Breiðablik - 01.11.1913, Síða 15

Breiðablik - 01.11.1913, Síða 15
BREIDABLIK 95 ,,Ekki getum vér búistvið a.ð þeim ósvífnu árásum linni, sem hatursmenn kirkjufélags vors hafa g’jört aó atvinnu sinni. En vér eftirlátum þeim orðið einum og getaþeír í heyranda hljóði haldið á- fram að tala við sjálfa sig, sem að undanförnu". Hrevstiyrði þessi varpa ljósi all-ein- kennilegu yiir frammistöðu t'orsetans og hugsunarhátt. Sjálfur hratt hann deil- um þessum af stað. ' Ollum er minnis- stæð hin hvefsna grein hans í Lögbergi 26. marz síðastliðið vor, sem hann nefnir: ,,Ut úr moldviðrinu“. Enginn maður hafði þá verið á hann að ráðast. Ekki heldur á Kirkjufélagið. Hann kyrjar þar upp, eins manns hljóði. Leitast hann við með mörgum fremur lúalegum ummælum að koma þeirri hugsan inn hjá lesendum sínum, að það sem aðrir en hann og Kirkjufélagið hugsi um trúar- efni, sé alt m o 1 d v i ð r i, en nú sé loks að færast út úr þessu moldviðri, því nú sé uppvíst orðið fyrir skarpskygni hans, að það sé alt únítara-trú og ekkert ann- að. Og þá þykir honum nóg sagt. Þá hrópar hann upp eins og æðsti prestur- inn forðum: ,,Hvað þurfum vér nú fram- ar vottanna við?“, án þess að styðja mál sitt nokkurum frekari röksemdum. Grein- arkorni þessu var svarað með ddítilli ritgerð með fyrirsögn : „Bjálkann fyrst, flísina svo“'L Þar var leitast við að sýna fram á, að ekki væri sérlega mikil ástæða til fyrir forsetann að tala um moldviðri hjá öðrum, því hans eigin guð- fræði væri all-áþreifanlega b}'sna mold- viðris-kend. Biðjum vér lesendur vora að bera greinar þessar saman og athuga, hver þeirra hafi betri sannanir við að styð- jast. Þá hófst forsetinn handa, og tók að rita gegn trúmálahugleiðingum Jóns Helgasonar prófessors, í ísafold,og þeytti lúðurinn af móði svo miklum, að þær greinar birtust fyrst í Sam. og síðan gleiðletraðar í Lögbergi. Hugleiðingar J. H. voru algerlega ádeilulausar, prúð- mannlegt innlegg í alvarlegt mál. En í svari sínu þóknaðist forsetanum að skipa andmálsmanni sínum í hóp ,,miður vel innrættra unglinga“ og tala um van skapnað hugsana hans. Síra Magnús Jónsson svaraði þessum athugasemdum forsetans, sem fram komu áður en J. H. hafði birt helming máls síus, og viljum vér biðja lesendur að bera saman t ó n- i n n, er hvor þeirra talar í, og gera sér grein fyrir, hvor rithátturinn sé sæmi- legri. Svo réðst forsetinn fram á ritvöll- inn eitt sinn enn, er J. H. hatði lokið máli, með sléttmálli blekkingar-ritgerð í Lögbergi, er sanna átti, að annaðhvort hefði J. H. gert sjálfan sig að guði eða neitaö guðdómi Krists. Ritstjóri blaðs þessa svaraði greinarkorni þessu, að því er þetta eina atriði snerti, deginum ettir að það birtist, og var það svar prentað í Heimskr.i) 1). Nú svarar próf. J. H. enn rækilegar. Biðjum vér nú glögga og at- hugula lesendur að bera saman og vega í huga, hjá nverjum þessara málsaðilja, forsetanum eða andmálsmönnum hans, korni fram meiri þekking á máli því,sem um er að ræða, hvoru megin röksemdir sé sterkari og rithátturinn prúðmannlegri. Eg er óhræddur að leggja það mál í dóm þeirra, er blöðin lesa. Af því nú að forsetanum í þetta sinn var svarað og hann hefirall-sáratilfinningu af að • honum hafi verið varpað úr söðli í burtreiðinni, hreytir hann nú þessum hreystiyrðum út úr sér í Sam. Þeir sem hafa haft þá bíræfni að svara forsetanum upp á ósvífnar árásir hans, eru nú orðnir ,,hatursmenn kirkjufélags vors“, sem gjört hafa ,,ósvífnar árásir að atvinnu sinni“. Eins og kunnugt er, hefir bar- áttuaðferð forsetans og Kirkjufélagsins verið frá upphafi fólgin í tortrygg- i n g u m og ófrægingum, sem að mestu leyti hefir verið leitt hjá sér að svara. Þegar loks er tekið að svara og flett ofan af þekkingarleysinu og óh»ein- skilninni, er komið hefir fram af hálfu þeirra í deilumálum þessum, ber hann sig aumlega, kveinar undan „ósvifnum árásum“ og talar um þá óskapiegu hatursmenn, er Kirkjufélagið ofsæki ! Eg veit alls ekki til, að Kirkjufélagið eigi nokkura hatursmenn. Sé þeir til ein- hverir, hefir Kirkjufél. skapað þá sjálft og hefði sér einu um að kenna. En eg veit ekki annað en að menn vilji því yfirleitt vel, — alt hið bezta, — að það bæti ráð sitt í þeim hlutum, sem því hefir verið svo tilfinnanlega áfátt í, öðlist eitthvað af i) BreiSablik, apríl 1913. bls. 166—i72. 1) 4. sept. ,,Eitt vindhögg forsetans enn“.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.