Breiðablik - 02.11.1907, Blaðsíða 1

Breiðablik - 02.11.1907, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK 97 Ávarp. Eg tek þetta tækifæri til að ávarpa landa mína hér í borginni fáum oröum og tala við þá nokkur augnablik um mál Winnipeg-bæjar. Þér studduð mig góð- fúslega til kosningar árið sem leið og síð- an hefi eg átt sæti í öldurmannaráði bæj- arins og hefi rétt til að sitja þar eitt ár enn. Þann tíma, sem eg hefi verið þar, hefi eg- reynt að mínu leyti að líta eftir velferð bæjarins og breyta svo, að eg ekki hnekti tiltrú y^ar, að svo miklu leyti sem mér hefir verið unt. Eitt af þeim málum, sem bæjarráðið hefir haft með höndum árið sem leið, til að ráða fram úr fil heppilegra úrslita, er' að nota vatnskraftinn í Winnipeg-ánni, leiða rafmagn inn í bæinn, bæjarbúum til notkunar við lægsta verði, svo þeir að eins greiði nægilega upphæð til borg-unar árlegum útgjöldum, vöxtum og $38,000 á ári hverju sem afborgun áhöfuðstól; yrði höfuðstóllinn með því móti goldinn að fullu á 40 árum. Winnipeg-bær þarf rafmagn til að lýsa upp strætin, dæla vatn úr brunnum og lýsa upp hús, sem notuð eru til opinberra starfa og borgar þann dag í dag spor- vagnafélaginu fyrir þessa upphæð, sem langt myrjdi fara til lúkningar almennra. útgjalda í sambandi við rafmagnsstöðina. Kostnaðurinn, sem áætlaður var af þaul- æfðum rafinagnsfræðiiigum, við að fram- leiða rafmagnið var $3,250,000, og eru í þeirri upphæð vextir af höfuðstólyfir þann tíma, sem verið væri að koma stöðinni upp. Bærinn hefir þegar gjört samninga um vinnu að þessu fyrirtæki upp á $359,- 000 og er þeirri vinnu nú stöðugt haldið áfra "; Tilboð hafa komift fram um fram- hald fyrirtækisins, vélar og önnur áhöld. Tilboð þessi voru nákvæmlega íhuguð með verkfræðingum bæjarins ojj varð það þá eindreginn úrskurður meira hluta bæj- arráðsins, að lang-heppilegast yrði að fá fyittækið í hendur einhverju fullveðja fé- lagi. Tilboð kom fram frá einu slíku fé- lagi á Eng-Iandi, er nefnist Anglo- Cana- dian Enginecring Company of London, England, um að fullgjöra verkið fyrir hálfa þriðju miljón dollara og ábygrðist félagið, að bæta við öllu, sem kynni að hafa gleymzt fram að taka í áætlan og í stuttu máli skuldbatt það sig- til að full- gjöra verkið og sjá um, að ratmagnsstöð- in leysti ætlunarverk sitt af hendi í heilt ár, eftir að hún væri fullgjör, með lög- legri trygging af félagsins hálfu. Þar sem nú tilboð þetta er niiklu lægra áætl- unum verkfræðinga vorra, höfðum vér ástæðu til að ætla, enda vorum vér sann- færðir um, að upphæð sú, er til var tekin, væri a ls ekki of há fyrir verk þetta,ef vel væri það af hendi leyst. Árið sem leið var borgarstjóri Ashdown kosinn í þeim aðal-tugangi, að hann kæmi lausuni skuldum bæjarins í heppi- legt horf. Lausar skuldir er upphæð sú, sem bærinn sktildar banka 'sínum og upp- hæðir, sem bankinn hefir útvega^ bænum til skanuns tíma. Fastar skuldir eru upphæðir, sem bærinn hefir lánað gegn borgunarskuldbinding á 7 til ^o árum frá því lán var teki^. Þessar borgunarskuld- bindingar eru nefnd handhafa-skulda- bréf (bonds) og bera 4 prósent árlega vöxtu að lögum. Þegar einhverjar um- bætur eru gjörðar í bænum, eru þessar skuldbindingar eða handhafa-skuldabréf gefin út og seld í Lundúnum og þegar hærri vextir eru borgaðir af peningum en 4 prósent, verður að slá af hverjum dollar því ekki er hægt að hækka vöxtu af skuldabréfunum sjálfum. Tilboð kom fram síðastliðíð sumar um 94 cent fyrir hvern dollar, sem orðið hefði 92 cent fyrir hvern dollar að viðbættum sölukostn- aði. Þar sem nú peningar hafa síðan stöðugt hækkað 'í verði, mega 92 cent fyrir hvern dollar heita fremur ódýrir pen- ingar, því það jafngildir litlu minna en 4/^ prósent vöxtum ár hvert. Þegar tilbori þetta kom fram frá Anglo- Canadian Enginecring félaginu um að koma upp rafmagnsstöð fyrir hálfa þriðju miljón, sáum vér fram á peningaþörf, ekki að eins í sambandi við stöðina, held- ur einnig til afborgunar skuld vorri við bankann. Báðum vér því félag þetta að gjöra tilboð í skuldabréf vor. Bauðst það þá til að kaupa skuldabréf fyrir 5 miljónir og gefa 92 cent fyrir hvern dollar, og myndi það nokkurn veginn samsvara 4^2 prósent vöxtum, er bærinn yrði að borga, en aðrir bæir hér á Vesturlandi voru að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.