Dagsbrún - 10.07.1915, Side 1

Dagsbrún - 10.07.1915, Side 1
DAGSBRÚ N BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÖTGEFANDI: nokkur IÐNAÐAR- og verkmAnnaféLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ólafur friðriksson ÞOLIÐ EKKI RANGINDI 1. tbl. Reykjavík, laugardaginn ÍO. Júlí 1915. I. árg. J af n aðar stef n an. N a f n i ð. S o c i a 1 i s m e heitir á hinum skandinavisku málunum stefna sú eða kenning, sem nú er orðin ^nálvenja að kalla jafnaðarstefn- una á íslenzku. Ekki eru það við, sem stefnu þessari erum fylgjandi, sem valið höfum nafnið, en við látum okkur það vel líka, úr því það er komið inn í málið, þótt efiaust hefði mátt finna annað °afn, er enn betur næði hugtakinu, t>ví síður ylli misskilningi. Jöfnuðurinn. Jöfnuður sá, er við viljum koma a> er að allir, hvert einasta manns- barn, sem fæðist hór á landi, hafi jafnt tœlcifœri til þess að þroska °9 fullJcomna alla góða og fagra nieðfazdda JiœfileiJca (og við viljum að allir geti það), svo að þeir geti lifað ríkara og hamingjusamara lífi, og hver einstaklingur unnið þjóðinni í heild sinni meira gagn. Fátæktin útlæg. Það, sem fyrst og fremst þarf að gera, til þess að geta komið fram áformi okkar, er að koma á svo almennri velmegun, að hver einstaklingur hafi ráð á að veita sér þá þekkingu, er hugur hans hnegjist að. En til þess þarf að gera fátæJctina útlœga úr landinu. Til þess að koma þessu í fram- kvæmd ætlum við á allar lundir að stuðia að því, að láta auðsupp- sprettur landsins renna sem ríJcu- legast, og þannig, að það verði þjóðin, sem áhatist á því, en eJcJci einstaJcir, fáir menn. Opinber eign. Við álítum að reynslan sé búin að sýna það erlendis, að fátækt- inni verði ekki útrýmt, nema þau af framleiðslutækjunum, sem mik- ilvægust eru, séu opinher eign. En svo nefnum við eigi að eins eignir landsjóðs, sýslueignir og eignir sveitafélaganna, heldur einnig eignir samvinnufélaga, þ. e. íélaga, þar sem arðinum er skift sftir þátttöJcu, en ekki eins og í hlutafélögum, eftir því hve mikið íé hver hefir lagt í fyrirtækið. Við ætlumst til þess að allur atvinnurekstur, sem samkvæmt eðli sínu, eða í reynd, er einokun, rekist af landssjóði, eða þá sýslu °g sveitafélögum. T.d. vatnsveitur og rafveitur (hér er auðvitað ekki átt við smáveitur, sem einstaka maður, eða fáir saman, koma á heim í sín eigin hús). Ennfremur hafnargerðir, áveitur (þegar um lieil héruð er að ræða), járnhrautir (þegar nú að því kemur) og yfir- leitt öll þau fyrirtæki er álita verður, að betra sé að rekin sóu af slíkum stofnunum en af sam- vinnufélögum. Til þess að valda ekki misskilningi, skal þess getið hór, • að við ætlumst til þess að landbúnaðurinn (sem uin langan aldur hlýtur að vera aðalatvinnu- vegur íslendinga) stundi sjálfstœð hœndastétt, er hafi með sér öflug- an samvinnufélagsskap til vöru- kaupa, afurðaútflutnings og véla- notkunar. Þrjú vopn j af n að ar m ann a. Það eru þrjú vopn, sem við einkum ætlum að vega með, til þess að útrýma fátæktinni, þ. e. með samvinnufélagssJcœp, verJclýðs- félögum og með því að hafa áhrif á löggjöf og stjórn landsins, þar með talin áhrif á sýslu- og sveita- stjórnir. Þessi vopn eru þau sömu og skoðanabræður vorir víðsvegar um hnöttinn vega með, er þeir berj- ast fyrir því sama, hver í sínu landi, er við berjumst fyrir. Samviunufélagsskapurinn. Við viljum af fremsta megni styðja kaupfélög og önnur sam- vinnufólög, og þarf til þess fyrst og fremst að auka þekkingu al- mennings á þeim málum. Við á- lítum að það eigi að vera kaup- fólög um alt land, sem myndi inn- byrðis samband, er hafi á hendi heildsölu (og verksmiðjuframleiðslu, þegar því verður við komið), og væntum við að þá fyrst, þegar þetta er komið á, batni verulega hið afarmikla ólag, sem nú er á verzluninni hér á landi. Hróp það er oft hefir heyrst hér á landi, að við þurfum dug- lega kaupmannastétt, er hróp út í bláinn. Það, sem við þurfum, er dugleg og framtakssöm verzlunar- stétt, er gegnum samvinnufélags- skapinn geti starfað fyrir hags- munum landsmanna. Kaupmenn hljóta ætíð, hvað góðir sem þeir eru, að starfa fyrst og fremst fyrir eigin hagsmuni, en fyrir hagsmuni alþýðunnar að eins að svo miklu leyti, sem það getur orðið til þess að þeir sjálfir græði á því. Verklýðsfélögin. Við viljum koma á öflugum verklýðsfólögum, og