Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 3 Vera til þess, að það íáist fyrir Það gott verð, mundu alt af verða einhverjir, sem að eins hugsuðu um sinn eigin stundarhagnað, og Þyggju til lélegt prjónles, án þess að kæra sig um þann skaða, sem þeir gerðu með þvi. 1 grem þeirri er eg mintist á að framan (og sem þessi grein er nokkurs konar uppsuða úr) gat eg Þess, að hór þyrftu einhverjar sér- stakar ráðstafanir, og benti á tvær leiÖir. önnur er sú, að lögboðið sé mat á öllu prjónlesi, sem til útlanda á að flytja. Hin, að fram- leiðendur myndi samvinnufélag til ^tflutnings með svipuðu fyrir- komulagi og egg-útflutningsfélagið ^anska. Mál þetta hefir mikla þýðingu, e’gi að eins til þess, að útvega Þeim atvinnu, er enga hafa á vetr- Utt>) heldur af því, að það mundi stuðla að því, að verkakaup á vetrum stigi alrnent, einkum þó r kaupstöðum. Því langtum færri sveitamenn mundu leita sér at- vinnu í sjávarþorpum og kaup- stöðum, en nú gerist, ef þeir gætu stundað arðsama atvinnu heima tyrir. — Skal í annari grein sýnt fram á, hvað gera beri til þess, að koma máli þessu í framkvæmd. Ó. F. Almenn kauphækkun í Rvík. U p p h a f. Verkmannafélagið „Dagsbrún", tór um mibjan f. m. íram á kaup- hækkun við vinnukaupendur, þar eð allar lífsnauðsynjar hafa stigið najög mikið í verði. Eigi er blað- hiu kunnugt um, að reiknað hafi verið út hagfræðislega, hve miklu verðhækkunin nemur, en það er ttJál manna, að eigi sé sú hækkun winni en þriðjungur. Þrjátíu og fimm aura tímalcaup nú, er því ekki betri borgun, en 24 aura kaup hefði verið í fyrra um þetta leyti, Kaupið var því alt of lágt, og bjuggust flestir við, að vinnukaupéndur mundu strax bjóða að hækka það um fimm aura. En —ónei, nei; það gerðu þeir nú ekki. Einn kaupmaður, sem höfundur þessarar greinar átti tal við, bjóst við, og fanst sanngjarnt (áður en hann kom á fund með félögum sínum), að kaupið yrði hækkað 10 aura um timann. En meiri hluti vinnukaupenda hugs- aði sem svo: það er ekki vert að vera að bjóða neina kauphækkun fyrst um sinn. Þeir svöruðu þvi: engin lcauphœkkun. Áttu víst von á, að verkamönnum mundi fallast alíur ketill í eld við þessa neitun. Bjuggust líklegast við, að verka- menn mundu bara taka ofan og Segja: Fyrirgefið ónæðið. Gat útvegurinn borið kauphækkunina? Það þarf ekki að spyrja að því hvort kaupmenn stæðu sig við að borga hærra kaup, því að allir vita, að þeir g6ta haft kauphækkunina UPP aftur, með því að leggja meir á vörurnar, og að þeir lika mundu gera það. Þeir hafa nú allgóða æfingu í því, að setja upp vörurnar. Kauphækkunin kemur því aðal- lega niður á útgerðarmönnunum. Við skulum því athuga trollara- útgerðina lítilsháttar. Fyrst ber að athuga, að öll iandvinna við þessa útgerð (þar með talin upp- og framskipun og öll fiskiverkun) er ekki nema 10% af öllum útgerðarkostnaðinum, þess vegna er 20o/o kauphækkun (það eru 7 aurar, þegar miðað er við 35 aura) ekki nema 2°/o kostn- aðarauki fyrir útgerðarmenn, og enginn skal láta sér detta í hug, að trollaraútgerðirnar þyldu ekki svo lítinn kostnaðarauka livernig sem áraði, þegar almennings- velferð er annarsvegar. En nú stendur svo vel á í ár, að þó kol og salt hafi stigið um helming, þá verður þetta ár lík- legast bezta árið, sem íslenzk botnvörpuútgerð