Breiðablik - 01.02.1908, Page 1

Breiðablik - 01.02.1908, Page 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuöning-s íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ár. FEBRÚAR 1908. Nr. 9. VILT ÞÚ, KONUNGUR? öllum öldum verður verkefnið hið sama: Að breyta heimin- um, sem er, í heim eins og- hann á að vera. Það er mannanna mikla ætlunarverk í dag eins og" það var fyrir þúsundum ára. Það fækkar eigi, sem breyta þarf, heldur fjölg- ar. Ætlunarverkið verður stöðugt margbrotnara eftir því sem augu mannanna lúkast upp. Vandinn er ekki mestur sá, að koma breytingfunni á. Vandinn er, að komast í skilning um, að breyting- þarf að verða. Meinið ömurlegasta í því fólgið, að vera svo ánægður með heiminn, sem er, að finna enga breytingar-þörf. Svo íhaldssamur, að verja það, sem er, hversu ranglátt og fúið, sem það kann að vera. Þeim verða meinbugir meir en lítið að blæða, sem eitthvað brýzt áfram. Sá, sem skilur, hvernig eitthvað á að vera, fer að þrá það. Hon- um verður það velferðarskilyrði. Hann fær eigi sæll án þess lifað. En þegar svo er komið, er naum- ast svo torveld breyting til, að ekki verði fundin einhver ráð. Sá maður, sem vill, og veit hvað hann vill, er stöðugt að flytja fjöll. Mannsviljinn er í raun og veru svo miklu máttugri en mennina grunar. Einstaklingsaflið til fram- kvæmda er, ef rétt er athugað, með öllu ótakmarkað. Að svo lítið verður úr fyrir flest- um, lífið svo aflvana, breytingin frá því, sem er, til hins, sem vera ætti, svo lítil og óumræðilega hæg- fara, er að langmestu leyti því að kenna, hve illa mönnum gengur að gjöra sér ljóst, hvernig hlut- irnir ætti að vera. Sá misskilningur er líka mörg- um þrándur í götu, að það, sem vera ætti, sé ofurefli — fögur hug- sjón, ókleyf til framkvæmda. En

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.