Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 16
i6o BREIÐABLIK sem honum sýndist líkjast hermannakufli, standa við fjarlæg'ari sporöinn á dálítilli brú fram undan. Þegar lestin nálgaðist, fór maðurinn að ganga yfir brautina. Kyndarinn hrópaði til vélarstjórans, að maður væri framundan á brautinni; hann yrði að minka ferðina, annars vrði mað- urinn fyrir lestinni og biði bana. ,, ,Bíða bana skal hann,‘ sagði vélar- stjórinn, og blótaði. ,Eg er búinn að drepa hann hundrað sinnum, en eg ætla að drepa hann í nótt svo greinilega, að hann verði ekki á gangi aftur1. ,,Um leið hleypti hann ógnarskriði á lestina, sem náði manninum, kastaði hon- um áfram og til hliðar og rann svo yfir hann. Kyndarinn sór, að gamalmenni þetta hefði verið óhult, ef hraðinn hefði verið minkaður en ekki aukinn. Hann bar það líka, að vélarstjórinn hefði náð sér fljótt aftur, minkað hraðann og þózt vera kotninn í nánd við brautarstöð, þó hún í raun og veru væri í tíu mílna fjar- lægð. Kyndarinn bað hann að láta lest- ina fara aftur á bak, þangað sem maður- inn væri, en vélarstjórinn hló að því og setti þvert nei fyrir. ,,Samt sem áður lét hann að lokum til leiðast. Er þeir nálguðust staðinn, spurði hann, hvort þar væri dálítið rautt hús með fornfálegu þaki, og brú með skýli yfir. Það komst upp, að hann þekti staðinn svo vel, að kyndarinn var sann- færður um, að hann hefði sagt ósatt, þeg- ar hann aldrei þóttist hafa farið þessa leiðáður, og alt hefði verið gjört af ásettu ráði og fullum vilja. Um leið og húsið sást úr vagnglugganum, lét hann lestina nema staðar og báðir gengu eftir braut- inni. Aðrir lestarmenn voru komnir þar á undan þeim og beygðu sig yfir eitthvað, seni lá á jörðinni. Þeir hörfuðu frá, er hann kom. En er vélarstjórinn sá lík gamals manns, lítils vexti, liggja af- skræmt og sundurmarið fyrir sér í gam- alli, blárri yfirhöfn, rak hann upp ákaft öskur ■— varð brjálaður og hefir verið það síðan. ,,Eg ritaði þegar fulla skýrslu um rannsókn mína, lét uppdráttinn fylgja henni, sem niaðurinn hafði sjálfur gjört, og vegna skýrslunnar, sem tekin var góð og gild, var hann sýknaður af að hafa framið morð viljandi. En brjálsemi hans hélt áfram þangað til hann dó; var hann þá í gæzlu, en ekki óður. „Skömmu eftir, að hann hafði verið sýknaður fór eg með umsjónarmanni brautarinnar, til að skoða staðinn. Eg bað hann að segja mér ekki til, en láta mig kannast við hann, eftir lýsingunni, er að honum kæmi. ,,Við fórum yfirýmsar bugður, en sein- ast sá eg eina, þar sem dálítil brú var framundan með þaki yfir. Býflugna- stokkarnir voru þar líka og rauða húsið, alt eins og lýst var. Eg stóð á fætur og steig af lestinni með umsjónarmanni brautarinnar, án þess að mæla orð af munni; við vorum beint fram undan hús- inu; alt stóð nákvæmlega heima. ,,Eg sat undir apaldi og sagði giftum syni mannsins, sem dáið hafði, alla sög- una. Seinast spurði eg hann, hvernig hefði á því staðið, að faðir hans heffil verið í yfirhöfninni, sem líklega hefði verið leyfar frá þrælastríðinu, og það á heitum degi í júnímánuði. ,, ,Það finst mér undarlegast aföllu,1 sagði sonurinn. ,Flækingur einn, sem komið hafði deginum áður, átti yfirhöfn- ina. Hann hafði sofið úti undir beru lofti í heyi og breitt hana efan á sig. Hann hafði kastað henni yfir býflugnastokkinn um kveldið, og faðir minn hefir velt honum um, þegar hann tók hana. En ekki get eg gjört vður neina grein fyrir, hvers vegna hann fer í hana á heitri sumarnótt — eða skiljið þér það?‘ ,,Eg svaraði honum ekki, því eg átti ekkert svar. ,,Hver veit?“ BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðningfs íslenzkri menning-. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259 Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Olafur S Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs- ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.