Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 2
178 BREIÐABLIK þeirra,— trú þeirra á almætti hans og sig'ursæld. Það er hitamælir- inn ogfsýnir stigafjöldann. Slíkur maður verður ekki vond- ur út af ágreiningi um nokkurt at- riði lífsskoðunar sinnar. Þann ágreiningf álítur hann sjálfsagðan. Að setja bönd og hömlur á menn í þjónustu sannleikans sé fásinna. Hann verði sigursælastur þá, er hverjum sé heimilt að flytja hugs- anir sínar og skoðanir fyrir öðr- um tálmanalaust. Skoðanafrelsi og kenningarfrelsi fyrir alla, leikmanninn, kennarann og klerkinn, ætti að vera sjálfsögð einkaréttindimeð hverri sannment- aðri þjóð. Guði er engin þægð í, að honum sé þjónað í hafti. Heilög skylda hvers manns að segja það, sem hann veit í dag sannast og réttast. Öðru má hann aldrei lofa,— annað aldrei gjöra. Sannleikanum verður alt annað til háðungar og—sannleiks- þjónunum líka. Fagnaðarboð- skapnum er með því breytt í lög- málsbölvan. Sönnum manni er kærleikurinn æðsta lögmálið. Hann er um- burðarlyndur og þolir alt. Elur ekki úlfinn og apann og tígrisdýr- ið í manneðlinu með því að beita brögðum þeirra. Skilur, að mannfélagsmeinin eru öll af því runnin, að þau eru látin leika þar lausum hala, þessi dýr. Mein mannanna ganga honum til hjarta og mál lítilmagnans og umkomu- leysingjans telur ham>sér skylt að flytja. Þegar ólíkar skoðanir eru á ferð- um, fer hann eigi með tortrygg- ingar og hnekkir ekki orðstír né mannorði. Hann leitast við að skilja það sannleiksatriði, sem hver skoðan hefir til brunns að bera, og kannast við það. Bræðralag mannanna er honum heilög hugsan. Hann veit, að inst í hjarta þrá allir hið sama. Hann er eigi hefnigjarn og forðast að blása að eldi úlfúðar og óvin- áttu. Eftir eðli sínu er mannssálin þekkingarþyrst. Hún er víðsýn og skimar í allar áttir eftir þekk- ing og Ijósi. Þegar hún er þröng- sýn og ljósfælin, hefir hún ratað út á villigötur. Sannur maður óttast aldrei þekkinguna. Dyr hans eru galopnar hverjum gesti, sem að g-arði kemur op- hefir ein- hverjar fréttir að flytja af sann- leiksleit mannanna. Hugur hans er ljóselskur, en eigi ljós- fælinn. Hleypidómar og hindur- vitni eru honum andstygð. Hann leitast við, eftir föngum, að afla sér eins fullkominnar þekkingar í öllum efnum og samtíð hans hefir á boðstólum. Fyrir hugsunum og lífs-skoðun- um feðra sinna ber hann lotningu. Samt veltir hann þeim fyrir sér og rannsakar, svo arfurinn verði hon- um lifandi fjársjóður, en ekki dauður. Hann setur hann á vöxtu og samþýðir hann hugsunum

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.