Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 10
BREIÐABLIK 138 höfðu reynt alt — en g’átu ekki fengiö sig til að biðja ölmusu. Bæði voru þau há- mentuð og stóðu engum á baki að menn- ingu og siðfágan. Þau voru bæði af góðum ættum, alin upp í alls nægtum, voru með allau hugann í heimi fegurðarinnar, og þóttu bæði gædd ágætum listamanns- hæfileikum. Þau höfðu lagt pentlistina fyrir sig og glatt heiminn með listaverk- um, er ágæt þóttu í sinni röð. Samt sem áður var eigi þessum listaverkum svo mikill gaumur gefinn, að þau fengi lifað af list sinni. Því þeir eru margir, sem listaverk hafa á boðstólum í annarri eins borg og Lundúnum. Sá lifir ef til vill í ails nægtum, sem ötulastur er til að ota fram listaverkum sínum, þó þau sé lélegri en hins, sem ekki hefir lund til að þrýsta öðrum til kaupa. — Svo láta þau líf sitt, af því heimurinn synjar þeim brauðs. Þegar hugsað er um hinn óskaplega auð, sem saman er kominn í Lundúnum, og alla þá nautn og munuð, sem þar á sér stað öðrum þræði, verður harmsaga þessi næsta átakanleg. Þau létu eftir sig finnast angurvært bréf, og þökkuðu tveim- ur eða þremur mönnutn, sem höl'ðu verið þeim vel. En hins vegar tóku þau fram, að heimurinn hefði reynzt þeim kaldur og harðbrjósta. Þau höfðu lifað all-lengi saman, elskast og borið mótlæti lífsins og píslir hvort með öðru og þegar þau þoldu ekki hungurkvalirnar lengur, urðu þau samferða. Það er ávalt óttalegt, þegar slíkt kemur fvrir. En hver vill kasta fvrsta steininum? Og væri nokk- urum steini kastað, væri ekki eðlilegt, að honum væri kastað í áttina til þess matin- félags, sem annað eins lætur geta átt sér stað. En svona gengur það hvarvetna. Innan um alls nægtir og óhóf auðugra manna eru svo og svo margir í öllum löndum sem á hverju ári verða hungur- morða fyrir harðýðgi mannfélagsins. Hve nær verður nokkur varanleg bót á því ráðin ? KRISTINDÓMUR OG MANNFÉLAGS- SKIPAN. Svo heitir heitir bók (Christianity and the Sorial OrderJ, ný og stórmerk, eftir R.J. Campbell, prestinn enska, sem fræg- ur er orðinn fyrir bók sína um nýju guð- fræðina. Stefna sú, er kristileg jat'naðar- kenning nefnist, breiðist nú óðum út á Énglandi og ganga ýmsir af prestum þjóðkirkjunnar þar á undan öðrum og' ljá henni fylgi og skýra. Sú stefna er nú annars að breiðast um flest krist- in lönd og ýmsir helztu kristnir áhuga- menn að skipa sér undir merki hennar á Þýzkalandi, Englandi ojr í Bandaríkjum. Campbell og vinir hans í Kongregaziona- lista-kirkjunni á Englandi hafa gjörzt flutningsmenn þeirrar stetnu. Hver bók- in annarri merkari kenuir nú út henni til skýringar. Sýna þær allar fram á, að hið upphaflega markmið kristindómsins hafi verið að koma á nýju mannfélagsskipu- lagi. Hugmynd guðs ríkis sé mannfélags- skipan hér á jörðu, þar sem mannkynið hafi fengið lækning við meinunum mörgu, sem hafa þjáð það frá upphafi. I stað þess að láta endurlausnina ná út yfir mannfélagið alt, hafi hún f)'rir meðferð kirkjunnar og rás viðburðanlia að eins náð til einstaklinga. Fagnaðarboðskap- urinu hafi verið ætlaður mannfélaginn öllu og hafi átt að ummvnda hið rangláta skipulag þess eftir anda mannkvnsfrels- arans,—kjör fátæklinganna að batna, svo sú ney'ð, sem henni er samfara, hyrfi. Sögulegar ástæður hafi verið í vegi þess, að sú fagra hugsjón kristindómsins næði fram að ganga, hingað til. En aldrei í sögu mannanna hafi litið jafnvænlega út fvrir, að þetta gæti hepnast eins og ein- mitt nú. Áhugi hefir naumast nokkurn tíma verið jafn-mikill í heiminum fy'rir þessu og nú, og tilfinning aldrei jafn-rík fyrir óréttlæti þess skipulags, sem nú er, þar sem lítill hluti mannanna veltir sér í nautn og munaði auðæfanna, en mikill meiri hluti á við fátækt og örbirgð að húa. Bók Campbells er frábærlega ljós að hugsan ogbúningi og lætur þeim verða heitt um hjartað, er lesa. Hrey'fingin öll er borin af heitum kristindómi og brenn- andi áhuga fyrir velferð mannanna.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.