Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 4
i64 BREIÐABLIK lifa vill auðugu lífi, má ekki mis- skilja tímann, sem hann er uppi á. Æskan er fögur vegna þess, hve óbilandi trú hún hefir á lífinu og" mönnunum. Henni finst ekki alt öfug't, sem verið er að hugsa í heiminum, en eina lífið að skilja þær hugfsanir og tileinka sér hið bezta. En það er eigi nóg að hugsa svo ungur. Það er eigi nóg að skilja heiminn og helztu hugsanir leiðtoganna í hugmynda- heiminum, þegar maður kemur ungur úr skóla, fullur af fjöri og eldmóði. Lífið er hreyfing; og sú hreyfing er býsna hröð. Margur lætur við það sitja,er hann eitt sinn hafði komist í skilning um, leitast ekkert við að verða samferða, er svo, óðar en varir, kominn langar leiðir aftur úr, — farinn að dæma það hégóma og heimsku, sem heimurinn er að hugsa,af því hann er hættur að skilja. Góðfrægur guðfræðingur og rithöfundur frakkneskur, V i n e t að nafni, lýsti þessu vel frá sjónar- miði kristins manns,er hann sagði: ,, Kristindómurinn er mannkyns- ins eilífa æska“. Sá, sem vel er kristinn, verður ávalt ungur í anda. Aldrei hættir hann að skilja og til- einka sér nýjar hugsanir og dæma vingjarnlega um hugsanahreyfing- arnar í heiminum. Hve gamall sem hann verður, er hann ávalt eins og nýkominn úrskóla. Hann lætur hugsanalíf sitt auðgast og þroskast við hvern andlegan vor- gróður, sem fram kemur. ÞJÓDKIRKJAN Á ÍSLANDI. II. Má kirkjan hrynja ? EGAR um einhver mikil mein er a5 ræöa, sem ráða þarf á bráða bót, er ávalt bezta ráðið að tala um þau hispurs- laust, án þess að draga úr og án þess að afsaka. Þá aðferð velur síra Þórhallur Bjarnar- son sér, er hann ræðir mein ísl. kirkjunn- ar í N ý j u K i r k j u b 1 a ð i. Svo mikla óbeit segir hann mikinn þorra manna á íslandi hafa á kirkjunni, að það spilli fyrir blaðinu, að það er kent við kirkjuna. Flestir eru farnir að halda, að ekkert gott geti úr þeirri átt komið. Þar sé alt gam- alt, útslitið, ónýtt. Prestum og andlegrar stéttar mönnum sé eðlilega um kent. Biskupinn geti ekkert og gjöri ekkert. Prestaskóla- kennararnir fari stöðugt með sama stagl- ið— í hjáverkum. Prestarnir hugsi flest- ir um alt annað en kirkjumál. Málsbæt- ur sé auðvitað margar, en stoði lítið. Búið að draga alt vald úr höndum bisk- ups. Prestaskólann sa:ki helzt þeir, sem engan eigi úrkost annan; þá sé eigi við miklum afrakstri að búast þaðan. Kjör presta hafi verið svo bágborin, að þeir hafi neyðst til að sinna annarlegum störfum til framfærslu. Allar þessar málsbætur segir hann, aðþýðiekki neinn skapaðan hlut. Ekki koma þær neinum umbótum til leiðar. Hvernig hann hugs- ar sér þ;ið gjört,verður efni annarrar hug- leiðingar. Enginn vafi er á því í huga vorum, að hér er um lang-þýðingarmesta mál að ræða, setn fyrir framan þjóð vora liggur. Viðkvæniara áhugamál er eigi til fyrir nokkura kristna þjóð en það, ef hún er í þann veg að snúa baki við kirkjunni. Látum vera, að kirkjan sé að eitts verk- færi. Sé hún ónýtt verkfæri, er bezt að varpa því verkfærinu frá sér. En hvar er

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.