Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 14
174 BREIÐABLIK um reykjargusum úr vindlingnum. Svo sagði Bernarda mér æfintýr sitt, sem eg er hrædd um, að glati hennar augurblíða hreim, þegar eg fer að mj'ndast við að segja það aftur. „Þaðvarárið 1847”, tók hún til orða, fyrsta árið, sem röndótti stjörnufáninn, sem Ameríkumenn eru svo hreyknir af, blakti yfir blessaðri Kaliforníu okkar. Forvitni og snuður-þrá rak þessa æfin- týra-seggi svo langt suður á bóginn, að þeir rákust á þetta litla þorp, sem þangað til hafði fengið að vera í friði. ,,Eg var ung þá, og þó að þér eigið bágt með að trúa því, senóra, þá var eg reglulega falleg. Af öllum stúlkunum, sem þvoðu lín á árbökkunum þarna, var eg léttstígust og með björtust augu. Orv- ar forfeðra minna með Indíánum voru ekki beinni, svo íturvaxin var eg, og eigi var fjaðurhamur hrafnsins tinnusvart- ari en hárið mitt. ,,Á þeim dögum átti eg marga unnusta, en eg leit að eins hýrt til eins þeirra, hans José Martinez, en í æðum hans rann göfg- asta blóð ættjarðarinnar. Margir undr- uðust, að hann skyldi lúta svo lágt að tjá ástir sínar stúlku, er á degi hverjum stóð við línþvott á árbakkanum. „Gitting átti að fara fram að hausti og José ætlaði að fara með mig út á stóra nautabúið hans föður síns hinum megin við Paso de los Robles. En um mið- sumars-leytið, þegar dagarnir eru bjart- astir og dýrlegastir, kom ókunnur maður til Monclova. Hann hét Tómas Perkins og var frá fjarlægu landi, sem kallað var Missouri. ,,Með komu hans var eins og alt breyttist. Eg veit ekki hvernig það gekk til, en hann varð unnustinn minn. Því fas hans var ólíkt öllum háttum karl- manna hér á fósturjörð minni. Hann flutti mér enga söngva í tungsljósinu og ekki stóð hann heldur og einblíndi lengi á gluggann minn, eins og siður er ungra, ástfanginna manna með oss. Hann var eigi stöðugt að vinna mér trúnaðar eiða, en—hann borgafti mér vel fyrir þvottinn á skyrtunum sínum. ,,Að eins eitt hinna mörgu gælu-nafna, sem æskumenn vorir velja unnustum sín- um, lærði Ameríkumaður þessi, og það var þetta, sem stákaúrþvættin hrópuðu eftir mér í kveld, Bonita Estrella. Því nafni nefndi hann mig oft og gjörði mig glaða og hróðuga. Dag einn sagði hann við mig: ,Bernarda, næstu viku ætla eg að haldá heim aftur til gamla Miss- ouri. Eigum við ekki að giftast og svo fer þú með mér? Hvað segir þú?‘ “Eg leit niður á stuttapilsið mitt og kýrleður- skóna, og svaraði:1 Eg get ekki látið sjá mig í þessum görmum hjá fólkinu þínu.‘ ,,‘Auðvitað ekki’, svaraði hann, ,en á morgun ætlar konan hans Rogers að fara til Monterey, og eg skal láta hana koma með fegursta búninginn handa þér, sem þar er hægt að kaupa. Hún kemur aftur á mánudagsmorguninn og svo lát- um við gamla prestinn þinn gefa okkur saman sama kveldið. Daginn eftir leggj- um við af stað til Missouri. Eg er ekki óhræddur um, að þar kunni að vera stúlka, sem verðar nógu reið til að reita af sér hárið, þegar hún sér hana Bonita Estrella. Alt þetta talaði senor Perkins með einkennilegum hættiættjarðar sinnar. Hann blístraði, þegar hann gekk frá mér. ,,Kveld þetta gekk eg gegn um olíu- viðar lundinn < hjá Mission', þar hitti eg José Martinez. Eg ætlaði að ganga fram hjá honum með kulda og þögn, en hann gekk í veg fyrir mig og sagði: Því ert þú svo vond við mig, Bernarda mín?‘ ,,Eg svaraði: ,egerekki lengur Bern- arda þín. Eg er Bonita Estrella hans senor Perkins,’ og. svo gekk eg hróðug frá honum. ,,Næsta þriðjudag, um miðjan dag, fór eg heim til senóra Rogers; hún sagði við mig:‘ Perkins er heimskingi. Eg skal hjálpa þér í þessar fatatuskur og svo getur þú farið ofan að lækjarbugðunni og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.