Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 6
86 BREIÐABLIK HVAR ER RÉTT- LÆTISTILFINNINGIN NÆMUST? LDREI hefir íslandi veriö meiri eftir- tekt veitt út um heiminn en einmitt nú — og aldrei eins mikil. Frá Austurríki ritar J. C. Poestion oss, að aldrei hafi þýzku-mælandi menn gefiö ísl. og íslenzkum málum annan eins gaum og nú. Fyrir tíu árum hafi blöð ogf tímarit naumast fengist til að taka nokkuð um ísland. Þá hafi engúnn kært sig um að fá nokkura vitneskju um hluti, sem þar væri á prjónum. En nú sé öðru máli að gegna. Nú þykist þau ekki fá ofmikið úr þeirri átt, heldur miklu færraen þeir vildi. Því nú horfi hugir manna þangað. Hið sama má segja um hinn enska heim. Tímaritið ameríska, Review of Reviews, flytur all-rækilega ritgjörð um sjálfstæðikröfur íslands í þessum mán- uðiogþýöir útdrátt úr ummælum danskra blaða og tímarita um það, sem fram hafa komið eftir konungsförina í sumar. Er það gjört af skilningi og velvild, og af samhug svo miklum með kröfum íslend- inga, að lesendum dylst ekki hugur um eindregið meðhald. Hins verður líka vart,að þar myndi hægt að koma að fræð- andi ritgjörðum um íslenzk mál,svo fram- arlega sem nokkur hefði tíma og ástæður til að rita. Er eigi þetta vegna þess, að réttlæti hins íslenzka málsstaðar sé að verða mönnum ljóst ? En í sambandi við þau ummæli, sem fram hafa komið í Danmörku um íslenzk- ar sjálfstæðikröfur finst oss eitt næsta eftirtektarvert. Eins og búast mátti við er mikill meiri hluti danskrar þjóðar þess- um sjálfsstæðikröfum öldungis andvígur. Einkum eru það hinir voldugu í landinu, þeir sem hafa stjórn þess og fjármagn með höndum. Stjórnmálamenn,banka-og kaupsýslumenn, allur þorri mentaðra manna lítur enn á það sem fjarstæðu eina og heimsku, að nokkurt viðlit sé til, að Danir ætti að sinnakröfum íslendingaum fullkomna sjálfstæði að nokkurum mun. Allur kjarni þjóðarinnar er þar enn öldung- is andvígur, þó einstakir ágætismenn sé til,sem líta á það mál öldungis óvilhöllum augum og vilja láta réttlætið ná fram að ganga. En það er einn flokkur manna með danskri þjóð, er eindregið mælir með því, að kröfum íslendinga sé sint og afskiftum Dana af íslandi sé komið í það horf,að öll óánægja hverfi. Það er sá stjórnmála flokkur með Dönum,sem Social-demókrat- ar nefnist. Sá fiokkur er nú stærri og áhrifameiri þar í landi og hefir fleiri full- trúa á þingi en nokkuru sinni áður. Hann er nú orðinn stærð svo-mikil í dönsku þjóðlífi, að hann verður fyllilega að takast til greina. Hér í landi myndi flokkur þessi að líkindum blátt áfram nefndur Socialistar. Eins og kunnugt er hafa menn yfirleitt heilmikinn ímugust á þeim flokki og stefnu hans, þó ekki sé það eins mikið nú og var fyrir nokkuru síðan. Mönnum er farið að skiljast, þeim sem á annað borð vilja láta sér nokkuð skiljast, að fjarska mikið af vitsmunum og réttlæti felst í stjórnmálastefnu þess flokks. Enda er hann að útbreiðast um löndin og fá meira og meira fylgi þjóðanna, en stefnan um leið að verða gætilegri og stiltari. Það, sem mest eykur ímugust manna gegn sócialistum, er mótspyrna þeirra gegn kristindóminum. Þeim finnast kristnir menn ekki vera nógu réttlátir í stjórn sinni og meðferð á málum mann- anna og hafa út af því langflestir glatað trú á kristindóminum og gjörzt kristi- legri lífsstefnu andvígir. Ósjaldan tala þeir utn kristna trú eins og ætti heimur- inn henni alls ekkert gott upp að unna, eða hún hafi ekki verið til nema ills eins. Út af þessu líta menn þá hornauga all- miklu, og sumir álíta, að þeir hafi allan mátt myrkranna í fylgi með sér. En eftirtektavert er, hvernig þessir menn líta nú á annað eins mál og sjálfstæði-mál ís-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.