Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 7
B R E I Ð A B L'I K 183 erindi hans, gegn sannleikanum ! Þeir hugðust vera meðhaldsmenn Jesú, en reyndust mótstöðumenn hans.— — Jesús á enn í dag fjölda mótstöðumanna ein- mitt meðal vina sinna. Hvernig má það ske ? Hvernig getur vinur Jesú jafnframt verið andstæðingur hans. Hann getur það á sama hátt og höfufprestar Gyðing- anna forðum daga, sem vildu vera vinir guðs, en voru andstæðingar hans. Hann getur orðið það, ef hann gleymir því eða hefir ekki öðlast skilning á því, sem er aðal-atriðið í trúarbrögðunum í kristin- dóminum, í allri sannri guðrækni. Þetta aðal-atriði er kœrleikurinn, — kærleikurinn til guðs og manna. Oll guð- rækni og ytri guðsdýrkan, öll ytri hlýðni við boðorð og lagasetninga, er einkisviði, ef kærleikann vantar. Þetta skildi Páll postuli— og þetta þurfum vér öll að skilja. Heyrum hvað postulinn segir : ,Þótt eg talaði tungum manna ogengla, eti hefði ekki kærleika, yrði eg hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt eg hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndar- dórria og ætti alla þekkinguna og þótt eg hefð’. alla trúna, svo að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri eg ekki neitt. Og þótt eg deildi út öllum eigum mínum,og þótt eg framseldi líkama minn, til þess að eg yrði brendur, en hefði ekki kærleika, væri það mér gagnslaust, (1. Kor. 13,1—3). Kœrleikurinn er alt í kristindóminum— þess vegna er hann réttnefndur kærleik- ans átrúnaður. Hann er ekki, eins og eg nýlega heyrði haldið fram, að eins brot af sannleikanum, seni því margur skeri sig á,—heldur er hann þar alt. Án kærleik- ans verður kristindómur vor aldrei að eilífu satinur kristindómur og án hans fáum vér aldrei öðlast skilning á Jesú, lífi hans og starfi. Jesús Kristur og trú- arbrögð hans eiga ekki og hafa aldrei átt neina andstæðinga skæðari en kærleiks- lausa trúrækni, eða trúræknián kærleika. Kærleikslausir trúmenn hafa á öllum títn- um verið valdir að því, að Jesús Kristur var framseldur svo að hann yrði kross- festur. Svo var það á Gyðingalandi forðum. Svo er það enn í dag. Guð varðveiti oss frá að lenda í hóp slíkra manna! ,,Nýtt Kirkjublað. “ ÁGÆT FRAMMISTAÐA. T^ÆSTIR láta sér að líkindum til hug- ar koma, að háskólaprófin hér í Manitóba sé nú hin síðari ár einn merki- legasti atburður í lífi Vestur-íslendinga. Þó er það svo í raun og vertt. Samkepni íslendingsins við innlenda menn í tor- veldustu efnum kemur hvergi greinilegar í ljós. Hérlent fó’.k veitir því líka fult eins tnikla eftirtekt og vér, að íslending- urinn ber ægishjálm af öðrum í þeirri samkepni. Tveir námsmenn báru af öllum öðrum við þessi síðustu próf og voru báðir íslendingar : Skúli Johnson og Joseph Thorson, sonur Stefáns Thorson, alkunns gáfumanns hér í VVinnipeg. Báðir voru í annarri deild skólans, tóku próf í ellefu námsgreinum, fengu 1. ágætiseinkunn (iA) í tíu, en 1. einkunn (íB)íeinni, hvor um sig. Það er ekki illa að verið. Auk þess fekk hvor þeirra 60 doll. verðl. í peningum og heiðurs viðurkenningu í mörgttm greinum. í fyrstu deild skólans bar Walter Lindal af öllum öflrum og var sá eini, sem öðlaðist 1. ágætiseinkunn. Fyrir próf í latínu og stærðfræði fekk hann 60 doll. verðlaun og heiðurs viður- kenningu fvrir próf í öðrum greinum. Auk námsins hafði hann orðið að vinna fyrir sér um skólatímann, var í skuld í byjan skólaárs, en skuldlaus við endi þess. Salóme Halldórsson í annarri deild fekk 40 doll. verðlaun i penirgum fvrir próf í þýzku og heiðurs viðurkenn-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.