Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK látið þagna, þar er ilmur, sem eng'in gola þeytir burt, þarerfæða, sem gómsætari er hverjum dögf- urði og aldrei minkar, hversu mik- ið, sem af er tekið.“ Hver mannssál áauðsuppsprett- ur miklu fleiri en hún gjörir sér í hugarlund. Þær uppsprettur verða auðugri eftir því, sem meira er af þeim ausið. Hún er eins og hljóð- færi, sem leikið getur fegurri og fegurri lög; enginn hefirenn heyrt hæstu tónana. Flestir láta sér nægja að leika að eins á lægstu nóturnar; allur tónstiginn fyrir of- an er látinn ósnortinn. Enginn fögnuður er meiri en sá, að hugsa fagrar hugsanir. Að lifa auðugu hugsanalífi eru einka- réttindi, sem eigi er unt að svifta nokkurn mann. Uppsprettan er ótæmandi, verður stöðugt hreinni og tærari og straumurinn sterkari, eftir því sem meir er ausið. Hugs- um um Epiktet, þrælinn gríska, sem hugsaði svo fagrar hugsanir og fullkomnar við ljóstýiu í þræla- klefa, að aldrei fyrnast meðan heimur stendur. Að lauga sig í fögrum og góð- um hugsunum, bæði þeim, er upp koma frá eigin brjósti, og þeim, er til manns koma utan að, er lífsins hreinasti fögnuður. Að skifta hugsunum við aðra menn, örvar og margfaldar vorar eigin. Að lesa góðar bækur og tileinka sér efni þeirra, veitir hverjum manni auðlegð ogfögnuð. En í andleg- um efnum gildir hið sama og lík- 163 amlegum: Sælla er að gefa en Þ'g'gja- Sá, sem læra vill þá list að gefa, verður að láta sér þykja vænt um þann, sem hann ætlar að gefa. Um leið og vér látum oss þykja vænt um einhvern, fer oss að langa til að gefa —gjöra hann að einhverju auðugri. Að skilja aðra og horfa inn í sálarlíf þeirra, er skilyrði þess, að velvild vakni til þeirra í brjóstum vorum. Vér förum þá að hjálpa, liðsinna, þjóna, fyrst í smáu, svo í stóru. Dulin öfl, gleymd og innibirgð í sálum vorum, losna eins og fang- ar úr búri eftir því,sem vér lærum þetta. Að skilja og elska—þjóna oggefa,eru lyklar að sönnustuauð- legð lífsins. Vér eigum þessa lykla allir, ef vér að eins viljum nota þá. Lífsóyndið er ömurlegur sjúk- dómur. Hann bendir á, að upp- spretturlífsins sé stíflaðar eðabotn- frosnar. Goethe talar um kunn- ingja sinn, er þreyttur hafi orðið af að horfa á grænkuna í náttúr- unni á vorin. Hann hafi stöðugt verið að óska eftir öðrum litum. Og jafnvel Marcus Aurelius, keisarinn spakvitri, kvartar yfir tilbreytingarleysi náttúrunnar; hún sýni manni að eins hið sama upp aftur og aftur, hvort sem maður lifi í tuttugu ár eða hundrað. Ekkert er auðveldara en að láta sér leiðast. En þá er maður ósátt- ur við lífið og ósáttur við mennina og ónytjungur um leið. Sá, sem

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.