Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 2
2 DAGSBRÚN A9 ófriðnum loknum. Eftir Björn Oddsson. Eitt af því, sem hlýtur að skelfa mann mest, við þennan jörmun- ófrið, sem nú geisar um flest lönd, er það óvænta þjóðahatur, sem hann hefir vakið. Hvor máls- aðilinn hefir haft hinar hrottaleg- ustu heitingar í frammi við hinn. BEf Drottinn í náð sinni skyldi veita oss sigurinn, þá — vei hin- um sigruðu", sagði Þýckalands- keisarinn í ræðu í haust er leið. Slíkar raddir hafa heyrst i Eng- landi; á Rússland þarf nú ekki að minnast. Ef þetta miskunarlausa þjóðahatur fær að lifa ófriðinn, þá er Norðurálfan orðin villimensku (barbari) að bráð; þá hefir hún í hugsunarhætti færst aftur á bak um nokkrar aldir; þá er glatað því, sem er enn meira virði en allir akrar og aðrir fjármunir, er skemst hafa í styrjöidinni. Móti þessu eru allar hlutlausar þjóðir siðferðislega skyldugar að vinna af öllum mætti, og meðvitundin um þetta mikla hlutverk er líka vakandi með mörgum málsmetandi mönnum t. d. á Norðurlöndum. Hér er birt grein eftir nafn- kendan, danskan verkfræðing, Age Westenholz að nafni, er hann rit- aði í enska tímaritið „Review of Rewiews", og gefur stutt en glögt yfirlit yfir þau ráð, sem einkum virðast hæf, til þess að losa heim- inn við þann voðadilk, sem ófrið- urinu virðist ætla að draga á eftir sér — þjóðahatrið. Annars er W. enginn alþjóðaborgarí; hann er mikill ættjarðarvinur, og hefir eflt danska herinn með hér um bil 50 manna deild, sem hefir sjálf- renningshjól til reiðar en þeysi- byssur að vopnum, og viðheldur henni á eigin kostnað. — Höf. býst auðsjáanlega við, að Englend- ingar og bandamenn þeirra muni sigra, og hljóðar greinin svo: Hr. ritstjóri! Þar sem ég, að því er ég hygg, er elztur áskrifandi að tímariti yðar hér í Danmörku, þá gerist ég svo djarfur, að nota mér áskorun yðar til áskrifendanna, um að koma með tillögur um hversu ríkjaskipun og öðrum alþjóðamál- um skuli háttað, að loknum ó- friðnum, þannig að gæfuríkt Gimli megi rísa úr þeim Ragnarakalogum, sem nú sveiflast um alheim. Mér finst að markmiðið hljóti að vera: 1) að draga úr ófriðar- hættum, og um leið 2) að minka herbúnaðinn; 3) að allar þjóðir, sem legið hafa undir kúgun, en verða þó að teljast færar um, að ráða sér sjálfar, fái stjórn, sem sé samrýmanleg við frelsi og réttlæti. Bezta aðferðin til þess að kom- ast hjá ófriði í framtíðinni, virð- ist vera að taka fyrir, að svo miklu leyti sem hægt er, tvær aðal-orsakir hans: a) þjóðahatrið (löngun til þess að vinna öðrum mein) og b) hinn ímyndaða þjóð- arhagnað að ófriði (hvöt til þess, að hlynna að sjálfum sér). a) Til þess að taka fyrir þjóða- hatrið verður í friðarsamningunum að forðast eftir fremsta megni að beita nokkura þjóð órétti eða gera henni óvirðingu. Meginregla sú, sem friðarskilmálarnir verða að byggjast á, er réttnr hverrar þjóð- ar feða þjóðarhlutaj til þess að ganga í samband við það ríki, sem hún óskar — eða mgnda ngtt ríki, ef það virðist geta borið sig — alt samkvæmt þeirri reglu, að réttmœti sérhvcrrar stjórnar hvílir á samþgkki þeirra, sem við stjórnina búa, Ef þessari meginreglu væri fylgt mætti draga ný landamæri, sem dygðu. Við þjóðaratkvæði í Elsass- Lothringen, Slesvík og pólsku hér- uðunum mundi Pgzkaland líkleg- ast missa mikinn hluta af þeim 4 mill. undirokaðra þegna, sem þessi lönd byggja og meinað er að tala sína eigin