Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 4
148 BREIÐABLIK að leggja betri tilfiningar vorar í eyði. Hún kallar stöðugt á hið ógöfuga og dýrslega í eðli voru: græðgi, lævísi, hörku, drambsemi hatur og örvænting, þegar vér erum fyrir borð bornir. Eigi er furða þó framfarir mann- kynsins sé hægfara, þegar það er rifið niður með vinstri, sem bygt er með hægri. Manni kemur ósjálfrátt í hug það, sem Sir Wil- fred Lawson sagði um aðferðina á geðveikrahæli til að greina sturl- aða frá ósturluðum. Hann leiddi þá alla að vatnsþró, sem vatn rann í úr krana, og sagði þeim að þur- ausa. Þeir, sem sturlaðir voru, jusu og jusu. Hinir sneru kran- anum og jusu svo. Það kennir þeiriar sturlunar býsna alment, að láta vatn renna úr krananum og sífylla skálina, meðan verið er að ausa. „SVvTC/S-S'Wt/n þjóðkirkjan á íslandi. FYRIR utsin ssimbandsmálið við Dan- mörku er naumast nokkurt mál jafn- mikilvægt fyrir framtíð þjóðar vorrar og hagur þjóðkirkjunnar. Hann er að verða mesta vandræðamál þjóðarinnar. Hann hefir lengi verið í óefni, en í stað þess að batna, virðast ófærurnar verða verri og verri. Fyrir einum tíu árum leit út fyrir, að ný öld ætlaði upp að renna í kirkju- legum efnum. Nýir áhugamenn voru þá til sögunnar komnir, sem líklegir voru til að hrinda af stað nýjum áhuga og nýju lífi. En því miður, þess nýja lífs hefir lítið orðið vart. Héðan úr fjarlægð- inni lítur helzt út fyrir,að alt sé að deyja. Vér segjum það ekki af því oss langi til að segja það. Hverjum kristnum manni ætti að vera það viðkvæmara mál en svo. Vér höfum þagað og beðið. Svo torvelt að tala nokkuð að gagni um slíkt vanda- mál úr fjarlægð. En oss kemur það svo fyrir sjónir, sem þjóðkirkjan íslenzka sé að deyja. Haldi hún áfram í þá átt, sem nú stefnir, smádeyr hún út, og tímans er eigi svo sérlega langt að bíða. Um þetta teljum vér víst, að flestir hugsandi menn á íslandi hafi allsterkt hugboð, hve ljósa grein, sem þeir hafa gjört sér fyrir því. Fyrst og fremst er hún að færa saman kvíarnar stórkostlega. En það er ekki lakast. Þjóðin er að snúa bakinu við henni sem ónýtri stofnan, sem ekki sé lengur að neinu nýt, sé fremur til ills en góðs. Bréf frá leikmanni í Nýju Kirkjubl. til ritstjórans er gott sýiiishorn: ,,I gær á —--dag fengum við messu. Hún byrjaði með ósköpum og" endaði með skelfingu. Eg hefi aldrei verið við jafn-lítilfjörlega messu gjörð. Söngtnennirnir sungu falskt. Þeir voru kvefaðir. Þar má finna afsökun. En presturinn hafði enga aðra afsökun fyrir þá ræðu, er hann flutti í gær, en þá, að prestaskólinn skyldi láta hann ná prófi. Það er skylda ykkar að láta ekki aðra ná prófi en þá, sem þið hafið von um, að geti orðið sæmilegir prestar. Það er miklu betra að hafa engar. prest en lélegan, — því þeir dauð- rota alt andlegt líf. Þar slá þeir ekki vindhögg“. Svona tala leikmenn langoftast; þeim finst þetta. Það er ekki að eins gáleysis- glamur. Þeir eru hættir að hafa nokkura ánægju af að koma til kirkju. Þeim finst þeir græða ekkert á því, það fremur kæfa niður andlegt líf hjá þeim en glæða. Hverju er um að kenna? Prestunum vitaskuld, segja þeir. Við kunnum alt utanbókar, sem þeir fara með. Eldgam- alt stagl, sem hvorkí vekur hugsan né hjarta. En er til prestanna kemur, segja þeir: Hvernig getið þið búist við betra? Við erum blásnauðir menn með stóra fjöl- skyldu; allur tíminn gengur til að sjá fyrir líkamlegum þörfum. Hvorki höfum við efni á að kaupa bækur og tímarit, né heldur tíma til að lesa. Við höfum

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.