Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 173 MÓDERNISTA - HREYFINGIN OG ENSKA KIRKJAN. J ^UNDÚNA - blaðið Guardian hcfir rækilega grein um þetta efni, þar setn fram e.r komiö með marg-a góða hug- vekj og ágætar bendingar gefnar urn, hvernig kirkjan ætti að taka nýjum skoð- unjm. Engin deild kristinnar kirkju hafi betur lag á þessu en biskupakirkjan enska, með tvöfaldan arf frjálsra skoðana og al- mennrar trúar. Hún standi einmitt vel að vígi með að beita aðferð alveg gagn- stæðri páfans og páfakirkjunnar, og forða kristninni frá þeim ófærum, er sú stefna leiði úti í. Páfahirðin er að gjöra alt,sem í valdi hennar stendur, til að hrinda öll- um módernislum út úr kaþólskri kirkju og láta fylgis-menn þeirrar stefnu velja milli kirkjutrúar og hugsana-stefnu nýja tímans.Ætlunarverk ensku kirkjunnar sé, ekki að sundra, heldur að sameina, að leiða hið nýja til sætis, en halda þó fast hinu gamla, að kenna fólki sínu, að tileinka sér alt það, sem gott er í anda aldarinnar. Ætlunarverk hennar sé ekki að eins að sýna, að guðfræðin og náttúru- vísindin sé ekki öfl hvort öðru andvíg, í heimi mannlegra hugsana,heldur að bjóða hinn nýja flokk hugsandi manna velkom- inn, að svo miklu leyti, sem þeir sé vin- veittir trúbrögðum og kristindómi, jafn- vel þó rannsóknaraðferð þeirra og sjónar- mið sé ólíkt því,sem hún af löngum vana hefir tamið sér.—Enginn vafi er á því, að þetta er eina rétta stefnan, sem kirkjan getur valið sér. Enda hefir það orðið uppi á tening á öllum öldum, að hún hefir séð þann kost vænstan. Mótmælenda guðfræðin væri þá næsta ólík sjálfri sér, ef hún kæmist eigi hvarvetna að þeirri niðurstöðu á endanum. Bonita Estrella. Eftir marianó CASA-ESCRITO. H ÆGT og hægt, en stöðugt þó, eins og væri hún gædd viljaþreki lif- andi veru, hjúpaði þokan hæðirnar fögru kring um Monclova. Svefnkyrð lá yfir litla þorpinu, þar sem það hreiðraði sig notalega niðri í bollamynduðu dalverpi. Ómur af háum röddum og skólaust fótatif barst alt í einu gegn um loftið og urgaði í eyrum. ,,Kí, jí, Bonita Estrella! Kí, jí, Bon- ita Estrella!“ hljóðuðu þessar hásu radd- ir og uppeftir rykuga strætinu flugu fjórir drenghnokkar, dökkir litum; það skein í hvítu tennurnar þeirra, er þeir hlógu með fyrirlitningu, og mögru fæturnir þeirra mórauðu voru á sífeldu iði eins og spriklið væri þeim fögnuður. Loks leituðu þeir athvarfs í verndarskugga kýprus-trjánna og heyrðist þaðan síðasta ertnis-ýlfur þeirra. Alt datt svo í dúna-logn. í rökkur-skímunni grilti í mynd af konu, sem veitti þeim eftirför með nornar- legum hefndar-svip. Grjót og óþvegin illyrði hrutu frá henni í áttina þangað, sem órabelgirnir höfðu flúið. Það var fótaspark undir kýprustrjánum eins og þegar fuglar róta sér í hreiðri, þegar sú, sem eftirförina veitti, lagði leið sína inn um garðshliðið mitt. ,,Eg kom með fötin yðar, senóra, ” sagði hún róleg, eins og væri hún búin að gleyma þessum síðustu skráveifum. ,,Hvers vegna kalla þessir drengir þig ,Bonita Estrella’ (fögru stjörnuna)? spurði eg. Bernarda var orðin gömul og hrukkótt og eins ólík stjörnu og framast mátti; hún dró vindling fram úr einhverju leynihólfi á flíkum sínum. ,,Æfisagan mín er raunasaga,” sagði hún með al- vörusvip; ,,en eg er góð með að segja yður hana, senóra, ef þér viljið hlýða á hana. “ Hún hlemdi sér niður á svöl- ina, og blés smám saman frá sér sterk-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.