hefir haft, og ber þar tvent til, fyrst hið ágæta verð, sem er á fiski, og sem mikið meir en uppv9gur verðhækkunina á kol- um og salti; í öðru lagi hið á- gæta aflaár, sem hefir verið á þessu ári, og sem að nokkru leyti stafar af hinni góðu tíð, er var í vetur, sérstaklega í marzmánuði. — Þeir gátu því vel boðið hækkun. M á 1 a 1 o k . Þó vinnukaupendur þverneituðu að hækka kaupið í fyrstu, vildu þeir þó hafa að nýju tal af stjórn verkamannafélagsins. Fól verkam. fél. „Dagsbrún" st.jórn sinni þá að semja um einhverja launahækkun (því íélagsmenn vildu hafa hærra kaup). Komst þá á samkomulag það, er getið er um annarsstaðar í blaðinu. Jön Hvass. Steinolíueinokun á fslandi. Fæstum mun kunnugt, að stein- olíueinokun er nú komin á hér á landi. Hér hafa áður kept tvö félög: Hið íslenzka(!) Steinoliu- hlutafélag og Skand. Am. Petr. Aktieselskab (S. A. P. A.) og að nafninu til keppa þau hér enn. Það er bara að nafninu til. Hið íslenzka Steinoliuhlutafélag, eða réttara sagt mamma þess, Dansk Petroleums Aktieselskab, laumað- ist ti) þess í vetur, að kaupa (af Þjóðverjum) svo mörg af hluta- bréfum S. A. P. A., að það gat ráðið yfir meiri hluta íélagsins, og þar með ráðið því; hefði t. d. getað látið það hætta að starfa. En það var nú ekki það ákjósan- legastafyrir steinolíugróðamennina. Hitt mikið betra, að láta S. A. P. A. halda áfram, svo menn héldu, að félögin væru tvö, og að enn þá væri samkepni. Forstjórar S. A. P. A. fóru frá félaginu, eða var vikið frá, cg steinolían var sett upp. En þá hófu sum Hafnar-dagblöðin svo mikla árás á Steinolíufélagið, að það sá sitt óvænna og setti verðið niður aftur, þó að eins í sjálfri Höfn. Mun íslenzka Stein- olíufélagið hafa ætlað að láta sér víti dönsku mömmu sinnar að varnaði verða, og því hugsað, að ef það setti ekki upp steinolíuna í Reykjavík, fyrst um sinn, mundi hækkun þess út um land, ekki verða gerð að blaðamáli. Hækkun þessi nemur 2 kr. og 50 a. á fati, og er ekki kölluð verðhækkun, heldur „fragt“. En það er nú vitanlega sama hvern andskotann ) hún er kölluð; Steinolíufélagið græðir 2,50 kr. meira á hverju fati nú en áður, og kaupendur þurfa að borga tveim krónum og fimmtíu aurum meira, og þar með er þetta mál'augíjóst. Hvenær ætlar félagið að hækka verðið á ný? Það má búast við flestu. Jön Hvass. Störmerkilegt búnaðarmál. 15 krónu arður af hverri á, framyfir það sem nú er. Mig furðaði á því hve misjafnir voru dómar manna um íslenzka gráðaostinn(Roc.heíoi-t ostinn).Sum- ir sögðu hann jafngóðan þeim frönsku, en aðrir þvertóku fyrir það, og varð ég að taka í streng- inn með þeim síðarnefndu, er ég hafði bragðað ostinn. En er ég las grein Gísla Guðmundssonar gerla- fræðings, um ostagerð, í Búnaðar- ritinu, skildi ég hvernig í öllu lá; þeir voru bæði jafngóðir, og verri. -Fyrstu ostarnir höfðu sem sé hepnast ágætlega og voru engu lakari en franskir gráðaostar, en þeir, sem seinna voru búnir til, voru gerðir með gráða, sem far- inn var að blandast öðrum smá- gróðri, og því mishepnuðust þeir. Hefir þetta kent, að vel þarf að vanda gráðann, og ættu ostarnir ekki að þurfa að mishepnast aftur. Eftir því sem Gísli Guðmunds- son gerlafræðingur segir mér, þá má vænta 15 krónur í hreinan ágóða af hverri á, framyfir það sem nú gerist, með því