Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 133 öllu leyti: Góö húsakynni, valdir vinir, góö umsjón. Og hinir eldri að einhverju levti með. Tíðir dansar og lítt til þeirra vandað hverju mannfélagi fremur óprýði. En vandaðar dansskemtanir eiga sér stað þar sem siðmenning mannanna stendur hæst. Varhugavert að reka nokkuð það í útlegð, sem saklaust er og eðlilegt í sjálfu sér. Þeir dæma oft dansinn harð- ast, sem aldrei hafa stigið spor sjálfir. En öllum ætti að vera ljóst, að varlega verður með hann að fara. Leikhúsin eru skemtan í stórum stíl. Þar er listin sjálf annars vegar. Fegursta listasmíð mannsandans kemur þar fram. List skáldsins og list leikendanna sam- einuð. Mannlífið birtist í eins konar töfraskuggsjá; fagurt eða ljótt, göfugt eða lélegt eftir áctæðum. Fegurstu hug- sjónir mannanna hrífa þá ef til vill hvergi eins og á leiksviði. Enda hafa sum göf- ugustu skáld heimsins bundið skáldskap sinn allan við leikrit bæði að fornu og nýju. En eigi er alt, sem á leiksviði er sýnt, mikil list. Þar kemur líka fram heilmikið af rusli, sem lítið eða ekkert listmæti hefir og þeim mun minna sið- ferðilegt gildi. Alt slíkt er varhugavert. Sjónleiki þarf að velja eins og maður velur sér bók. Það er ekki sama hvað lesið er. Það er ekki sama hvað fyrir augað ber í leikhúsi. Það rennur í sál vora. Innri maður vor mótast af því. Hngurinn þarf því að vera vakandi að velja einungis hið bezta. Hvað gott sem leikhús er og hversu vel sem valið er, verður öllum sjálfsagt óholt að vera þar sérlega oft. Það er engutu holt að standa of nijög frammi fyrir skuggsjá. Veruleiki lífsins er öll- um hollastur og eðlilegastur. Þar eru ætlunarverk vor. Á því leiksviði erum vér leikendur sjálfir. Mest er ávalt um vert að læra hann að þekkja eigin augum, en eigi eftir annarra sögusögn. Hygg- inti maður temur sér, að sækja leikhúsið fremur sjaldan en oft; hann velur vel og býr lengi að þeirri skemtan. En hann forðast að fara þangað sérlega oft; til þess vill hann hvorki verja ofmiklu fé, né ofrmklum tíma. Hið sama kennir hann börnum sínum. Af skemtunum hefir kirkjan oft lagt þessar þrjár í bann: Spilin, dansinn, leikhúsin. Bannið hefir verið fært inn í barnalærdómsbækur og það komist inn í hugann, að með þessum skemtunum, öðrum fretnur, stofnaði maður sálu sinni í voða. Rangar hugmyndir um siðferði og kristilega lífsbreytni hafa við það komist inn í hugann, svo ávinningurinn hefir orðið öfugur því, sem til var ætlast. Hér verður samvizka hvers manns að segja til og vera honum löggjöf. En ekkert vel siðað mannfélag lætur þetta afskiftalaust. Eins og það er skylda hvers húsföður að hafa eftirlit með heimili sínu í þessu tilliti, er það skylda hvers mannfélags að vera vakandi og láta eigi skemtanatilhneiginguna hlaupa gönu- skeið, en halda henni innan réttra og hollra takmarka. Þar er kirkjan ein helzta stoðin. Þegar einhver ein skemt- an fær yfirhönd, er oft bezta ráðið að finna upp aðra og fá menn til að taka hana upp í stað hinnar. RANGHVERFA LÍFSINS í BÓK- MENTUNUM. Tilhneiging allsterk er með skáldsagna- höfundum að sýtia í sögum sínum ;ið eins ranghverfu lífsins. Yfirleitt hefir það orðið stefna realisia-skólans í skáldskapnum að hneigjast fremur að þeirri hlið lífsins. Ósjaldan hafa þeir lýst hinu ljótasta, er þeir hafa komið auga á, og hefir þeim þá alloft verið um það brugðið, að þeir ætti mest af því í huga sínum. Miklu nær sanni mun þó hitt, að þeir ætli sér að lýsa Ijótleik lífsins og óför.tm, til þess að vara

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.