Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK * A • e- Lesbók handa börnum og ungling-um. I. Guðmundur Finnbogason, Jóhannes Sigfússon, Þór- hallur Bjarnarson gfáfu útað tilhlutun landstjórnar- innar. Reykjavík 1907. A kostnað „Unga Islands“. Bls. 160. Þetta er eiguleg' bók og mun flestum skynbærum mönnum betur á bana lítast en flestar lesbækur aðrar, er \ ér höfum eignast. Efniö er fjölbreytt, sérlega skemtilegt, og mest af því viö barnahæfi. Hér myndi bókin þykja nokkuð þung til aö vera i. lesbók barna; reynslan verður að líkindum sú. Hún er ágæt fyrir 12 ára börn og eldri, nokkuð þung fvrir 10 ára, of þung 8 ára, eftir því sem alment gjörist. Hve margar slíkar lesbækur útgef. hugsa sér handa barnaskólanum vitunr vér ekki, og fer þetta nokkuð eftir því; af formálanum má helzt ráða, að þær eigi að verða þrjár, tíu arkir hver. Furða, að þær skuli ætlaðar jafn-stórar. Víðast stækka þær eftir aldri og efni, og myndi þá þessi lesbók talin óþarflega stór fyrir lægsta aldur-stig. En aðal-atriðið er, að efnið er sérlega vel valið,sögur og æfintýr, þulur og kvæði, alt skemtilegt og börnum hugðnæmt. Mikill ávinningur sjálfsagt, ' þegar framhaldið kemur. Bókin er með myndum. Sjálfar myndirnar virð- ast góðar; þær eru eftir Asgrím Jónsson, málara, en ekki eru þær eins vel prentað- ar og skyldi og bókinni eigi til mikillar prýði; pappír bókarinnar naumast nógu góður til þess myndir geti notið sín, þótt hann að öðru 1 eyrti sé óaðfinnanlegur; letr- ið ágætt. Bókin öll íslandi hinu unga til mikils sóma! 185 Hofmannaflöt. Mozarts. Eftir Fr. Hoffmann. Theódór Árna- son (þýddi fyrir ísl. æskulýð. 80 bls. \ Æfisögur merkra manna ávalt hugð- næmur lestur þeim, sem ungir eru, og gagnlegur að sama skapi, ef vel er geng- ið frá. Þessi æfisaga.er í eins konar skáld- sögumynd og skemtileg; bregður upp mynd af mönnum og tímurn, löngu liðn- urn, sem öllum ætti að vera kært að kynn- ast, — mynd tónsnillingsins fræga ekki sízt; um hann ættu allir eitthvað að vita. Söngvar. Samanteknir af Siyfúsi Einarssyni. Barna- bók ung-a Islands. III. Rvík 1907. 32 bls. í litlu broti. ¥ Þetta ér dálítil nótnabók, sem ungu fólki vestan hafs eigi síður en austan ætti aö vera aufúsugestur. Hér eru 24 lög við algeng ísl. kvæði, einmitt þau, sem oftast eru sungin og allir vilja kunna, bæði lög og texta: 1. Eldgamla ísafold, 2.Fögur er vor fósturjörð, 3. Þú vorgyðja svífur, 4. Eg elska yður þér íslandsfjöll, 5. Þið þekkið fold með blíðri brá, 6. Heyr- ið vella á heiðum hveri, 7. Þú bláfjalla- geimur, 8. Frjálst er í fjallasal, 9. Æsk- an, 10. Nú er vetur úr bæ, 11. Vorvísur 12. N.ú er sumar, 13. A Sprengisandi, 14. Stóð eg úti í tunglsljósi, 15. Svít'ur að haustið, 16. Nú blikar við sólarlag, 17. Til tunglsins, 18. Blysfarardans, 19. Sjó- mannasöngur, 20. Sprettur, 21. Barma- hlíð, 22. Smaladrengurinn, 23. Island,24. íslandsljóð. Síðast tveir hringleikar: 1. Tveir um einn, 2. Pétur Mangi hefir bót- að oss. Kver þetta getur naumast kost- að meir en 20—30 cts. og ætti að vera í allra söng-elskra unglinga höndum. Und- irspil vantar.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.