Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 13
BREjÐABLlK 125 um stúlkuna, sem hann hafði séð í hús- dyrum Taleuh, silkikaupmannsins. Fám dögum síðar sagði faðir hans við hann : ,,Sonur minn, það er kominn tími til að þú giftir þig“. Paó Yeng var fljótur að samsinna því. ,,Já“, sagði liann hátt, ,,fyrir konu liefi eg kosið mér dóttur hans —“ En faðir hans lyfti annarri hendi. ,,Þegi þú, sonur minn“, ‘agði hann byrstur. ,,Það er foreldranna að velja sonum sínum konur“. Núnú! Paó Yeng var hlýðinn sonur. Hann hafði lesið hin tuttugu og fjögur fyrirmyndar dæmi sonarlegrar lotningar, og hann reyndi að lifa eftir þeim. Af hinu litla skotsilfri sínu hafði hann nurlað nógu saman til að kaupa föður sínum laglega líkkistu, sem faðir hans sýndi vinum sín- um og var hreykinn af. Foreldrar bentu á Paó Yeng sem fyrirmynd. Hann var líka vanur að trúa móður sinni ástiiðlega fyrir því, að hún liti út eins og sextug heiðurskona — og var henni þetta óumræðilegt fagnaðarefni, þó hún hefði naumast náð þeim aldri nema hálfum. Með því Paó Yeng var svo hlýðinn son- ur, kom honum ekki til hugar að breyta gegn vilja föður síns um kvonfangið. Og þó var honum sú tilhugsan, að ganga að eiga nokkura aðra en hina hugljvifu Si Si — hann hafði komist að því, að svo hljóðaði nafn stúlkunnar — sárasta hugarkvöl. Hann gekk um strætin, gekk marg- sinnis fram hjá húsi Taleuh, silkikaup- mannsins. En hann sá ekki Si Si framar. Ekkert gat hann grunað, að hún væri á gægjum í glugga svefnherbergis síns og yrði þess í hvert skifti vör, er hann gekk fram hjá. Já, hún beið þess jafnvel, að hann kæmi. í dag hafði hann reikað út á landsbygð. Hann gekk milli smjörkál-reitanna; ilm- andi voru þeir og hvítir blómum. Ilmur af baunablómum og svefngresi var í lofti. En Paó Yeng skeytti fegurð jarðarinnar ekkert. Hann kom niður að á, og kastaði sér niður í grasið undir háum bambustrjám, sem yndislega vögguðu sér fram og aftur. Hann huglék nú alla mæðu sína. Hon- um kom jaftivel til hugar að stytta sér stundir. En er hann horfði niður í vatns- dýpið, er sogaði hann til sín, mundi hann, að hann mátti heldur ekki deyja, því hann átti enga sonu, er brent gæti prentuðum blöðum á gröf hans, að sál hans fengi að hvíla í friði. Honum var kunnugt um, að faðir hans hafði þegar talað við Lí Kíang, konuna gömlu, sem leiddi hugi manna saman til hjúskapar, og að innan ellefu daga myndi hún hafa valið honum brúði, — brúði, sem hann mætti til að taka, eða baka sér bölbænir allra forfeðra sinna fyrir þann glæp, að hafa sýnt foreldrum sínum óhlýðni. Hann vissi líka, að foreldrar hans höfðtt gefið Lí Kíang bending um, að þau vildi láta son sinn ganga að eiga Sie Ling Yung, dóttur auðuga tóbakskatipmanns- ins. Það var langt frá því hún væri fög- ur og illa var hún skapi farin, en faðir hennar gekk í blárri silkikápu og hafði bláan hnapp í hattinum. Ef hann að eins hefði átt kost á að tala við hana, sem leiða átti hugi þeirra sam- an, að velja nú beldur Si Si handa bonum. En allir þektu gömlu Lí Kíang — að það var lund hennar, að héldi hún að einhverj- um stæði hugur til annars en hún vildi, var hún viss með að gjöra þvert á móti skapi hans. Þegar nú Paó Yeng lá þarna, heyrði hann fótatak einhvers, sem nálgaðist. Hann leit upp og sá Lí Kíang sjálfa, sem staulaðist eftir veginum og dreifði eftir sér smá-pappírsskeklum, rauðum, grænum og gulum. Paó Yeng vissi, að nú myndi hún ætla að biðjast fyrir við gröf heiðvirðra forfeðra sinna.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.