Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 1
BREÍ ÐABLIK. Mánaöarrit til stuðnings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ár. MAI 190 8. Nr. 12. SANNUR MADUR. OREGSMENN hafa g'efið löndum sínum í Vestur- heimi myndastyttu skáldsins Werge- land að heiðursgjöf,— eins ágæt- asta hugfsjónaskálds, sem uppi hefir verið með þjóðinni. Hefir hún verið reist í borg- þeirri í Bandaríkjum, þar sem Norðmenn eru einna fjölmennastir. Tveir menn voru sendir vestur að af- henda gjöfina. Annar þeirra helzti biskup landsins, dr. Bang. Þegar afhendingarathöfnin fór fram, steig hann upp í ræðustól- inn, benti á myndina hjúpaða frammi fyrir mannfjöldanum og sagði: ,,Þetta er maður!“ Svo var hjúpurinn látinn falla. Það, sem vér þráum heitast að fá að líta og dáum mest, er vér komum auga á, er — maður, sann- ur maður. Hvernig er sá maður í hátt ? Fáeina af kostum hans og lvnd- iseinkunnum skulum vér nefna. Hann elskar sannleikann, lætur sér ant um hann og lýtur valdi hans. Lætur hann leiða sig og lýsa sér og fylgir boði hans og bending, hve brött sem leiðin er. Leggur í sölur líf óg krafta, heilsu og velferð, völd og vinfengi. Sannleikselskur maður er um leið trúaður maður. Því sannleikur- inn er guð og guð er sannleikur- inn. Hann er einlægur í trú sinni, en aldrei hræsnari. Hún er hjart- slátturinn í lífi hans. Sannleikselskur maður er um leið frjálslyndur maður í orðsins veglegastaskilningijsannleikurin n gjörir hvern þann frjálsan, er hon- um gengur á vald. Sannleiksást manna má mæla með frjálslyndi

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.