að gera gráðaost úr mjólkinni, í stað þess að láta ærnar ganga með dilk. Hefir Gísli lofað að sanna þetta með tölum í næsta blaði „Dags- brúnar". Mál þetta er svo merkilegt, að sjálfsagt er að Alþingi taki það til meðferðar og greiði fyrir því, t. d. með því að hjálpa bændum til þess að koma upp samlags- ostaskálum og lögbjóða mat á ostum, er ætlaðir eru til útflutn- ings. Mál þetta er svo mikilvægt, af því, að gráðaostagerð getur orðið almenn hér á landi, án þess það hefði óheppileg áhrif á verð ostanna. O. Tímakaup í Reykjarík er samkvæmt samningi stjórnar verkmannafélagsins Dagsbrún og vinnukaupenda: frá 6 að morgni til 6 að kvöldi 40 a. frá 6 að kvöldi til 10 að kvöldi 45 a. frá 10 að kvöldi til 6 að morgni 60 a. Vinna á helgidögum og almenn- um frídögum borgist með 50 aur- um um tímann. Torfi i Ólafsdal. Þegar blað þetta berst ykkur í hendur vitið þið öll, að Torfi í Ólafsdal er látinn. Hann varð nær 77 ára gamall. Sagan mun kalla hann eínn af stærri spámönnum okkar íslenzku þjóðar. Því fyrir rúmum manns- aldri var hann einn af þeim ör- fáu, sem sáu að örlög íslands eru eigi þau að vera ísaland, nema þangað til þjóðin sjálf vill annað; að það voru verkin en ekki orðin, er auka þurfti. Persónulega var ég Torfa ókunn- ur, en oft vöktu ritgerðir hans hjá mér þann hugblæ, sem ég ekki kann að nefna, en sem er einskonar sár en mikil gleði, og sem ég kendi í fyrsta sinn, þegar ég, þá unglingur, eitt vor sá hvernig sígræn og litfögur sortu- lyngsbreiðan kom undan kaldri fönninni, og fanst hún tákna fram- tíðarvordrauma íslenzku þjóðarinn- ar, sem væru að rætast. (Unglingar vilja oft svo vel, þó oítast verði viljinn, og mátturinn til fram- kvœmda, mjög tvent.) Það er helg skylda okkar, að halda á lofti nafni þeirra manna, er varið hafa lífi sínu til þess svo að segja að lengja sumarið ís- lenzka. Torfi í Ólafsdal var sum- arauka-maður; því fanst mér ó- fært að hans væri ekki getið í þessu blaði, þó þið væruð öll áður búin að heyra lát hans. Ólafur. Fæðingardagur. 4. Júli voru 107 ár liðin frá því Garibaldi fæddist. (Hann dó 2/g 1882, 75 ára gamall). Þeir sem eigi þekkja þessa frelsishetju nema úr mannkynssöguágripi Páls Melsteð, hafa litla hugmynd um hvílíkt ofurmenni hann var. Það var eigi að eins fyrir frelsi landa sinna, ítala, að hann barð- ist, heldur einnig gegn hverskonar ófrelsi sem er. Og alt sem hann gerði, gerði hann í óeigingjörnum tilgangi. Yerkamenn í Newcastle í Eng- landi gáfu honum eitt sinn sverð að heiðursgjöf. Svo stóð á, að Garibaldi var skipstjóri á skipi, sem árið 1854 kom til borgar þeirrar er nefnd var, að sækja kol. Hann hafði þá um nokkur ár verið útlægur úr föðurlandi sínu, verið í siglingum og fengist við sitt hvað annað. Sá af verka- mönnunum er hafði orð fyrir nefndinni, er færði honum sverð- ið, mælti: „Sverðið er keypt fyrir pennings-samskot*) er gefið hafa mörg hundruð verkamenn, eigi að eins með gleði, heldur með fögn- uði, og að baki hverrar penings- gjafar er hjarta, sem slær ótt fyr- ir frelsinu". Garibaldi svaraði með- al annars: Af því að ég er sjálf- ur alþýðumaður, verkamaður eins og þið, kann ég fylliiega að meta þá virðingu er þið sýnið mér; og *) penningur (penny) um 7’/* eyrir.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.