Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 4
i8o B R E I Ð A BL I K Óttinn fyrir því,að baráttan og'deilurn- ar og flokksfylgiö væri að auka óvild og úlfúð með þjóð vorri var ofarlega í hjarta, er erindin í Vafurlogum voru ritin. Þau eru nú orðin tveggja-þriggja ára gömul, sum eldri. Það bar ef til vill meir á þessu þá en nú. En er það eigi einlægt á ferðum ? Hver dirfist að setja upp spekingssvip og segja: Hér erhvorki úlfúð né refsurð; hér er bræðralagið í bezta gengi ! Eigi veldur sá, er varar. Bókin leitaðist við að miana þá kyn- slóð, sem nú er uppi á þessum baráttu- tímum, á þetta: Gleymið ekki að berjast eins og góðir drengir. Þeim farnast bezt í baráttunni, sem bezt vald hefir yfir sjálfum sér—yfir lund sinni; beitir aldrei ódrengskapar-brögðum,—forðast að særa og meiða að óþörfu—hvggur ekki til hefnda fyrir hverja mótgjörð—seilist ekki út á vegginn eftir örinni. Rauði þráður bókarinnar var þetta : Drengskapurinn má ekki gleymast í bar- áttunni. Hún má eigi lenda í grjótkasti, hávaða,ókvæðisorðum,trúvillinga-ofsókn- um,né mannorðs vígaferlum.Látum hvern mann muna, í hvaða flokki sem hann stendur, að vér erum allir bræður, þrátt fyrir allan skoðanamun ! Þetta er hér tekið fram vegna þess, að nýlega hefir bókarinnar verið minst(sbr. ísafold 15. april þ. á) og einmitt bent á þetta, sem vera átti kjarni hennar. Og er höf. þakklátur fyrir það En þó það sé gjört vingjarnlega mjög og af góðum hug, er það þó bygt á nokkurum misskilningi, sem ekki ætti að festa rætur. Aðalefni bókarinnar er þar látið felast í tveim orðum: Hógværð, góðmenska. Bæði eru orðin fögur, svo það er nærri synd að hafa móti þeim. Misskilningur- inn liggur eigi heldur svo mjög í þessum fögru og veglegu hugtökum. Hann er fólginn í því, að bókin haldi því fram, að baráttan eigi að hætta og hverfa og í stað hennar að koma: Hógværð, góð- menska. Því hefir höf. hennar aldrei haldið fram, að baráttan ætti að hætta og logn og svefn góðmensku og hógværðar að koma í stað- inn. Hann hefir hvorki með þessari bók, né nokkuru öðru, sem hann hefir ritað, gefið réttdæmum mönnnm tilefni til að líta svo á. Hitt skal hann kannast við sem hugsjón sína og bókarinnar : í baráttunni, jafn- vel þegar hún er hörðust, að sýna hvort- tveggja : Hógvæð, góðmensku. Vitaskuld er síðara orðið misskilningi undirorpið. Góðmenska er svo oft látið jafngilda meinleysi. En meinleysið er engin dygð og það er langt frá bókinni og höfundi hennar að hafa það í hávegum. Hitt er dygð, eiti sú allra-stærsta, að vera géfour maiSur. Á þá dygð reynir meira í baráttunni við menn og málefni en nokkura aðra. En úrslit baráttunnar og ávinningur fer þá líka lang-mest eftir því, hvort góðir menn hafa verið þar við að eigast eða ekki. Ef vér nefnum þessa góðmensku drenglyndi, skilst betur, hvað við er átt. Drenglyndi er fornt hugtak. En það hefir lifað svo lengi í kristnum sið, að það ætti nú að fela í sér alla hugmyndina um göfgi manneðlisins,—hóg værðina líka. Höfundur Va/urloga er ekki ánægður fyrr en bók hans er skilin svo, að þettasé rauði þráðurinn : Drenglyndi í barátt- unni ! Hvar og hve nær sem einhverjum tekst að sýna það til fulls, verður sagt: ’Þar er vel kristinn maður. Kristindómurinn er meira en fagrar öfgar. ‘ Einmitt í baráttunni opinberaði meistari mannanna dýró sína. Látum baráttuna vera eins ákafa og verkast vill. En látum hana vera ‘fagran leik,’ en ekki ófagran. Ódrengskap, hefndarhug, óvild, mannorðsrán, launvíg, tortryggingar ætti hver góður maður að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.