Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 1
BREIDABLIK.
Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
II. Ar.
MAI 1908.
Nr. 12.
SANNUR MADUR.
OREGSMENN
hafa gefið löndum
sínum í Vestur-
heimi myndastyttu
skáldsins Werge-
land að heiðursgjöf,— eins ágæt-
asta hugsjónaskálds, sem uppi
hefir verið með þjóðinni. Hefir
hún verið reist í borg þeirri í
Bandaríkjum, þar sem Norðmenn
eru einna fjölmennastir. Tveir
menn voru sendir vestur að af-
henda gjöfina. Annar þeirra helzti
biskup landsins, dr. Bang.
Þegar afhendingarathöfnin fór
fram, steig hann upp í ræðustól-
inn, benti á myndina hjúpaða
frammi fyrir mannfjöldanum og
sagði:
,,Þetta er maður!"
Svo var hjúpurinn látinn falla.
Það, sem vér þráum heitast að
fá að líta og dáum mest, er vér
komum auga á, er — maður, sann-
ur maður.
Hvernig er sá maður í hátt ?
Fáeina af kostum hans og lvnd-
iseinkunnum skulum vér nefna.
Hann elskar sannleikann, lætur
sér ant um hann og" lýtur valdi
hans. Lætur hann leiða sigf og
o o
lýsa sér og fylgh' boði hans og
bending, hve brött sem leiðin er.
Leggur í sölur líf óg krafta, heilsu
og velferð, völd og vinfengi.
Sannleikselskur maður er um leið
trúaður maður'. Því sannleikur-
inn er guð og guð er sannleikur-
inn. Hann er einlægur í trú sinni,
en aldrei hræsnari. Hún er hjart-
slátturinn í lífi hans.
Sannleikselskur maður er um
leið frjálslyndur maður í orðsins
veglegastaskilningi;sannleikurinn
gjörir hvern þann frjálsan, er hon-
um gengur á vald. Sannleiksást
manna má mæla með frjálslyndi