stóð á fætur til að fara: ,,Nú þarf mín ekki lengur við, frú mín góð. Samt ætla eg með leyfi yðar að koma við og við, til þess að vita, hvernig þessari ungu stúlku líður“. Móðirin misskildi, hvað átt var við með þessum orðum, stóð h kandi og óttaðist háa skuldareikninginn, sem heimsóknir hans myndi hafa í för með sér; þá sagði hann: ,,Eg bið um þessa greiðvikni eins og vinur; eg hefi valdið nógum sársauka, eins og læknir“. Það leið ekki á löngu áðtir Claude Charlin kom aftur. Að tveim dögum liðnum var hann þar. Þrem dögum þar á eftir kom hann enn; svo kom hann ann- an hvern dag; síðan á hverju kveldi. Hann gekk inn, brosandi, og sagði: ,,Gott og vel! Hún er með glöðu bragði í dag. “ Svo gekk hann beint að rúminu, þreifaði á æðinni, breytti um umbúðir, mælti nokkur glaðvær hughreystingar- orð, sem gáfu góðar vonir, og settist að lokum á stóra hægindastólinn við teboll- ann, sem gufuna lagði upp úr. Þá hvarf læknirinn með ö'.lu. Það var ekkert eftir af Charlin lækni, heldur var þar að eins lítill maður með gáfulegt andlit; einlægn- in og mannvitið skinu framan í honum, þessum litla manni, sem masaði í sífellu, glaður eins og fugl. Ósjaldan, þegar hann hafði verið sem fjörugastur að masa, leit frú Barenne upp úr hannyrðunum og sagði brosandi með góðlátiegri gletni: ,, Mikill ágætis-lögfræðingur hefðuð þér getað orðið, Charlin !“ Hann brosti, Louise brosti, svo varð þögn; þau voru ánægð. Þá kom eitthvert nýtt hnittinyrði frá sæng sjúklingsins, sem var í afturbata, — nýtt sjónarmið, nýtt sönnunargagn, ef til vill. Hún tal- aði eins og alvörugefin kona, vel mentuð, laus við telgerð og tepruskap, og hvessti augun, sem lesa niátti úr einlægni og ráðvendni, á hann, sem hún var að tala við. Lund hennar var eins og Claude hafði þegar gjört sér í hugarlund, ósér- plægin, áköf, full örgeðja ástríkis. Og svona var talað þangað til klukkan tíu, stundum lengur; öll þrjú voru ánægð í þessu samúðar-loftslagi, sem nærri því breyttist í viðkvæmni; því öll þrjú voru bláct áfram, einlæg, grímulaus. Ef til vill er það of nvkið sagt, að þau hafi ver- ið grímulaus, að minsta kosti þar sem læknirinn var, því hann hafði á sér grímu, sem var honum til mikillar byrði. Hann var ástfanginn, þessi vasalings mikli maður, og það eins og barn. Á kveldin, þegar hann fór heim, lifði hann í fögrum draumum, á sama hátt og hann hafði gjört á tvítugsaldri, og sá þá fyrir fram- an sig í skuggsýninu í lokaða vagninum sínum, hátt, fölleitt enni, sem dökk-jarpt hár lagðist utan að,beint nef, rauðar var- ir, sem smágjörfar, hvítar tennur gægð- ust út á milli, þegar bros lék um þær; og innan um þessa audlitsdrætti tvö stór, gagnsæ augu, blíð og brosmild, sem lýstu alt upp.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.