Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 12
124 BREIÐABLIK fram með neinar tilhreyting'akröfur á hendur þeím, því þeir sé vanir að lúta valdi kirkjunnar. í>eir muni að eins þegjandi snúa baki við henni. Að því muni verða brögð svo mikil, að klerkar skilji að ekki dugar lengur að sitja við sama keip. Fráfallið sannfæri þá um, að dagar skólaspekinnar sé taldir og þeir neyðist til að fara að lesa mannkynssög- una í þekkingarljósi nýrrar tíðar. Oll sé hreyfing þessi beint áframhald af kenn- ingum Newmans kardínála á Englandi, svo þegar Modernistar eru dæmdir, sé hann dæmdur um leið. En það er Eng- lendingum viðkvæmt mál, því hann nýtur þar hins mesta álits sem maður og rit- höfundur. Enda er því neitað af hendi kaþólskra manna og reynt að breiða yfir það, að kenningar hans hafi stefnt í sömu áttina. Vonandi er, að öll þessi breyting verði kaþólskri kristni hinn mesti ávinn- ingur og verði þess valdandi, að hún verði þeim hluta mannkynsins, sem hún nær til, til enn meiri blessunar en nokk- uru sinni áður. Father Tyrrell tekur fram, að í insta eðli sínu muni sú trú, sem páfi Pius X. hefir í hjarta, vera ná- kvæmlega sama trúin og sú, er Abbé Loisy, helzti rithöfundur hinnar nýju hreyfingar á Frakklandi, hefir, þó þeir gjöri sér ólíka grein fyrir henni. Hann talar annars, eins og allir þessir menn, er vér höfum séð nokkuð eftir, af mestu lotningu til páfans og kirkjunnar. Eng- inn efl á, að það er heilög sannfæring þeirra, að þeir sé að vinna kirkju sinni hið þarfastá verk og bera sannleikanum vitni, eins og þeir skilja hann. Enda bera þeir sjálfir tjón og harma úr býtum, en ávinning engan. Modernista-hreyf- ingin er kaþólskri kirkju til hins mesta hróss og verður henni vonandi til mestu blessunar, eins og öll barátta fyrir frelsi mannsandans. t SONAR-HLÝDNL Eftir Robert A. Groh. ^pAÓ Yeng var stúrinn. Bækurnar, sem hann var að lesa, veittu honum ekkert yndi. Matarlystin var horfin; hann kærði sig jafnvel ekkert um ilmandi sjó-snigla og lostæt svöluhreiður, eða gómsætar bambus-spírur, sem móðir hans matreiddi til að freista hans. Hinn lygni árstraumur lífs hans, sem runnið hafði svo undur-rólsga um átján ár, var nú úfinn — að eins fyrir augnatillit konu einnar. Fyrir fám dögum hafði Paó Yeag getigið hægt eftir strætinu og verið að hugsa um hinar þrjú þúsund lífsreglur og spakmæli heimspekinganna. Lágmælt og blíð rödd hafði vakið hann af draumi, og er hann leit í áttina, sá hann í húsdyr- um fegursta andlit, er hann hafði nokk- urn tíma dreymt um, skotra til sín aug- um á bak við blævæng. Augu stúlkunnar voru smá eins og tví- bura-möndlur; bogadregnar augabrúnir hennar voru dökkar eins og nóttin; kinn- arnar voru dökkrauðar; varirnar hárauð- ar; tennurnar eins og röð af perlum, er hún hló. í möskvum hrafnsvarta hársins bar hún hvítt blóm. Paó Yeng hafði líka séð tveim hvítum höndum bregða fyrir með frammjóum fingrum og nöglum eins og hesliviðarbnot. Að því augnabliki liðnu, var ekkert hugsað franiar um þær þrjú þúsund lífs- reglur, né um spakmæli spekinganna miklu. Paó Yeng fekk að eins hugsað I

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.