Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK I 2 I n' ) f —1piijiimið pl)| Á Hofmannaflöt. UJ T ^ juj 23T 1EL Bréf Tómasar Sæmundssonar. Gefin út á hundrað ára afmæli hans 7. júní 1907. Búið hefir til prentunar Jón Helgason. Reykjavík, Sig. Kristjánssan 1907. Bls. 296. Sendibréf látins manns. Hug'sanir, sem hann hefir aldrei gjört sér í hugar- lund að koma myndi fyrir almennings- sjónir. Mál, sem hripað hefir verið í mesta flýti, þegar á lá að koma orðsend- ing til fjarstadds vinar. Er það rétt? Er eigi tjald dregið frá duldum helgidómi, sem engum hefir verið ætlað að líta inní? Svo spyrja menn ávalt, er bréf látins merkismanns eru út gefin. Enda hefir það stöku sinnum orðið til að hnekkja orðst.ír og heiðri þess, sem hlut hefir átt að máli. En þá hefir eigi nógrar varúðar verið gætt í vali, enda er það hið mesta vandaverk og eigi hverjum heigli hent. — Hér hefir alt hepnast sérlega vel. Líklega engu hafnað, sem verulegt gildi hefði haft, og þó ekkert látið fljóta með, setn nokkurum gat verið til vanza. Bréfin sýna oss inn í sál höfundarins. Ein hin göfugasta sál og hugumstærsta, sem birzt hefir í íslenzku gerfi. Að horfa inn í sálarlíf hans er eins og að líta logandi þyrnirunn. Þar stendur altí björtu báli. Hvað er það, sem kveikt hefir þenna heilaga eld? Er það þekkingin? Er það trúin? Er það það, sem fyrir augu hefir borið í öðrum löndum? Naumast, nema að nokkuru leyti. En það er föðurlandsástin. Leiftrið himneska, sem kveikt hefir í runninum er þjóðræknin, ættjarðarástin. Hver sem komast vill í skilning um, hve óumræði- lega heilög sú hugsjón er — hann lesi þessi bréf. Manni getur þá fundist, sem enginn íslendingur muni hafa elskað þjóð sína að nokkuru haldi, nema þessi prestur. Ættjarðarást og kristindómur rennur hjá honum saman í eitt; þjóðrækni og trú- rækni verður eitt og hið sama. Naumast til sá hlutur í sambandi við land og þjóð, sem eigi verður honum brennandi áhuga- mál. Trúin er takmarkalaus; öllu má kippa í lag, alt endurskapa, ef mennirnir að eins eigi liggja á liði sínu og svíkjast um. Það fanst honum syndin mesta, — syndin gegn heilögum anda. Maðurinn er svo óumræðilega heill, sannur, ein- lægur. Hefir annars nokkurum íslend- ingi verið önnur eins alvara með það, sem hann hefir viljað? Honum gremst oft við félaga sína í Kaupmannahöfn. Það, sem fyllir hann mestri gremju er alvöruleysi þeirra. Að þeir skuli ekki hamast eins og hann. Að þeir skuli ekki hugsa um að vinna eitthvert þrekvirki á hverju ári. Vera að eyða tíma í að fitla við smá-málgalla, þegar svona lifandi skelfing sé mikið að gjöra. Að láta ekki Fjölni, óskabarn þeirra allra, vera miklu efnismeiri, þegar þjóðin sofi svona dæma- laust fast og fáist ekki til að vakna, en þeir einu mennirnir, sem hrópað geti - vo hátt í eyru henni, að hún rumskist. Að hafa ekki margfalt meira að segja en þetta, nú þegar alt er ósagt og þjóðin að veslast upp af andlegu hungri. Þetta vekur honum gremju svo mikla í brjósti, að tónninn sem hann sendir vinum sínum í rúg- og bauna-landinu verður stundum býsna byrstur. En þeir verða ekki vondir; þekkja manninn; kannast líka við, hve satt hann hefir að mæla. Sýnir það bezt, af hve ósviknum málmi þessir Fjölnis- félagar voru gjörvir. Áhrif þeirra, jafn-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.