Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 141 að segja þjóö vorri sögur af sig-ursæld kærleikans eins og að rita eina á fætur annarri af óförum hans? Skvldi sögurnar úr fornaldarlífi þjóðar vorrar hafa orðið henni önnur eins auðlegðar-uppspretta, ef þær heföi verið sögur af óförum einum? VELDI SANNLEIKANS. Ó. ÞÚ FJALLDROTNING KÆR! SETTU SANNLEIKANN HÁTT LÁTT' HANN SITJA' YFIR TÍMANUM DJARFAN AÐ VÖLDUM SVO AÐ TUNGAN VOR MÆR BERI ORÐ HANS OG MÁTT EINS OG BLIKANDI NORÐURLJÓS FJARST EFTIR ÖLDUM. Þorsteinn Erlingsson. Þegar eg var á Rússlandi. Eftir FELIX HUBEL, T TIÐ vorum fjögur í sleðanum. Bitter- • suss, vinur minn, hafði verið þögull stundarkorn. Alt í einu henti hann vind- ilsendanum, sem verið hafði einasta um- hugfsunarefni hans síðasta stundarfjórð- ung, og sagði: — ,,Sköpun heimsins er listaverk. Guð var sjálfur myndunar aflið eða vilji hans réð lögun og lagi. Eg er sannfærður um, að úrlausn veraldargátunnar væri —“ ,,En það var ekki það, sem þú ætlaðir að segja okkur, “ sagði eg ofur-gætilega. ,,Þú segir þetta satt, drengur minn, eins og þú ert vanur, “ svaraði hann og brosti. ,,Eg ætlaði, vitaskuld, að segja söguna um úlfana, eigi svo mjög þín vegna, heldur vegna stúlknanna, sem hafa sýnt okkur þann sóma að fylgjast með okkur í dag. Það, sem eg var að segja, hefði samt getað orðið heppilegur formáli sögunnar, en þú skemdir þann formála fyrir mér. “ ,,Mér þykir vænst um formálalausar sögur,“ sagði eg. ,,Og kvenfólkið —“ ,,Hættu þessu,“ sagði konan mín. ,,Við erum að deyja úr forvitni eftir að fá að heyra þetta um úlfana. “ Bittersuss byrjaði enn einu sinni: ,,Þegar eg var á Rússlandi —“ ,,Þegar þú varst,“ — varð mér nærri því að hrópa. ,,Ef þú fipar mig aftur,“ sagði Bitter- suss, ,,svo —“ Eg þagnaði. Jafnvel jungfrú Suse var að verða óþolinmóð. Á milli dökku augnabrúnanna hennar voru komnar tvær djúpar hrukkur, sem boðuðu að hætta væri á ferðum. Eg hallaði mér aftur á bak í sætinu. Og um leið og sleðanum var snúið af alfaraveginum inn í skóginn, byrjaði Bittersuss sögu sína þriðja sinni. ,,I sambandi við þá sleðaför standa hryllilegustu endurminningar æfi minnar, en líka þær dýrlegustu, því áður en sá óttalegi dagur rann yfir mig, var mér ókunn dýrð ástarinnar og sú óumræði- lega tign, sem sú ástríða getur öðlast. “ Hann hneigði höfuð sitt og þagnaði um

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.