Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 181 kveöa niður í íslenzku þjóðlífi af öllum mætti, hvar sem það birtist. Sá var aðal-tilgfangmr Vafurlogfa. Það kann að hafa tekist miður en skyldi. En óþarft var það ekki, og furða, að nokkur gfóður maður skyldi hafa ímugust á. Vera má, að þjóðlífsbaráttan eig'i fyrir höndum að harðna. Ef til vill eru það út- varðarskilmingar einar, er vér höfum enn séð. Um glæsilegan sigur er hégómlegt að tala. Hann er vanalega lengi á leið- inni. Einn sáir og annar uppsker. En drenglyndið er sjálft sigur. Sá stærsti, sem unt er að vinna. Ymsum nægir það ekki. Þeir ætla að koma meira til leiðar á annan hátt. Ber- serkir vilja þeir vera og með berserks- gangi ætla þeir að koma öllu til leiðar. Svo tala þeir lítilsvirðingar-orðum til allra, sem hvorki vilja vera berserkir, né ganga berserksgang. Jafnvel í fornöld voru berserkir ekki í miklum metum. Orðstír þeirra var fremur lélegur. Misjafnlega vildi það gefast, er þeir voru leigðir til liðveizlu. Gæfulitlar voru oftast hamfarir þeirra. Og svo virðist það enn. Það er oftast meiri styrkur í hógvæð en hamförum. Dæmisagan um faríseann og tollheimtu- manninn hreinsaði musterið betur en svipan. Til er heilmikið af háværum, herskáum kristindómi, sem reka vill kylfu rétttrún- aðarins í koll öllum þeim, er eigi hugsa eins og áður hefir verið hugsað, í öllum efnum, og er með hana stöðugt á ferðum. Á þeimberserksgangi ber nú meir og meir í þjóðlífi voru. Er hann til góðseðaekki? Býr gæfa og sigur undir þeim höggum ? Alt þetta eru hugsanir, sem umrædd bók bendir á. Eru þær óþarfar? Ætti þær ekkert bergmál að eiga í hjörtum rétthugsandi manna? Skyldi eigi sá maður, sem þetta sinn hefir andaíft þeim, vera þeim samþykkur í hjarta, er hann hugsar sig betur um ? ÞEIRRA VAR SÖKIN MEST. Eftir síra Jón Helgason. ^*OK Pílatusar var mikil, sök borgar- múgsins var og mikil, en mest var þó sök prestahöfðingjanna og hinna skrift- lærðu. Því segir og Jesús við Pílatus: ,,Sá er enn sekari sem ofurseldi mig þér. “ Bak við þenna átakanlega harmleik, sem lauk með því,að hið bezta, hreinasta og fullkomnasta mannslíf, sem lifað hefir verið á þessari jörð, sloknar á kvalakrossi, stóðu hinir andlegu leiðtogar lýðsins, prestarnir og hinir skriflærðu,þ. e. helztu guðfræðingar þjóðarinnar. Veirra var sökin mest. Þetta er ef til vill lang-átakanlegasta atriðið í píslarsögu frelsara vors, að ein- mitt þeir mennirnir, sem sízt het'ði mátt ætla slíkt, mennirnir, sem höfðu daglega umgengni sína í musterinu, tóku daglega þátt í bænahaldinu, uppbvgðu daglega sjálfa sig og aðra með orði guðs, voru daglega önnurn kafnir af íhugan hinna helgustu og dýrmætustu málefna þjóðar sinnar og voru því af almenningi álitnir meðal hinna ágætustu og eftirbreytnis- verðustu manna þjóðarinnar — einmitt þessir menn verða valdir að kvölum og krossdauða frelsarans. Rétt álitið hefði mátt orða lið trúarjátn- ingarinnar á þessa leið : ,,Píndur undir Pontíusi Pílatusi að tilhlutan helztu guðfræðinga þjóðar sinnar!“ Því þeirra var sökin mest. Það voru hinir réttrúuðu guðfræðingar Gyðinganna, mennirnir, sem kunnu lögmálið og spámennina upp á sína tíu fingur og heimtuðu bókstaflega hlýðni við hvert orð þess, er frá upphafi rísa gegn Jesú, tala illa um hann, reyna að gera hann tortryggilegan í augum lýðsins, ofsækja hann á alla vegu og linna ekki látum fyrri en þeir hafa tekið hann hönduni og framselt hann bundinn í hendur Pílatusi. Það voru þeir, sem þar bera lognar sakir á hann og æsa múginn

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.