Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 187 Anders Hovden, norskt skáld og íslands- vin, hljóðar svo: Lát, Island, atalt rísa þinn unga fána hátt, sem svanvæng Ijósan lýsa við lagardjúpið blátt. Þín börn um heiminn hafa svo helga borið glóð, að sú er sjálfsögð krafa að sjálfráð verði þjóð. Lát sæblátt mæna merki og mjallhvítt yfir flóð og krefst í vilja ogf verki að verða alfrjáls þjóð. Hún flýði í fjallvernd þína hin forna landnáms þjóð. Lát frelsisfánann skína sem forna mannvits-glóð. SÓLLAUKUR. (,,Anemone“) I sólskinsblett’ á hæsta hól Sem hallaðist að aprílsól, Sem fvrsta viðbragð vorgróðans: Úr visnan yddi á græn-koll hans! En flókahetta á höfði var, A heiðum röggvarfeld hann bar. Því svöl var fold og tjúkug-t loft, Og frostnæturnar langar oft. Og næðings kul blés illa um Hvern angurgapa á nærklæðum — En þó að tog hans þætti grátt Var þelið niðr'í: silki blátt. Hann hækkaði og hékk við völl, og hretin stóðst og lifði öll. A ,,sumardaginn fyrsta1, fyrst Hans flókagríma opnaðist. Þar stóð hann himinbogablár, I brekkunni með sólgylt hár ! Og skálin hans var gul sem gull, Af geislum sólar barmafull. Og blöðin ljósblá lyft og þönd Sem loftheiðríkja í bikars rönd. En undir börmum ýrði í rautt, Sem æðablóð þar glitti blautt. Æ, komdu sæll ! Eg syng um þig, Þú sumargjöf í ætt við mig, Sem sprettur upp og fellur fyrst, Sem fyrstur hefir átt og mist — Um vöggu og gröf hvers vökumanns Eg vefði þig í sveig og krans. 1908. Stephan G. Stephansson. LATI-BEPPÓ. Eftir HANS HOFFMANN. f J BUAR Capri-eyjareru ötult og iöiö fólk. t>að var engin furöa þó það kaliaði Beppó strákinn mestá letiblóð og ónytj- ung. í raun og veru var ómögulegt \ ið hann að tjónka. Foreldrar hans höföu reynt með öllu móti að halda honum til vinnu, en alt kom fyrir ekki. Þau höfðu látið hann hjálpa til í víngörðum og við olíuvið; hann hafði verið sendur til sjávar með fiskimönnum ; hann hafði borið grjót, en það var stúlkna vinna á Capri. í hvert skifti hafði hann verið sendur heim aftur eftir fáa daga með skömmum fyrir óumræðilega leti. Enginn vildi taka hann aftur, sem eitt sinn hafði haft hann. Foreldri hans, sem voru fátæk, höfðu engin önnur ráð, en láta hann bíta bitann með sér, þó lítill væri. Dag einn lá lati-Beppó í sólunni í nánd við gufuskipalendinguna, og sýndist sofa. I raun og veru var hann að njóta dag- drauma sinna með hálflokuð augu. það var gagnstætt lífsskoðan hans að nota frjálsræðistímana til svefns, af þeirri ein- földu ástæðu, að þá glataði hann fullri meðvitund um sitt indæla iðjuleysi. Gufuskip var nýlega lent og farþegarn- ir voru að stiga á land. Drengsnáðar, kvenfólk og karlmenn þrengdu sér utan að þeim í óskaplega bendu; menn hljóðuðu, hrundu og stjökuðu. Þér hefði getað til hugar komið, að þetta ókunna fólk,alveg nýkomið,væri fallið í ræningja hendur,sem hefði rán og gripdeildir í huga. í raun og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.