Breiðablik - 01.06.1913, Page 12

Breiðablik - 01.06.1913, Page 12
BREIÐABLIK I 2 ogf af nokkurum andleg'um skyldmennum á ættjöröu vorri? Hér viröist mér stefn- an ha5t óvart lostið leyndarmáli sínu upp. Skyldi það ekki verða til þess að opna augu þeirra bræðra vorra á íslandi, sem blektir hafa verið með talinu um að halda fast við barnatrú sína? Nú sést það svo greinilega, við hvað er átt með þessu rugli um barnatrú. (Niðurlag næst) FORSETI KIRKJUFÉLAGSINS UM TRÚMÁLaHUGLEIÐINGAR PRÓF. J. H. að er svo að sjá sem forseti Kirkju- félagsins sé að þorna upp með að svara próf. Jóni Helgasyni. Hon- um hefir ekki litist á að halda lengra út í þá deilu. Hann sýnir þar meira vit og hygni, ea margur hefði mátt ætla hon- um, eftir þessum skrifum hans að dæma, og hefði verið allra hyggilegast af honum að fara aldrei af stað. Mér dettur í hug sagan af manninum, sem fór að halda ræðu frammi fyrir skólabörnum. Þegar hann var búinn að tala stundarkorn rak hann í vörðurnar og komst ekki lengra. Þá sagði eitt barnið, sem kendi í brjósti um hann: ,,Þegðu amen og þeþtu nið- ur“. Það er snjallasta ráðið, þegar svona er komið. Annars finst mér þessi síðari partur ritgerðar forsetans var helzt til þess hæfur að sýna manni fram á, að lengi getur vont versnað. ,,HugsanarugIing“ talaði hann um í fyrra partinum, nú eru það orðnir vanskapningar, eða orðrétt ,,vanhugsaðar og vanskapaðar ályktanir” hjá prof. Jóni; bágar voru röksemdir forsetans í fyrra partinum, nú sleppir hann þeim alveg. Hann se^ist sjá það fyrir, að áfram eigi að halda endalaust. Það er nú að vísu nokkuð djarflega ályktað, og ekki von, ur því að skoð- un forsetans var svona einkennileg, að hann nenti að vera um alla eilífð að svara próf. Jóni. En eg trúi því ekki fyr en í fulla hnefa, að hann hafi meint þessi orð í alvöru. Og þeir, sem alla tíð hafa látið svo, sem þeir þráðu að fá að vita, hverju nýja guðfræðin héldi fram í rauninni, ættu sízt af öllu að vera leiðir að lesa sem lengsta og ýtarlegasta skýrslu um það efni. Þeir hafa löngum heimtað að fá spilin á borðið. Þykir þeim nú nóg um, þegar þau koma? Er þeim nokkuð órótt? Það er leitt að ekki skali vera unt að svara þessari grein forsetans. En það er ómögulegt. Það er ómögulegt að svara því sem ekkert er. Eg vildi að einhver gæti bent mér á, hverju er að svara.. Hann ,,hleypur yfir alt“ nema eitt atriði, og hvað haldið þið að það sé? Auðvitað eldgamla, margþvælda tuggan um það, að nýja guðfræðin sé Unitarismus. Slíku er ómögulegt að svara Það hefir verið svo marg-hrakið Og það eitt ætti þó að vera nóg sönnun gegn því, að einmitt Unítörum, eftir því sem eg hefi heyrt, er manna verst við nýju guðfræðina. Og skyldu Unítarar t. d. vilja bera ábyrgð á trúmálahugleið- ingum próf. J. H., eða viðurkenna þær sem laukrétta framsetningu á sínum kenningum? En látum nú þetta vera; setjum svo að þetta sé nú eins og hver önuur meinloka, sem erfitt sé að losast við. En þá er annað atnði eftir, sem forsetanum hefir láðst að gera. Honum hefir alveg láðst að h r ek j a skoðun próf. J. H. Það er ekki nóg að segja endalaust að þetta og þetta sé únitarismus, það þarf að hrekja það. Hvers vegna tekur ekki háttvirtur forsetinn skoðun nýju guðfræðinnar á Jesú Kristi og sýnir fram á að hún sé röng, og setur fram hina réttu skoðun og sýnir yfirburði hennar? Þá hefði ver- ið einhverju að svara. Það má bezt sjá,hve þessi grein er út í hött á því,að mikill partur af henni er um

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.