Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 7
BREIÐABLIIv 167 fjármálaheiminum sé ekki skólagengnir menn. En það er bezt að játa það brein- skilnislega, að hér eigið þið eigá heima, svo framarlega markmiðlð sé að verða Carnegie eða Rocliefeller þessa vestlæga lands. Sálarfræðingarnir segja oss, að æfing gáfnantia æsi taugarnar og örvi tilfinningarnar. Þess vegna geti æðri mentan eigi-né nokkur mentan-annað en gjört ykkur óhæf til að feta í fótspor Shy- lock's. Eg ætla eigi að tala hinum al m&ttuga dollar illa til, né lasta hinn pétta leir, eða neitt þess konar. Þið breytið viturlega í að afla eins mikils og yður er unt. Að afla sér auðæfa með hófi þarf eigi frekar að hindra neinn frá að afla sér göfugri hluta,en latínu-nám þarf að vera stærðfræðinámi til fyrirstöðu. En komi sú tíð,að þið verðið að velja, liggur æðra líf opið en maurapúkans og peninga- mangarans. Látum oss eigi gleyma, að hvorki er líf þjóðar né einstaklings fólgið í gnægð þeirra hluta, er til eigna teljast ; maðurinn lifir eigi af brauðinu einu. Þrátt fyrir alt hefir heimurinn frá hreinu gagnsemisjónarmiði álitið skólana borga sig vel. Siðmenning heimsins er í meiri skuld við oss, skólamenn, en svo, að hún sé fær um að gjalda auvirðilegum miljón- um. Uppfundningar, er valdið hafa ald- arbrigðum og gjört náttúruna að ambátt mannsins og tuttugustu öldina ólíka fimt- ándu öld, hafa flestar fæðst, frumhug- myndin að minsta kosti, innan annarra eins veggja og þessarra. Háskóla-hugmyndin er meiri og minni breytingum háð. Þýzkur háskólamaður er reglulegt þekkingar ferlíki. Enskur háskólamaður þarf engum störfum að gegna, öðrum en að afla sér menningar með ákafa. Ykkur mun skiljast.að há- skólamaður í þessu meginlandi verður að vera framkvæmdamaður. Þekking og menning, jafnvel meðfætt starfsþrek, verð- ur að engu, nema þið sýnið það í þraut- seigri vinnu. Þið komist öll fyrir á efsta tindinum, en engin lyftivél ber ykkur þangað; fótmál fyrir fótmál verðið þið að klífa Alt, sem þið gjörið, verður því að gjörast af alefli, en eigi hálfum huga. Eigi nokkuð að verða úr ykkur, verð- ur markmiðið að vera ákveðið og ein- skorðað. Ef þið hýniið með galopinn munn eins og froskurinn í æfintýrinu, verður endalyktin aum eins og þar. Og einmitt i þessa átt er það, eftir því sem mér skilst, að líkamsæfingar hafa mesta þýðingu fyrir menn í skóla og utan. Sig- urinn við Waterloo var unninn á leikvelli Eaton og Rugby skólanna, eigi með liðs- afla ; það var tilviijan.. Þið munuð reka ykkur á, að flestar stöður, sem fyrir ykkur liggja í lífinu, eru öðrum reglum háðar en þeim, sem þið lærið hér og annars staðar. Eg er hræddur um, að við verðum að játa, að mentanin, eins og hún nú er, gjöri menn eigi eins færa í allan sjó og skyldi. Þetta er, ímvnda eg mér, ástæðan til þess, að sá, setn fær 98% í óstuðluðu latnesku máli, ber ekki af öðrum í lífinu. Eg var að lesa hérna um daginn um námsmenn Múhameðstrúarmanna í Cairó. Þeir eyða öllum tímanum í að læra utanbókar kafla úr Kóraninumog gamlar skýringar áþeim. Það er engin hœrri kritik\>&r. Þess konar skólanám elur menn eigi upp í sjálfstæðri hugsan .... Skólinn ætti að kerna yður, að hugsa sjálfstæðar hugsanir, en með gætni þó, það skal eg játa. Heimurinn lætur sig rannsóknir ykkar og hugsanir engu varða; fyrir hann hafa þær ekkert gildi,en fyrir ykkur sjálf er hugsanin óumræði- legur ávinningur. Með ákefð klífum við hærra og hærra, en eigi fót fyrir fót. Við getum orðið hér læknar og lögfræðingar með ófullkominni mentan undirbútiingsdeildar. Skamm- sýni kirkjunnar bindur sig eigi einu sinn við þessar lágu kröfur, en veitir ykkur a!'gang að æðstu stöðu lífsins, er þið hafið fengið spónblað af eðlisfræði og heim- speki og að eins hálf-melt. Þegar eg

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.