Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 12
i4o B R E I Ð A BL I K Hún hefir sannleik að gevma. Svona fér lífið með marga konu — og marg-an mann. Á þessa glapstigu getur ástarþrá mannshjartans komist. Svo ljótt getur það orðið, sem á að vera fegurst. Svo mikilli vansælu getur það orðið valdandi, sem á að gjöra manninn sælastan. Svo getur það varpað niður í skarnið, sem hefja á til mestrar vegsemdar. Vor aum- ingja smáþjóð á marga konu, er verða átti Sigrún á Sunnuhvoli, en varð Ólöf í Ási. Og einmitt þetta er höf. að sýna og vara mennina við þeim óskaplegu örlögum. Hann er eigi að gylla hið illa fy rir neinum. Langt frá. Hann brennur af vandlætingasemi fyrir velferð hjóna- bandsins. Sárara en flestum íslenzkum rithöfundum öðrum svíður honum, að lífið skuli geta farið svona hörmulega illa. Nógu er hann vel skyni borinn tii að skilja, að hnjátur myndi hann fá fyrir slíka sögu. Hann ritar hana samt, ef hún mætti einhverjum til varnaðar verða. Sjálfsagt hefði mátt gjöra þetta með nokkuð öðrum hætti og láta sér betur takast. En tilganginn eiga menn að kannast við, sannleikann, sem bókin hefir í sér fólginn, þá siðferðislegu al- vöru, sem öllum er auðsæ, og þá sann- leiksást, er stýrir hugsan hans og penna. Svo skulum vér taka fram, að þó gallar sé á búningi sögunnar eins og bent hefir vei ið á, eru þar tilþrif'svo snjöll, að þeir hafa ekki gjört mikið betur, sem lengra þykjast í listinni komnir og meira fá hrósið. Tína mætti til þess allmörg dæmi, en rúmið leyfir að eins þetta eina: ,,Vinir mínir og’ kunningjar voru til beggja handa : lindir og fuglar og lambfé. Rjúpan lá á eggjuin sínum í heiðarbrekkunni fast við túnið og svo koll af kolli. Eg þekti hreiðrin og heim- sútti þær oft. „Kæra fjúpa mín ! Þjóðlega, látlausa, land- elska daladís. Eg elska þig mest allra fugla, þó þú sért ekki raddfögur með afbrigðum. Svo ertu saingróin landsháttum fósturjarðar þinnar, að þú klæðisf snjóhvítum, mjallhvítum kyrtli livern vetur en mórend»'i heklu og mosalitri um sumartímann. ,,Oft lief eg gengið að hreiðri liennar, þegár hún lá í laufgrónum skorningi sínum og breiddi úr sér yfir eggin sín tíu eða tólf, lyngmóalit á bakið, augun frán og tindrandi og rauð felling ytír augnalokinu. ,,Eg gekk að þeiin, kraup á kné við dyngjuna og horfði á þær tímunum saman. Hún var ekki hrædd við mig svo að þess gætti. Elskhugi hennar sat á hávaða skamt frá, á þúfu eða steini, á hæsta hávaðanum, og hélt vörð dag og nótt. ,,Þau voru ánægð hvort með annað og undu hlutskifti sínu. Þau voru elskendur, meðan vor- dísin réð ríki sínu, og unnust hugástum. Hún fórnaði sér fyrir eggin og vermdi þau með sjálfri sér. Og hann sat þarna á hávaðanum og hrædd- ist ekki valinn, sem lék í lausu lofti, gat komið aðvífandi og slegið hann banaliöggi á ber- svæðinu. ,,Og ástir þessara guðsbarna áttu, ef til vill, að endast að eins þessa einu vortíð. Rjúpkerinn mundi, ef til vill, verða skotinn næsta haust og ungarnir sömu leið, hálfvaxnir og frumvaxta“. Miklu fleiri eru þeir staðir í bókinni, þar sem vel er að orði komist, víða prýðis- vel, en þar sem eitthvað má til foráttu fínna. Höfundurinn þarf að temja ser eðlileg'ra mál, laust við alla fordild, því svo er málið feg*urst, enda er það megin- regla allra þeirra, er bezt kunna. Og- þeg'ar hann ritar næstu bók og ætlar með henni að styðja siðferðilegan hugsunar- hátt þjóðarinnar, — og engum dylst, hve ant hann lætur sér um það, — verður hann að gæta þess vandlega að rita bók, sem hann með ánægju getur fengið börn- um sínum í hönd og verið viss um, að svo sé úr garði gjör, að hún lokki eigi lniga þeirra út á þá glapstigu, er hann hefir viljað vara við. Annars bregst honum bogalistin. Næturferðir Ólafar eru naum- ast hollur lestur unglingum og óþroskuðu fólki. En úr g’öllum bókarinnar ætti enginn svo mikið að gjöra, að hann færi gagns- ins á mis. Ramíslenzk er hún að öllu. Hún lýsir óförum ástarinnar. En væri eigi, þrátt fyrir alt, fult eins mikið hægt að segja um sigurför ástarinnar, jafnvel í fari íslendingsins? Og mvndi það eigi hafa fult eins mikla siðferðilega þýðing

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.