með þeim ætlum við að hækka vinnukaup, eins mikið og hægt er, þannig að það fáist sem næst 'því fullvirði fyrir vinnuna. En til þess að það fáist, þarf vinnufólk í sveitum að mynda félagsskap, eigi síður en fólkið í kaupstöðunum. Auk þess sem verklýðsfélögin eru nauðsynleg til þess að hækka kaupið, eru þau nauðsynleg á margan annan hátt, til þess að gæta réttar verkamanna og verka- kvenna, og til þess að sjá um að lög, sem gerð eru til þess að gæta hagsmuna alþýðu, séu haldin. Má í þessu sambandi nefna lögin, sem fyrirskipa að borga alla vinnu í peningum. Það fer fjarri því að þau séu haldin, og þau verða það ekki fyr en verklýðsfélögin eru orðin svo öflug, hvert á sínum stað, að þau geti knúð fram pen- ingaborgun. Löggjöf og stjórn. Þó miklu megi til leiðar koma með tveim fyrtöldu vopnunum, þá er hið þriðja eigi að síður nauð- synlegt. Reynslan er búin að margsanna það allstaðar í heim- inum, að fiamfarir þær, sem ættu að verða til þess að auðga al- menning (t. d. vinnusparandi vél- ar, betri afurðamarkaður, betri verzlun o. s. frv.) verða nær ein- göngu til þess að gera áct menn ríka, nema sérstaklega sé um hnútana búið með löggjöf. Afleiðingin af þeim framförum, sem orðið hafa i búnaði hér á landi —svo sem af því, að rjóma- búin hafa komið smjörinu í verð, betri meðferð á saltkjötinu aukið verð þess um þriðjung o. s. frv. — er nú óðum að verða sá, að jarðir hækka í verði. Og samkv. lögum hagfræðinnar, munu þær stíga í verði næstum jafnótt og framfarirnar verða. Með því fyrir- komulagi og með þeirri löggjöf er við nú höfum, er það því ekki nema að litlu leyti þjóðin, sem ábatast á framförunum, heldur þeir, sem jarðirnar eiga, meðan þær hækka í verði. Sem stendur er það að eins þriðjnngur af bændum, sem eru sjálfseignar- bændur, og enginn vafi leikur á því, að þeim mun fækka tiltölu- lega að stórum mun á komandi áratug, þó ekki væru af öðru en því, en að bændum hlýtur að fjölga mjög mikið. En það er til skaða fyrir þá sem jörðina yrkja (bæði bændur og vinnufólk) að jarðarverðið hækki, því háu jarðarverði fylgir liátt afgjald. Og þetta er jafnt til skaða fyrir bændur, þó þeir eigi jarðirnar sjálfir, nema þá sem eiga þær meðan þær eru að stíga. Það er því til skaða fyrir alla næstu kyn- slóð af bændum. (Skal seinna í grein þessari sagt hvað gera beri). Við ætlum að nota kosningar- réttinn til þess að kjósa þá menn eina, er jafnaðarstefnunni fylgja, i sveitarstjórnir og á þing, og við viljum ná þar meirihluta, til þess að þau lög verði sett, og þau lög ein, sem miða að takmarki því, er við höfum sett okkur. Verðhækkunarskattur. Sem stendur hvíla skattarnir yfirleitt mjög óréttlátlega á þjóð- inni, og viljum við breyta því, svo þeir verði réttlátari. En fyrst og fremst viljum við koma á verð- JiœJcJcunarsJcatti, því hann er eina ráðið til þess að framfarirnar í landinu geti orðið til þess að auðga sjálfa þjóðina, en lendi ekki í vösum einstakra manna. Mun seinna í þessu blaði sýnt fram á að verðhækkunarskattur er nauð- synlegur á íslandi, og að hann er eigi síður þarfur bændum en öðr- um almenningi. Greinarlok. Lesarinn mun nú nokkurs vís- ari um hvað við ætlum okkur, við sem jafnaðarfloJcJcinn fyllum. Með oJcJcur verður öll alþýða, bæði við sjó og í sveitum. Móti oJcJcur þeir sem hafa hag af fátækt alþýðu; þeir sem hafa hag af því að kaupið sé sem lægst, eða húsaleigan sem hæst. Ekkert er nær hjartarótum hinn- ar íslenzku þjóðar en jöfnuður og jafnrétti. Gerist nú nokkur svo djarfur að hann opinherlega þori að vinna á móti því, að það verði, er tímar líða, að eins ein stétt á íslandi, þ. e. starfandi mentaðir einstak- lingar, óháðir öllu nema eigin vilja og skynsemi. Hver dirfist? Hann segi til sín! Alþingi. Það var sett 7. þ. m. Forsetar voru kosnir: í sameinuðu þingi: Sóra Krist- inn Daníelsson (til vara séra Sig. Gunnarsson). í neðri deild: Ólafur Briem; varaforsetar: Pétur Jónsson og Guðm. Hannesson. í efri deild: Stefán Stefánsson; varaforsetar: Jósef Björnsson og Karl Einarsson. Þrjá þingmenn vantaði: Magnús Kristjánsson, Pétur Jónsson og Karl Einarsson. Rithöfnndur látinn. Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson, Litluströnd við Mývatn) er látinn fyrir skömmu. Hann var meðal beztu rithöfunda vorra.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.