tungu, þótt al- þýða þeirra kunni ekkert í þýzku. Austurríki mundi liðast í sundur, sumt mundi ganga til Rúmeníu, aðrir hlutar bætast við Serbíu, Rússland eða Þóliand (sem ætti að endurreisa sem konungsríki undir stjórn Rússakeisara). Vel hugsanlegt, að endurnýja mætti hinn forna konungdóm Bæheims, en löndin með þýzkumælandi í- búum gætu sameinast þýzka rík- inu. Hinar 9 mill. Ungverja mundu ekki hafa aðra en sjálfa sig til að kúga. Tgrkjaveldi mundi útrýmt úr Norðurálfunni, en landamæri Balk- anríkjanna yrðu endurskoðuð, og reynt að fara eftir þjóðerni eða réttara sagt þjóðaratkvæði. Ekki væri rétt að þröngva nokk- uru þýzku fylki inn í annað ríki. Það er engan veginn heppilegt, að gjalda ilt með illu. Einnig væri réttast, að skila Þjóðverjum aftur nýlendum þeirra, nema Kiautschau, en hinn nýi eigandi (Kína?) ætti að greiða fult gjald fyrir allar þær umbætur, sem Þjóðverjar hafa gert þar. b) Mikiö af hinum ímyndaða hagnaði mundi hverfa, ef komið væri á frí-verzlun með öllum þátttakendum friðarsamninganna. Með því móti mundi hætta alt skraf um að „leggja undir sig nýja markaði" með ófriði. Ríkja- takmörk mundu eigi verða verzl- uninni meiri þrándur í götu en þau eru póstflutningnum nú. — Hvert ríki mundi eiga opið hlið að hafinu, á sama hátt og ríkið Ohio hefir nú *). Þýzka herinn og flotann ætti að leggja niður, svo að eins yrði eftir það, sem þyrfti til löggæzlu. í 25 ár ætti að banna Þjóðverj- um að bjóða út nýliðum, og enn fremur alla framleiðslu eða inn- flutning á hernaðartækjum. En öll önnur ríki Norðurálfunnar yrðu þá að ábyrgjast, að hvorki yrði gengið á land þeirra né frelsi þeirra skert á annan hátt en hér er tekið fram. *) 0 h i o (frb. óhæó) er eitt af Bandaríkjum Norður-Ameríku; nær hvergi tíl sjávar, en biður lítinn baga af því, þar sem verndartollar eru engir innan Bandarikjanna. Það sem Þjóðverjum sparaðist á þennan hátt, segjum tæpir 2 miljarðar króna á ári, væri mátu- legt sem afborgun og renta af skaðabótum, er næmu meir en 25 miljarðakr., og ættu að borg- ast beint til þeirra, sem hafa beðið tjón á eignum og öðru vegna ó- fri^arins. * Herbúnað allra annara þjóða mætti þá setja niður um 2/s hluta, eða meira, er stundir liðu fram, alt eftir ráðstöfun alþjóðadómstóls- ins í Haag. Þau ógrynni fjár, sem þannig spöruðust, mundu snarlega bæta úr ófriðarspellunum. Eftir nokkur ár mundu Þjóðverjar skilja, að hvorki væri tilgangurinn, með þessum ráðstöfunum, að halda framfaraviðleitni þeirra niðri né auðmýkja þá, og að Þýzkalandi væri með engu hamlað frá að neyta krafta sinna á friðsamlegan hátt eða hagnýta sér öll sín nátl- úrugæði. Þá mundi Þýzkalandi viðstöðulaust leifast að skipa það sæti meðal Norðurálfuþjóðanna, sem mikilli þjóð sæmir. Þannig er það alls óhjákvæmi- legt, að styrjöldin skapi langvinna beizkju meðal þjóðanna — þvert á móti hlytu þær á þennan hátt að fá aukna virðingu hvor fyrir annari, sem mundi snúast upp í almenna samhygð, og yrði grundvöllur að „Bandaríkjum Norðurálfunnar". — Norðurálfustyrjöldin mikla mundi gleymast skjótt eins og þræla- stríðið í Bandaríkjunum. — — Varanlegan frið má bgggja á þvi, að regna að sgna sérhverri þjóð sanngirni en ekki ójöfnuð, og forðast að gera nokkurri þeirra vanvirðu. En þetta er lika eina leiðin. Kvenfólkið. Þingsetningardaginn hafði kven- fólkið hér í Rvík raikil hátíðahöld, í tilefni af því, að það nú að mestu hefir fengið