Breiðablik - 02.11.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 02.11.1907, Blaðsíða 2
98 BREIÐABLIK sejja skutdabréf sín og urðu að gjalda 5 prósent vöxtu og sumirmeir. Vér álitum því tilboð þetta gott tilboð. En Ashdowii borgarstjóri skoðaði þetta í öðru ljósí og fylgir nú þeirri stefnu, að bærinn þurfi að minka lausar skuldir sínar, áður hann hleypi sér í aðrar meiri. Alt stendur nú kyrt hér í bænum að flestu leyti, og er það sannfæring mín, að það yrði viðskiftalífi bæjarins til mikillar örvunar ef vinnan við rafmagnsstöðina væri hafin. Þegar það fyrirtæki væri fult'gjört, myndi áhrifin verða þau, að iðnaðarfélög kæmi hingað og veitti mörgum atvinnu og hrinda vel- gengni bæjarins aftur í lag. Það er því sannfæring mín, að mjög áríðandi sé, að því fyrirtæki verði tafarlaust haldið áfram. Mér finst það skylda hvers borgara, að styðja þá menn til kosninga, sem er það alvörumál, að rafmagnsstöð bæjarins komist upp, livað sem annars er. í 3. kjördeiid er það Pulford öldurmaður og í 4. kjördeild Davidson öldurmaður og í fimtu kjördeild Mr. McArthur og í ráðsmannanefnd (Board of ControlJ bæj- arins, þeir Garson og Cockburn. Þetta eru menn, sem láta ekki auðfélög ógna sér, og láta sér af alhug ant um velferð bæjarbúa. Öllum er kunnugt, að sporvagnafélag bæjarins, lætur ekkert ógjört til 'að teíja fyrir, að bærinn geti komið upp fyrirhug- aðri rafmagnsstöð, þar sem það á slíka stöð sjálft. Til þess fær það hjálp bank- ans, sem þeir standa í sambandi við, og um leið er banki bæjarins. Virðingarfylist, Árni Eggertson. GREIDID ATKVÆDI YDAR MED Albert T. Davidson FYRIR BÆJARFULLTRÚA í 4. KJÖRDEILD. Greiðið atkvæði með COCKBURN fyrir Board of Control Merkið atkvæða seðilinn þannig-: J. W. Cockburn X

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.