Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 123 þeir fái gefiö sig viö þeim störfum, sem þeim eru bezt að geði? ,,Þú hefir gjört þá aö einni heild. Er enginn stéttamunur, sem skilur mann og mey? Fagnar enginn yfir því, sem mörgum verður aö hörmum ? Er metn- aðargirndin hætt að láta mönnum blæða og ágirndin að láta þá svitna?“ Andi nítjándu aldar hlýddi og höfuð hans hneig niður á bringu. ,,Yðar hneýsa er mín hneysa. Stór- borgir mínar eru eins og yðar voru. Mil- jónir mínar hafa að eins til dags og nætur. Þeir, sem lengst strita, eiga minst. Þús- undir hníga örmagna af þreytu áður helmingur lífs er liðinn. Skipbrot mann- anna margfaldast. Ein stétt elur úlfúð og ríg til annarrar. Frelsið og þekking- in hefir gjört menn tilflnninganæmari í hörmungum. Ljáið mér sæti með yður og látið mig hugleiða, hví það hefir farið svo. “ Hinir sneru sér að anda fyrstu aldar: ,,Endurlausnin, sem þú lofaðir, er lengi á leiðinni. “ ,,En hún kemur," svaraði hann. —Rauschenbusch. Kristindómur og mannfélagsmein. Ein fegursta og þarfasta bók, er vér höfum lengi lesið, er bók sú, er hugleið- ingin ,,í höll aldanna“ er þýdd úr. Hún heitir Christianity and the Social Crisis og er eftir prófessor Walter Rauschen- busch, amerískan mann, alveg nýútkomin (1907). Það er löng bók, á fimta hundrað blaðsíður, en sá fær líka mikið um að hugsa, sem hana les. Það hefir verið mikið ritað um sama efni síðari ár. En þessi bók þykir bera af því öllu og er líkleg til að hafa varanleg og víðtæk áhrif. BARÁTTAN í KApÓLSKU KIRKJUNNI. í ritgjörð vorri , ,Sannleiksbaráttan“ í októberblaði þessa rits, mintumst vér páfabréfsins, sem mönnum hefir orðið svo tíðrætt um. Opinber mótmæli gegn því komu fram í öðru umburðarbréfi frá mörgum klerkum í kaþólskri kirkju, er aðhyllast Modernista-steínuna. svonefndu, en eigi tilgieindu þeir nöfn sín. Ensk blöð segja, að þeir hafi aliir verið bann- færðir, en bannfæringin nái eigi tilgangi sínum, þar sem engum sé kunnugt um, hverir bréf þetta hafi ritað. Taka má fram, að ekki eru andmæli þessi af nein- um kala runnin til kaþólskrar kirkju, heldur einmitt af kærleika og áhuga um velferð hennar. Sá heitir Father Tyrrell, sem á Englandi heldur uppi vörn fyrir hönd Modernistanna og þykir flestum honum farast það frábærlega vel. Ekki hefir hann verið bannfærður enn, heldur einungis settur af sakramenti. Hann má hvorki neyta þess sjálfur né veita öðrum. Að hann hefir eigi verið bannfærður, telja menn sjálfsagt að sé af ótta fyrir ka- þólskum mönnum á Englandi. Hollusta þeirra við kaþólsku kirkjuna myndi þá ef til vill bila. Father Tyrrell hefir ritað ágæta ritgjörð í Hibbert Journal um fram- tíðarhorfur Modernista-hreyfingarinnar. Þær geti eigi verið annað en góðar og hljóti að meira eða minna levti að ryðja sér til rúms. Vel segist hann geta ímynd- að sér, að unt verði um tíma að bægja þeim skoðunum frá skólunum og láta skólaspeki miðaldanna sitja þar að völd- um eins og verið hefir. En eigi sé unt með neinuni lögregluákvörðunum að stíja þeim frá leikmannalýð kirkjunnar. Hugsunarháttur þeirra sé all-víða orðinn hugsunarháttur almennra nútíðarmanna. Þó nú klerklýðurinn haldi í gamla horfinu, muni leikmenn að líkindum ekki koma

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.