pólitiskt jafnrétti við karlmenn. Var Alþingi ávarpað af 5 kvenna nefnd, konungi sent sím- skeyti, ræður haldnar á Austur- velli, og þar einnig sungið og leikið á lúðra. En tilkomumest, og það svo langmest, var skrúðgangan úr Barnaskólagarðinum niður á Aust- urvöll. Á undan fullorðna kven- fólkinu gengu mörg hundruð hvít- klæddar smámeyjar, og báru flestar Blároðann hátt yfir höfði sér. Hitnaði mér þá um hjartaræturnar, er eg sá svo marga íslenzka fána í einu. Eða var það af því að líta smámeyjarnar, og hugsa til hver mundu nú verða örlög allra þess- ara ástmeyja næstu kynslóðar af karlmönnum, sem upp vex, allra þessara mæðra óborinna íslend- inga. Hvað liggur fyrir þeim? Sama endalausa stritið og sama vanþakklætið, sem allur þorri kvenna á við að búa nú, eða ætl- um við að vera búnir að bæta landið, og breyta svo til, að þær geti lifað gleðiríkara lífi en mæður þeirra ? 0. Vetrarvinna. i. Árið 1911 skrifaði sá er þetta ritar, grein um prjónles í Tímarit Kaupfélaganna. „ísafold", og að- því er mig minnir fleiri blöð prent- uðu hana upp aftur, að því við- bættu, að þetta væri þarft mál,. og ætti að hafa framgang. Og svo var búið með það. Og svona fer um mörg góð mál hér á landi. Einhver verður til þess að skrifa um þau, mönnum þykir málefnin góð, og svo gleyma menn þeim. Eg vil því nota tækifærið hér tii þess að benda þeim, sem einhver góð mál hefðu að flytja, á það', að það er ekki til neins að skrifa eina blaðagrein um málefni, það þarf alt af að vera nauða á eftir- tekt almennings, ef málið á að hafa framgang. II. Það eru að eins tvær sýslur á landinu — Skagafjarðar og Eyja- fjarðarsýsla — sem ílytja út prjón— les, það nokkru nemur, s. s. um 20 þús. króna virði árlega. Er það furðu mikið, þegar tekið er tillit til hins lága verðs prjónless- ins, og hinu þar af leiðandi lága kaupi við að búa það til. Enda mun á mörgum heimilum gamall vani valda því, að prjónað er, fremur en hagnaðurinn af því. Aðal-orsakirnar til þessa lága verðs, er, auk þess hvað prjón- lesið ýfirleitt er óvandað og hald- lítið, þær er nú skal nefna: í hverri sendingu til útlanda er meira eða minna af prjónlesi, sem er með öllu óbrúkandi. T. d. sokkar ætlaðir fullorðnum, með framleista mátulega börnum, eða vetlingar með þumlungs langa þumla o. s. frv. Útlendu kaup- mennirnirnir, sem kaupa prjón- lesið, vita þetta, og gera ráð fyrir, að nokkuð af því sé óseljandi, og miða tilboð sín við það. En til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig, gera þeir ráð fyrir, að meira sé óseljandi í hverri sendingu, heldur en venjulegast er, og lækkar meðal- verð prjónlessins enn þá meir við það. Prjóulesið er ekki af mis- jafnri stærð, það teljandi sé. Þó tvö hundruð pör af sokkum komi frá einu heimili, þá er hvert ein- asta par vanalega af sömu stærð og öll hin. Þetta er mjög óheppi- Iegt, því (það kemur varla flatt upp á lesarann) útlendingar eru ekki allir jafn fótstórir fremur en við íslendingar. Yæru sokkarnir af mismunandi stærð mundi marg- faldast eftirspurnin. Eitt er það enn, sem á góðan þátt í hinu lága verði, það er: hvað prjónlesið er misjafnt að gæðum. En það á við um hvaða vörutegund sem er, að eitt af fyrstu skilyrðum þess, að gott verð fáist fyrir hana, er það, að hún sé jöfn að gæðum. III. Þó allir framleiðendur vissu ná- kvæmlega hvernig prjónlesið á að-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.