Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 16
BREIÐABLIK 176 taka út. Heilar píslar-aldir, Senora mia\ Þegar Júanita kom aftur, skreið eg þar aö, sem árbug'ðan er mest, og skifti um amerísku fötin, sem eg þoldi ekki viS í, og fór í rúmu og voðfeldu fötin, sem eg sjálf átti. ,,Þegar eg var að losa óhræsis hár- nálarnar úr hári mínu, gekk senór Per- kins fram fyrir mig, og þegar eg sagði honum, að eg ætlaði ekki að fara til Missouri vegna hárnálanna, bolsins og þröngu, tá-kreppu-skónna ; — þegar eg með fyrirlitning sparkaði í dýru fötin, sem hann hafði gefið mér, tók hann ekki að hella bituryrðum yfir mig,eins og ung- um mönnum í þessu landi myndi hafa orðið. Nei. Hann hlýddi sögu minni. Hann virti fyrir sér visnu tærnar á mér, og svo, senóra, hló hann lengi og d tt. ,,Svo mikil kæti greip hann, að hann veltist um á jörðunni af háltri. Já, senóra, án þess að hirða um kaktus og blómvið, veltist hann um hvað eftir annað. ,,Loks stóð hann á fætur, þerraði kát- ínu-tárin af kinnum sér og sagði: ,Far þú nú hoppandi !‘ Hvernig stendur ann- ars á því, senóra, að þessir Ameríkumenn nefna aldrei nafn heilagrar guðs móður, eða annarra heilagra manna; en þeir tala um að hoppa eða láta aðra hoppa. ,,‘Þetta eru timburmenn eftir ástar- vímuna, Bonita Estrella11 sagði senor Perkins. Og er hann gekk heimleiðis til bæjarins með hendur í vösum og hatt- inn í hnakka, hevrði eg hvernig hann blístraði. ,,Þetta kveld gekk eg aftur gegn um olíuviðar lundinn við Mission,og aftur mætti eg José. Hann hefði gengið fram hjá mér, án þess að segja nokkurt orð. En eg kastaði mér í faðm hans og hrópaði: ,Tala þú við mig. Það er eg, Bernarda þín! ‘ ,,José svaraði mér byrstur: ,Ereg sá músar-fálki, að eg fari að fita mig á leyf- um stéttu-úlfsins? Ætti eg, José Mar- tinez, að þrýsta því að hjarta mér, sem Ameríkumaðurinn hefir varpað frá sér. Þú ert ekki lengur Bernarda mín. Þú ert Bónita Estrella hans senor Perkins. Hefir þú ekki sagt mér það sjálf?‘ Og hann hratt mér hranalega frá sér. Þá var það, senóra, að hjartað brast mér í brjósti. José giftist Júanitu,-—Júanitu, semdans- að hetði á steikarristum vors heilaga Lárenziuss, til þess að eignast amerískan unnusta. Þau búa á stórri nautajörð og eiga marga sonu og dætur. Júanita er orðin skelfing holdug og upp með sér. Rykið af vagnhjólum hennar gusast oft á mig, þegar eg kem úr þvotti eða fer til þvotta. ,,Senor Perkins hvarf til Missouri og eg hefi ekki séð hann síðan. En eftir það forðuðust unnustarnir mig, sem eitt sinn rifust út af einu brosi frá mér. Því, eins og þér vitið, senóra, er því svo farið með þjóð vorri, að þó göfug afreksverk gleymist fljótt, geymast heimskupör í endurminningu og verða að erfisögn, er gengur frá manni til manns. ,,Stráka-óhræsin, sem í kveld hafa hrópað á eftir mér, tilheyra þriðju kyn- slóðinni, eftir að eg varð sek í þessari heimsku ; þó þekkja þeir æfintýr mitt og sýna mér fyrirlitning. ,,Nú er orðið framorðið, senóra, og kominn svali í loftið. Með yðar leyfi ætla eg nú að tína upp fáeina steina og fara“. Eg stóð á fætur og bar nýþvegnu föt- in inn í húsið. Klukkan varorðin tíu, en það var seinna en við vorum vön að hátta. Því Monclova-fólkið tekur snemma á sig náðir, af því ekkert betra verkefni er fyrir höndum. Þegar eg hleypti niður gluggablæþunum, heyrði eg aftur hásu raddirnar orga. Stráka-úrþvættin voru komin út úr fylgsninu og voru nú á harða- hlaupum á eftir reiða kerlingargarmin- um. ,,Kí, jí! Bonita Estrella!“ hrópuðu óhræsin og ,,fagra stjarnan“ svaraði með grjóthríð og örgum illyrðum, Vissulega: ,,Það voru timburmenn eftir ástar- vímuna. “ BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning:. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 25C Spence Strreet, Winnipegf. Telephone 6345. Ólafur S. Thorgeirsson, útpefandi. Heimih og afgfreiðslustofa hlaðs- ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg-, Canada. Telephone 4342. Verð: Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.