Breiðablik - 01.11.1913, Síða 16

Breiðablik - 01.11.1913, Síða 16
9<5 BREIÐABLIK þeim kærleiksanda kristindómsins, er þaö nú brestur, sýni réttlæti meira, sanngirni og bróðurþel í garð þeirra, er ekki skýra kristindóminn algerlega á sömu lund,og haldi uppi kristilegri trúvörn á sæmilegri hátt en þaö hefir hingað til tíðkað. Þessi velvild kemur fram berum orðum í rit- gerð þeirri eftir próf. J. H. er vér nú birt- um. Og í huga mínum finn eg ekkert annað en óskina um, að þau lýti, sem á eru fari Kirkjufélagsins 1 einu og öðru, megi hverfa, tortryggingum og ófræg- ingum linna, en umburðarlyndi og skiln- ingsviðleitni koma í staðinn. Forsetinn má halda áfram að tala um hatursmenn og telja mig í hópi þeirra, eins lengi og honum þóknast. En hingað til hefir hat- urs-remma miklu meiri blandast saman við blekið hans cg félagsbræðra hans en vart hefir orðið hjá andmálsmönnum þeirra. Og á meðan ferst honum fremur illa að tala djarft úr flokki um það mál. Hitt, að hann ætlar sér að hætta að rita deilugreinar, skoða eg eðlilegan vott um, að hann finnur sig ekki mann til þess. Eg ætla, að þeir muni næsta fáir, bæði í Kirkjufélaginu og utan þess, sem nú kæra sig um að vera í skóm forseta. Honum er vorkunn, þó hann hugsi sig tvisvar um, áður hann leggur út í rildeilu aftur, Því til þess brestur hann flest skilyrði : Þekkingu, almenna mentan, dómgreind og stillingu geðsmunanna. Svo öllum mun finnast það ofur-eðlilegt, að hann hefir ekki svarað og segist ekki ætla sér að svara. Hann á engin svör, hefir ekk- ert fyrir sig að bera, — það vita allir. En um illdeilur ætti sá maður sízt að tala, er sjálfur hefir önnur eins ókvæðis-orð á tak- teini og illa innrættir unglingar og,vanskapaðar hugsanir og á meðan hatrið virðist öllu fremur hans megin. Kirkjufélagið gæti ekki átt neina hat- ursmenn, nema það hefði gert einhver- jum ilt og beitt þá ranglæti, En er það hugsanlegt um svo rétt-trúað félag ? Ætti það sér stað um einhverja, myndi þeir miklu fremur vilja segja með Jósef: Þ é r ætluðuð að gjöra mér ilt, en guð sneri því til góðs, tilað gjöraþaðsem núer framkomið. HIN NÝJA TJALDBÚÐARKIRKJA á Victor-stræti hér í Winnipeg, var opnuð til guðþjónustu 1. sunnudag í aðventu, 30. nóv. Búist hafðí verið við því, að pípuorgan það er pantað var þegar síðastliðinn vetur yrði komið, þegar er kirkjan yrði opnuð. Það hafði verið beðið eftir því, og hægt að opna kirkjuna til guðsþjónustu einum eða tveim mánuðum fyrr, ef það hefði ekki verið íyrir samningsrof af hálfu félagsins, sem organið á að setja inn í kirkjuna. En fyrir skömmu fengu fulltrúarn- ir vitneskju um, aðþað gæti ekki til orðið fyrr en löngu eftir þann tíma, er tiltekinn var í samningum. Þess vegna var kirkj an opnuð án organsins, móti því, sem til var ætlast, og voru það vitaskuld dálítil vonbrigði.. En nú hafa nýir samningar verið gerðir við organ-manninn og hann lofað því fyrir jól. Þessi 1. sd. kirkjuársins var eins og nærri má geta söfnuðinum hinn mesti hátíðisdagur. Veðurblíðan svo mikil að meira líktist sept. en nóv., eins og stöðugthefir verið á þessuhausti, er nú hefir teygt sig langt inn á vetur. Asmund- ur Guðmundsson, kandídat, frá Wynyard, og síra Magnús Jónsson frá Gardar, komu hingað til Winnipeg báðir á laugardaginn, til að gera athöfnina hátíðlega. bunnudagsskóli var hald- inn í salnum undir kirkjunni kl. lOaðmorgni, eins og vanalega. Guðsþjónusta hófst kl. 2 eftir hádegi. í söngflokknum eitthvað um 30 manns; var honum stýrt af Jónasi Pálssyni, sem lék á organið úr gömlu kirkjunni; mun flestum hafa þótt prýðilega sungió. Dr. S. G. Bland, kenn- ari við Wesley College, nú United Colleges, talaði fyrst á ensku og mæltist vel að vanda. Sýndi hann fram á, að siðbótin lúterska þyrfti að halda áfram, hún mætti aldrei nema staðar. Hann hrósaði söfnuðinum fyrir að hafa sýnt sannleiksást og þrek, þegar mest hefði á reynt, og vonaði, að kirkjan nýja og prýðilega, yrði ávalt þeim frjálsmannlega skilningi á kristin- dóminum,sem söfn.hefði tileinkað sér og nú væri ððum að ryðja sér til rúms í kristninni, örugt vígi. Aðalræðan varfluttaf síra Magn. Jónssyni. Talaði hann um staðinn heilaga, sem kirkjan ný- reista myndi verða söfnuðinum á komandi ár- um. En hún yrði það aö eins á þann hátt, að guðs- þjónustan yrði í anda og sannleika. Þaö væri hugsanirnar, sem hér yrði hugsáðar og bænirn- ar, sem fram yrði bornar, er helguðu staðinn. Við kveldguðsþjónustuna kl. 7 prédikaði As- mundur Guðmundsson, kandídat. Hann talaði um bjartsýni safnaðarins. Hugur hans beind- ist nú aðallega að framtíöinni. Hið liðna hvíldi í þagnargildi, nema allar bjartar endurminn- ingar, sem styrkti bróðurkærleikann og um- burðarlyndið. Söfnuðurinn vildi halda með Kristi inn í framtíðina. Hann væri enn ófull- kominn. Kristur væri fram undan og til hans myndi mennirnir halda áfram aö stefna frá kyni til kyns. Söfnuðurinn gæti því trygt sér rétta stefnu framvegis með því að fylgja í öllu þeim orðum, sem hann væri viss um, að Krist- ur hefði sjálfur talað um trúarsannindin, þá myndi hann jafnframt auðgast að nýjumáhrif- um frá hinum lifanda Kristi. Prédikan þessi var bæði fögur og innileg og mun len^i í minnum höfð af þeim, er heyrðu. Samskot við báðar guðsþjónustur voru hátt á4. hundraðdollara. Var kirkjan troðfull í bæði skifti. Nákvæmari lýsing kirkjunnar síðar. Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St. Winnipeg

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.