Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 16
192 BREIÐABLIK Alt í einu reis hann upp úr stólnum ogf lagöi spurningu eina fyrir prestinn og borgarstjórann meö hárri röddu og hátíölegri. Hann spurði, hvort Giulianó og Concetta væri nú maöur ogf kona sam- kvæmt lögum ríkis og kirkju og hvort þau væri bundin hvort öðru óleysandi böndum og óslítandi. Yfirvöldin svöruðu bæði játandi, hátíð- lega og hiklaust, en hristu þó höfuð sín um leið yfir spurningunni. Þá bar Beppó fram aðra spurningu enn þá fáránlegri — hvort glæpamenn væri látnir vinna í dýblissum og á galeiðum. Þessu var líka svarað játandi ; glæpa- mönnum væri stranglega haldið til vinnu. Beppó brosti hrekkjalega, en þó ofur- lítið raunalega um leið ; hann sneri sér að borgarstjóranum og flutti lengri ræðu en nokkuru sinni áður á æfi sinni. ,,Þar sem eigi má hagga giftingu þess- ari, skal eg játa alt, sem eg hefi að játa. Dómari góður, eg gjöri þá játningu fyrir yður, að það var eg og enginn annar, sem stal peningunum frá gamla nirflinum hérna, svo að Concetta systir mín gæti fengið að eiga Giulianó. Eg fór með peningana til Neapel og þaðan flutti eg þá hingað eins og arf eftir föðursystur mína. Nú getur karlinn fengið fé sitt aftur, því nú getur hann eigi látið Con- cettu frá sér. Og verði eg látinn fara í fangelsi, dómari góður, vildi eg helzt fara í betrunarhúsið á Nisida-eynni, því þaðan get eg séð til Capri“. Þegar hér var komið, rétti hann fram hendur sínar, eins og byggist hann við handjárnum þegar í stað, og brast í grát. Boðsgestirnir komust allir í uppnám; þeir æptu, hljóðuðu og skömmuðust. Beppó einn var grafkyr. Það var eigi unt að gjöra við því. Borg- arstjórinn varð að láta taka hann fastan, þó honum væri þvert um geð, og fá hann réttvísinni í hendur. En hann huggaði ættingja glæpamannsins eins og bezt hann mátti, einkum Concettu, sem ekki éð sér af harmi. Vitaskuld, það mætti til með að hegna Beppó, sagði hann, því lögum verður að hlýða, hvað sem annars er. Þjófnaður er þjófnaður og innbrotsþjófnaður er versta tegund gripdeilda. En hegningin myndi ekki verða sérlega þung, því kviðdóm- endur væri menn, sem faka myndi hvðt- ina til illverknaðarins til greina. Borg- arstjórinn skyldi hafa öll þau áhrif, er hann gæti, Beppó til líknar, og sama myndi presturinn gjöra. Auk þess, hve langur sem hegningar- tíminn yrði, væri ávalt hægt að fá kon- unginn til að náða menn, og myndi hegn- ingartíminn með því móti styttur svo, að hann yrði honum að eins nauðsynleg við- vörun og kendi honum að vinna. Þessi orð borgarstjórans urðu öllum til mikils hugarléttis. Þegar bandinginn var leiddur niður að bátnum, sem átti að flytja hann til meginlands, þar sem hann átti að bíða rannsóknar, fyltist faðir hans samt sem áður bræði og hugarkvöl og æpti með ákafa: ,,Ó Beppó, þú hefir þá líka breitt þessa minkun yfir okkur!“ En Beppó var rólegur, brosti að eins góðlátlega og sagði: „Berið fögru,bjarthærðu hefðarfrúnni, sem heima á í Pagan-gistihúsinu, kveð- ju mína. Eg segi ykkur satt, þið eigið henni mikið að þakka. “ Um leið sá hann systur sína falla á kné á ströndinni og bylja fagra andlitið í hönd- um sínum. En Giulianó reisti hana á fætur, dró hána að brjósti sér, og þar lá hún með höfuðið eins lengi og Beppó gat séð greinilega. Svo teygði hann úr sér á bátsbotninum, horfði dreymandi augum upp í himinblámann og af öllu hjarta og allri sálu drakk hann í sig síðasta sinni eins og frjáls maður nautn hins indæla iðjuleysis—dolce far niente. BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning-. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 255 Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Ólafur S. Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs- ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.