Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 2
IÖ2 BREIÐABLIK hækkar, sér hún lengra. Land- areign hennar vex, en minkar ekki, eftir því sem þekkingin þroskast. Það, sem kölluð eru vísindi, er eigi annað en áreiðanleg þekking, er menn hafa aflað sér, og komið skipulagi á í huga sínum. Alt, sem vísindin geta fært sönnur fyr- ir, eiga þau að sanna. það er skylda þeirra og köllun. Alt, sem þeim er unt að rannsaka, eiga þau að rannsaka; það er skylda þeirra og köllun. Aldrei fá mennirnir meira að vita en þeim er ætlað. Sé eitt- hvað til, sem þeim eigi er ætlað að vita, vaknar eigi svo mikið sem grunur um það í hjörtum vorum. Vér höfum þá aldrei vit á,svo mik- ið sem að spyrja eftir því. Það er eldgömul og rótgróin hjátrú, að mönnum sé hætta fólg- í ofmikilli þekking. í heiðni héldu menn, að guðirnir væri af- brýðissamir í þeim efnum. Þeir mvndi hefna sín, ef menn seildist eftir meiri þekking en góðu hófi gengdi. Svo ófullkomin varguðs- hugmyndin þá. Svo ófullkomin ætti hún ekki að vera nú,—hjá nokkurum skyn- berandi manni. ^W6*uíWt*i AUDUGRA LÍF. P E G A R skáldið heimsfræga, Goethe, var að skilja við, er sagt hann hafi hrópað: Meira ljós ! Ljóselsk hafði sál hans verið í líf- inu; ljóselsk var hún í dauðanum. Ljósið er eitt af frumskilyrðum lífsins. Að þrá ljósið, er að þrá lífið. Lífsþráin virðist einkenna alt, sem lifir. Manninn þó mest, og eftir því meir, sem líf hans er á hærra stigi. Sú þrá er svo sterk, að hann eraldrei eiginlega ánægð- ur með það líf, sem hann hefir. Hann þráir sífelt annað og betra. Gallinn hjá flestum er sá, að þeir gæti lifað miklu auðugra lífi en þeir gjöra. Oánægjan yfir því, sem er, er rík með mörgum, en viðleitni ekki að sama skapi sterk, til að bæta úr. Nautnsjúkur rómverskur keisari bauð hverjum þeim há verðlaun, er finna vildi upp fyrir hann nýja skemtan. Svo saddur var hann orðinn á öllum þeim skemtunum, sem hann þekti, svo dauðleiður á nautninni, er hann hafði tamiðsér. Lífið verður engum auðugra með nautninni, heldur fátækara og au- virðilegra. I orðum keisarans felst ein átakanlegasta harm- saga, er fyrir nokkurn getur komið. í fylgsnum sálar sinnar á hver maður öfl, sem sitja þar fjötruð inni, — öfl, er verða mega hrein og tær fagnaðarlind þeim, er leysir og lætur renna. Ágústínus kirkju- faðir sagði: „Birta skín í sálu minni, sem of mikil er til að kom- ast fyrir í alheiminum, þar hljóma raddir, sem engin tímalengd getur

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.