Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK lífið fátækt og snautt af því, sem nú gjörir það auðugt og unaðslegt. Væntanlegar framfarir mannkynsins í siðgæði og alls konar menning eru þess vegna undir því komnar að stór-miklu leyti, að mæðurnar geti æ betur og betur rækt móðurskyldur sínar. Til þess að þetta geti orðið, má mannfélagið ekkert ógjört láta. Ef nú jafnrétti það, sem nú eru allar líkur til að konum verði veitt við karl- menn víðs vegar um heim áður langt líð- ur, getur orðið til þess að kenna mæðrum énn betur að leysa af hendi það ætlunar- verk, sem háleitast er allra ætlunarverka, verður það spor mannkyninu ómetanlegur blessunarauki. Og allir góðir menn vona að þetta verði. Það hefir ávalt blessan í för með sér að láta réttlætið ná fram aö ganga. En ekki verður því neitað, að hér get- ur verið nokkur hætta á ferðum. Enda eru ýmsar helztu konur heimsins farnar að sjá það og vara við. Sérhverri nýrri frelsisaukning hefir ávalt fylgt einhver hætta. Það er því ávalt mikils vert, að hafa séð þá hættu fyrir fram og leitast af alefii við að varast hana. Hættan er í stuttu máli þessi: Þegar opinn aðgangur verður fyrir kon- ur að taka að sér og gegna öllum stöðum mannfé'lagsins, þegar þær sitja á löggjaf- arþingum og gegna hvers konar embætt- um, er nokkur hætta á, að óbeit kunni að vakna hjá þeim gegn móðurstöðunni. Þeim fari þá að finnast sú sjálfsfórn, sem henni er ávalt samfara, næsta ógeðfeld. Hún muni sem mest seilast eftir vellaun- uðum stöðum, þar sem hún geti verið laus við þær áhyggjur og umsvif, stríð og baráttu, sorg og hugarangur, sem er og verður hlutskifti mæðranna. Einkum muni þetta eiga sér stað með gáfuðustu konurnar. Þeim muni eðlilega veita létt- ast að ná góðum og virðulegum stöðum og þær finni þar ósjálfrátt til þessfagnað- ar, að vera að leggja fram beinan skerf, 85 en ekki óbeinan, til heilla og menningar mannfélagsins. En nú eru það einmitt gáfuðustu og bezt gefnu konurnar, sem eru ákjósanleg- astar mæður. Ef mikill fjöldi þeirraskyldi fara að gegna þeim störfum, sem karl- menn hafa nú með höndum ogþess vegna ekki verða mæður, heflr mannfélagíð þar beðið tjón, sem ekki verður séð, á hvern hátt verður bætt. Hér er því hætta, stór og mikil, sem hafa verður í huga, svo ekki verði hún að meini. Þetta er óttast enn meir vegna þess, að í sumum helztu menningarlöndum er mannfjölgun að þverra. Lengst hefir þetta átt sér stað á Frakklandi. En víða annars staðar er bent á sömu hættuna, Sá ömurlegi skuggi sýnist fylgja vaxandi menning. Ef nú kvenfrelsishreyfingin svonefnda fær kröfum sínum framgengt, sem allar líkur virðast til í nálægri fram- tíð, óttast menn, að þessi skuggi verði stærri og geigvænlegri. Verði það, segja helztu frumherjar þeirrar hreyfingar í hópi kvenna, höfum vér unnið fyrir gýg. Vér höfum þá unn- ið vorum eigin málstað mein, en eigi sig- ur. Konurnar verða eftir því að muna um fram alt, að þær leggja fram göfug- astan skerf og dýrmætastan til menning- ar heimsins með því að vera mæður. Dýrlegasta köllunin, sem til er í ver- öldinni, er sú að vera móðir. Framfarir mannkynsins í siðmenningu og öllu góðu er að langmestu leyti í höndum mæðr- anna. Jafnréttið ætti að verða til þess, að móðurstöðunni sé enn meiri ræktar- semi sýnd en áður. Með engu móti mætti sú sjálfsagða réttarbót verða farartálmi, heldur framför.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.