Breiðablik - 01.11.1907, Síða 1

Breiðablik - 01.11.1907, Síða 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuðnings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ár. NÓVEM BER 1907. Nr. 6. ANDLEG VÍÐSÝNI. ETURINN er þegargeng- inn í garð. Vetrarglugga eru menn að setja á hús sín utan yfir þá, sem áður voru. Það eykur ekki birt- una, en það eykur skjólið. Það bætir fráleitt loftið, né eykur víðsýnið, því á vetrum forðast menn að opna glugga nema ör- sjaldan, en láta sér lynda að opna að eins litla loftsmugu neðan við rúðuna. Vér gengum eftir stræti einu fyrir nokkuru síðan. Vér tókum eftir húsi,sem vetrargluggar höfðu verið settir fyrir á undan öðrum húsum. Maður sat fyrir innan gluggann og horfói út,—ekki gegn um .gluggarúðuna sjálfa eins og títt er, heldur gegn um loftsmug- una undir gluggarúðunni. Skyldi honum þykja víðsýnin of mikil, ef hann horfir gegn um rúðuna, spurðum vér sjálfa oss. Skyldi hann kunna betur við, að sjá ekki V yfir nema örmjóa rönd strætisins í einu, heldur en að horfa yfir mik- inn hluta þess? Útsýni mannanna yfir heiminn og tilveruna var í upphafi álíka víðtæk og mannsins gegn um um smuguna. Saga mannanna er saga þess, hvernig þeir hafa smám saman komist uppáað þoka sér frá smugunni og upp að rúð- unni og horfa gegn um hana. Þeir, sem djarfastir hafa gjörzt, hafa lokíð upp glugganum og rekið út höfuðið. Lengra hafa þeir naumast kom- ist. Hin sanna víðsýni er enn naumast til. Enginn hefir orðið svo frægur að horfa yfir alt land sannleikans. Það heyrir varla til því stigi mannlegrar tilveru, sem vér þekkjum hér í mannheimum. Þó er munurinn óumræðilega mik- ill, hve mikið af landareign hans menn horfa yfir, eftir þeirri sjónar- hæð, sem þeir velja sér. Oft sjá

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.