Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 8
88 BREIÐABLIK nokkurs manns, en þeim mun annara um vald sannleikans yfir mannssálunum. Hann hefir alt aörar hugmyndirum krist- indóminn en þær, er menn eiga að venj- ast. Honum finst, að kristindómurinn hafa verið notaður til að reka erindi sjálfs- elskunnar. Hann flytur þá tegund krist- indóms, þar sem öll áherzlan er lögð á kærleikann og mátt kærleikans til að frelsa —bæði á prédikunarstólnum og með dag- legu lífi sínu. Fögur og átakanleg er umhyggja hans og kærleikur til fátæks og umkomulauss drengs,sem liggurbana- legu sína í óumræðilega fátæklegu hreysi, sem móðir hans á. En aðal-atriðið í sögunni verður þó það, að hann leitast við að bjarga ungri stúlku, sem kaupmaðurinn hefir náð til sín og móðir hennar verður hrædd um, að hann sé að tæla á glapstigu. Hann fær því til leiðar komið, að hún fer frá kaupmann- inum. En þá tekur ekki betra við. Hún lendir aftur í illum félagsskap og fer að drekka, sem ekki kvað vera alveg dæma- laust um ungar stúlkur í Reykjavík. Vetrarnótt eina í hríðarbyþþegár prestur- inn er í þungu skapí,á heimleið frá því að hafa verið yfir drengnum, þegar hann skildi við, finnur hann stúlku þessa sof- andi og dauðadrukna ísnjófönn, þar sem hún hafði fallið og ekki komist á fætur aftur. Presturinn ber hana heim í húsið, þar sem hann bjó hjá konu einni, því hann var ók'. æntur, og lætur hana sofa í sæng sinni um nóttina, en hvílir sjálfur í ann- arri rekkju. Ekki virðist þetta kærleiksverk hans hafa niikil áhrif á breytni stúlkunnar. Hún kemst aftur undir áhrif áfengis og segir þá frá því, svona til að ganga fram af kunningjum sínum, að hún hafi sofið í rúmi prestsins þessa nótt. Þetta er ekki lengi að berast út um bæinnogkem- ur kaupmanni til eyrna. Hann er ekki seinn að grípa tækifærið til að koma fram hefndum á presti. Hann lætur blað, sem hann hefir umráð yfir og oft hafði áður verið notað til að hnekkja orðstír prests, nú bera út þessa óhróðurs-sögu, og gjöra hana sem allra svívirðilegasta, til að æsa hugi manna upp gegn honum. Alt verð- ur í uppnámi í bænum, svo jafnvel götu- strákarnir ráðast að honum hópum sam- an, þegar hann gengur um götur bæjar- ins. Að síðustu á að halda safnaðarfund til að afgjöra, hvort prestur skuli ekki rækur gjör frá embætti sínu fyrir þessar sakir. En sá kaflinn, niðurlag sögunnar, er enn óritaður. Auðvitað eru þetta að eins megindrætt- ir sögunnar og mörgu slept, sem inn í hana kemur. Fn öll er hún látin lýsa mannfélagsástandi mjög varhugaverðu, þar sem sjálfselska, valdafýkn, hirðuleysi um sannleik og siðgæði, og sinnuleysi í öllum efnum ræður lögum og lofum. Hins vegar er hún samt sem áður all- ákveðinn spádómur um, að sá kristindóm- ur, sem presturinn er fulltrúi fyrir, muni á sínum tíma bera sigur úr býtum og fá vald yfir hugum manna. Svo sterkt berg- mál er framkoma prestsins látin fá í sál- utn beztu manna, bæði karla og kvenna. Öll hugsan og lífsskoðan sögunnar er á kristilegum grundvelli bygð. Og sú tegund kristindóms, setn presturinn er látinn flytja með orði og eftirdæmi, göf- ugasta mynd kristindómsins, sem hvar- vetna mælir með sér í samvizkum mann- anna. Öll líkindi eru til, að kaupmaður- inn og fylgifiskar hans beri sigur úr být- um á safnaðarfundinum og að presturinn verði rækur. En sá sigur myndi í raun og veru ósigur og píslarvætti prestsins sá jarðvegur, er framtíðin vex upp úr. Þetta er í rauninni í fyrsta sinni, að ís- lenzkum presti er lýst með kærleika og samhug í bókmentum vorum, svo nokk- urt hald sé í. Hann er í sögu þessari látinn vera sá fyrirmyndarmaður, sem prestur ætti ávalt að vera. Það hefir ver- ið regluleg tízka, að láta að minsta kosti eina skrípamynd af presti koma fram í hverri skáldsögu, og láta hann vera lé-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.