Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 6
118 BREIÐABLIK Ódauðleiki sálarinnar. TTM þetta efni stendur erindi, er veitt mun verða eftirtekt um allan heim, eftir vís- indamanninn nafnfræg-a Sir Oliver Lodge, í tímaritinu brezka The Hibbert Journal, janúar hefti 1908. t>að er þó að eins fyrri helmingur þess máls, er hann hefir flutt. Síðari hluti þess á að birtast í næsta (apríl) hefti tímaritsins. I sumar sem leið (júlí) var annað erindi uin sama efni í tímariti þessu eftir prófessor J. Royce. Og enn ætlar prófessor Eucken í Jena á Þýzka- landi að birta ritgjörð eftir sig um þetta þýðing- armikla umhugsunarefni mannanna. Verða svo ritgjörðir þessar að líkindum gefnar út allar saman í einni heild. Því þær eru fram komnar að tilhlutan fyrirlestrasjóðs þess, er auðmaðurinn Drew stofnaði í þessu skyni. Helztu hugsanir hins mikilsvirta höfundar viljum vér leitast við að benda á í stuttu máli. Því mikils ætti hverjum manni að þykja um það vert að heyra, hvernig um þetta háleita efni er hugsað af trúhneigðum vísindamanni. I þeim hluta erindis síns, sem hér er um að ræða, talar höf. um hið hverfula og hið varanlega. Hann talar fyrst um líkamann. Hann er úr ýmsum efnum. Sauðkindurnar, fuglarnir, fisk- arnir, jurtirnar hafa lagt til hans sinn skerf hver, án þess nokkuð af þessu þekkist aftur. A11 þess vér vitum af, er alt þetta ofið saman. Klæddir þessum guðvef birtumst vér fyrir öðrum mönnum. Eins og föt vor slitna, slitnar líka líkaminn. Efni hans stöðugt að breytast, hinn gamli líkami að hverfa, en nýr að koma í stað- inn. Sá líkami, sem deyr, alt annar, en sá sem fæðist. Síðasti líkaminn ekkert betri einkennis- búningur anda vors og ájálfstæðis, en þær mynd- ir líkama vors, sem horfið hafa hver á eftir ann- arri. Einstaklingseðli vort liggur dýpra og er ekki háð einni líkamsmynd mannsæfinnar fremur annarri. Stundaklukkan telur stundir, þangað til hún bilar, og meðan úrsmiðurinn heldur henni við. En hún er ekki fær um að bæta úr slitinu sjálf, eins og líkaminn. Alt er á hreyflngu og tekur sífeldum stakkaskiftum. En það þýðir ekki, að alt sé hverfult og ekkert varanlegt. Fljótiö held- ur áfram að renna og er sama fljótið, þó vatnið sé einlægt nýtt; eins líkaminn. Hann erverkfæri sálarinnar. Sú mynd hans, er vér þekkjum, að eins til bráðabirgða, endist að eins svo sem þús- und mánuði, þegar bezt gjörir. En hvað er það sem heldur honum við, fögrum og furðulegum í alls konar loftslagi, — sístarfandi og sjálfur í sí- feldri breyting. Svona um alt. Dýrin hafa lík- ami, jurtirnar eins; alt líf birtist í einhverju líf- færa-kerfi. Hvað er það, sem lætur sömu frum- agnirnar verða að grasstrái, svo að sauðkind, svo að manni, — svo aftur að ormi, eða einhverju skorkvikindi, svo ef til vill að fugli, svo aftur að jurtagróðri, — tré ef til vill? Hvað raðar þessum frumögnum saman og tengir þær hvorri annari, svo að þær verða að eik, ef blöð eða rætur nær- ast af þeiin, að vöðvum arnarins, nái klær hans í þær, eða að taugakerfi mannsheilans, sé þær soðnar til dögurðar? Hvað er það, sem ræður, að þær öðlast þessa mynd og ekki aðra? Vér köllum það líf, köllum það sál, og vitum þó ekki, hvað það er. Vitið gjörir uppreist, ef sagt er það sé e k k e r t. Engin sönn vísindi láta sér sama að staðhæfa, að það sé ímyndan ein. ,,Sálin er hið ráðandi og stjórnandi frumafl, sem hefir ábyrgð á einstaklings athöfnum vorum og líkamsbygging, en er háð líkamlegum skil- yrðum og ætterni. Hún felur í sér tilfinning- arnar, vitið, viljann og reynzluna. I.íkaminn er verkfæri hennar; vegna hans getur sálin orðið fyrir áhrifum úr umheiminum og sjálf haft áhrif á hann“. Þegar líkaminn eyðilegst, hverfur sálin sjónum. Lamist hann, larnast líka sýnileg störf hennar. Af því rís sá misskilningur, að sálin líði tjón, ef líkaminn laskast. Að svo miklu leyti sem sálin hefir áhrif á líkamsmynd, virðist sál sama sem frumafl lífsins; en þá hafa allir hlutir einhverja tegund sálar. Höf. kann ekki að draga þar ákveðna merkjalínu. Lífið er eigi efni, eigi fylgi (e n e r g y). Það er frumafl, sem lagar og leiðbeinir. Þegar vér hugsum um það í einhverju ákveðnu líffærakerfi, getum vér kallað það sál, eða það, sem stýrir því líffæra- kerfi. Það er í sama hlutfalli við þetta líffæra- kerfi og orðið (logos) við alheiminn. ,,An þess varð ekkert til, sem til er orðið“. I hinum æðri líffærakerfum birtist það seni h u g u r og a n d i og er þá náskylt hinni guðlegu veru. Sálin virðist vera hlekkurinn. sem tengir andann og efnið saman. E11 hvað er ódauðleiki? Alt er háð breytingu, en eru allir hlutir dauðanum háðir? An breyt- ingar, engin starfsemi; án hennar verður alheim- urinn að stöðupolli. Ef til vill er dauðinn eins konar breyting. Þegar kol brennur, sýnist það verða að engu, en frumagnir löngu steingjörðs viðar eru óeyddar. Þær lyftast upp í gufu- hvolfið eins og loftkend efni og sólaraflið, sem lengi hefir verið læst inni, verður aftur að ljósi og hiia. Er kol brenna, fer frain eins konar upprisa. Fyrir skammsýnu auganu erþað dauði, og ekkert eftir nema askan. — Litmynd er rifin

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.