Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK neyzluvatn, og sundpollurinn á al- mannafæri. Þá er farið að grafa brunna að húsabaki. Hinir auð- ugri fá sér dælu ogf dæla neyzlu- vatnið upp og með tímanum fá þeir sér baðker, svo öllum sé inn- an handar að taka sér laug innan húss. En þessi séreig"n er dýr og óhag- kvæm. Hún verður því fljótt hin- um fátækari um megn. Bæjarfé- lagáð verður því brátt að ráða bót á þessu aftur og" láta grafa brunna á ýmsum stöðum innan bæjar. Fara þá konur þangnð með skjól- ur sínar úr nágrenninu, eins og* Rebekka forðum. En leiðar verða þær á því, enda er sjaldan komið þang'að til þeirra í bónorðsför. Og- laug'arinnar er mörg'um mein- að. Allur þorrinn verður að vera án hennar. Loks er tekið að heimta með ákafa annað betra. Vatnið í brunn- unum fer að verða óheilnæmt og menn hræddir um líf sitt. Þá er ritað og talað, þangað til búið er að leggja vatnsæðakerfi um allan bæinn, inn í hvert hús, og hver maður hefir nægilegt vatn til neyzlu og laugar við litlu gjaldi. Á sumrum hafa menn ef til vill notað sundpoll til laugar með há- um skíðgarði í kring, um lengri eða skemri tíma. En brátt hefir verið heimtað annað betra. Bæjar- félagið hefir orðið að koma upp baðstofnan á almenningskostnað og eru það oft og tíðum veglegar marmarahallir með sundpollnm, ”7 fossböðum og öllum þeim heilsu- bótarböðum, er mennirnir hafa upphugsað. Og þetta er ætlað öllum jafnt við lægsta gjaldi, sem unt er, því fyrirtækið er ekki rekið í gróðaskyni, heldur til að bæta úr sameiginlegum þörfum allra. Sameignin byrjaði við lækinn og endaði í marmarahöllinni og vatnsveitu-kerfinu. Hún bilaði á leiðinni, slitnaði sundur og varð að séreign. Þá urðu menn óá- nægðir og fundu til þess að mikl- um þorra manna var óréttur gjör, er þeim var bolað burtu frá einu sjálfsagðasta lífsskilyrði. Til að ba'ta úr því óréttlæti neyddust menn til að koma á sameign aftur og gjöra öllum jafnt undir höfði. Menn undu hag sínum vel við lækinn og voru þá ef til vill sæl- astir að sumu leyti. Menn una hag sínum við vatnsveituna og böðin eins vel og börnum vorrar margbrotnu menningar er unt. Menn skilja, að sameign þess, sem öllum er œtlað jafnt og öll- um jafnt gefið, er sjálfsögð og eðlileg, en séreign ranglát og óeðlileg. Og margir hinna vitrustu manna, sem uppi eru, ímynda sér, að saga vatnsnotkunarinnar endurtakist á fleiri og fleiri svæðum mannfélags- starfseminnar.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.