Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANOINDI 3 DAGSBRÚN ^. ÞOLIÐ EKKI RANCINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA UTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJORI OG ARYRGÐARMAÐUR: OLAFUR FRIÐRIKSSON 3. tbi. Reykjavik, laugardaginn 24. Júlí 1915. I. árg. Yerðhækkunarskattur. Fyrst að athuga. Fyrst og fremst verður að t>enda á, að verðhækkunarskattur er ekki nýr skattur á þjóðina, ekki aukin, gjöld á þá, sem jörð fcurfa að nota (til þess að rækta, tíl þess að byggja á henni hús o. s- frv.) heldur ráð til þess að láta "okkuin hluta af þeim skatti, er einstakir menn annars munu leggja a Wóðina, renna í landsjóð. Eng- 'nn, sem er leiðuliði núj þarf að b°rga meir þó að verðhækkunar- skattur komist á, heldur mun hann þvert á móti þurfa að borga mnna, eins og síðar mun sýnt ílarri á. Sama er að segja um þá, sern gerast jarðareigendur, eftir*) að jarðirnar eru stignar (hér átt vio heilar bújarðir jafnt sem smá- lóðir undir einstök hús) þeir þurfa ekki að gjalda meir þó verðhækk- "öarskattur komist á nú, Munur- lnri að eins sá, að þeir borga í landsjóð það, sem þeir að öðrum líosti hefðu orðið að borga sem Peningarentu. Jö'rð stígur í verði. Eftir því S9m raeira má hafa uP)íJ lir jörð (sama hvort stór eða ntiI> eða að eins húslóð) eftir því ^"gUr hún í verði. Hún stígur því Verði við allar umbætur, sem '8erÖar( eru á henni af hálfu þeirra <r eigji eða sitja hana, en á þessa 'erðhtfkknn á elcki að leggja skatt- tttn. En jörð stígur í verði af tleivi ástæðum en aðgerðum á ¦íörðinni sjálfri, svo sem af því að {°lkinu fjölgar, nýjar ræktunar- a°ferðir eru fundnar upp, betri ^'þeningur (fyrir aukna búnaðar- ^kkingu) notaður, nýjar aðferðir 1 ^eðferð á afurðum teknar upp, Vegir og samgöngur bættar, verzl- 1111111 bætt o. s. frv. Jörð heldur ^1 jafnt og þétt áfram að stíga verði meðan fólkinu fjölgar og nieðan framfarir í framleiðslunni eiga sér stað. En sérstaklega munu Jarðir stiga í verði hér á íslandi á kornandi áratugum (eða kannske jafnvel það verði aðallega á þeim aratugnum sem næstur er) því •laiðarverð hér á landi er sem steridur óeðlilega lágt. Liggja til Pess einkum þessar orsakir: Sam- gorigurnar við útlönd hafa verið afleitar, 0g því ilt að koma af- urorinum á heimsmarkaðinn. Verzl- umn hefir verið ill, búskaparlagið að mörgu leyti úrelt, og margt mætti Ileira til te]jai En a sigustu ártugurn hefir orðið á þessu mikil ) Hér átt við þá miklu veiðhækkun, sem getio er síðar í greininui, að koma ^uni fljótlega. breyting, svo nú er landbúnaður- inn orðinn arðvænlegasti atvinnu- vegurinn í landinu (skal sýnt fram á það í annari grein) og mundu jarðir vera stígnar langt fram úr þvi, sem nú er, ef ekki hefði fjárskorturinn (bæði að gangandi fé og veltufé) stórlega lamað land- búnaðinn. En úr þessu síðastnefnda hlýtur að verða bætt fljótlega, enda þó svo verði eigi, þá hljóta hinar mikilsverðu nýju landbún- aðarumbætur, bæði þær sem komnar eru, en eigi er alment farið að nota, og þær sem eru á leiðinni (t. d. gráðaostagerðin) að valda mjög bráðri verðhækkun. Hvorki vit né réttlæti. Athugum nú hvernig fer verði alt látið afskiftalaust og ekki lög- leiddur verðhækkunarskattur. Jörð stígur í verði (hér er auðvitað að eins átt við þá verðhækkun, sem ekki stafar af aðgerðum þess sem jörðina á, eða situr) og verðhækk- unin lendir í vasa þeirra, sem eiga jarðirnar, meðan þær eru að stíga. Hvað mikill hluti af íslenzku þjóðinni er það nú, sem á landið, sem við lifum á? Ja, því er ekki vel hægt að svara. Við vitum að liðlega þriðjungur af bændum eru sjálfseignabændur, en ekki megum við samt af því álikta, að þriðja hver fjölskylda í sveit sé jarðeig- andi, því ekki megum við gleyma vinnufólkinu. í kaupstöðunum er munurinn miklu meiri, því viða á jafnvel einn maður nær allar lóðirnar. Af þessu má sjá, að það er að eins lítill hluti af þjóðinni, sem á landið, segjum einn tíundi hluti (og mundi þó líklegast nær sanni að segja einn tuttugasti). Athugum nú á ný hvers vegna jörð stígur í verði. Það er af því þjóðin tekur framförum. Er nú nokkurt vit i því eða réttlæti, að það skuli aðallega vera þessi eini tíundi eða tuttugasti hluti þjóðar- innar* sem græðir á framförunum, en ekki öll þjóðin? Það er hvorki vit né réttlæti. Ekki sízt þegar athugað er, að þessi 71<> eða V20 hluti, mundi brátt breytast í Vso hluta, því mestur hluti landsins (reiknað eftir verðmæti) mundi fljótlega lenda í vösum gróðabrallsmanna (þess- konar menn er hvorki verri né betri hér á landi en erlendis). (Framh.) Bvggingarefnið. Hr. Guðjón Samúelsson er farinn til útlanda til þess að ransaka byggíngar- efnið, er getið var í eíðasta blaði. Því þá það. Gaman er að börnunum, þegar þau fara að sjá, og gaman er að þeim háu herrum uppi í stjórnar- ráðsskrifstofunum, hvað þeir eru sjónlausir. Eg hefi fyrir framan mig tvö stjórnarfrumvörp, annað til laga um atvinnu við siglingar, hitt til laga um atvinnu við vélgœzlu á íslenzkum gufuskipum. í hinu fyrra hljóðar 18. gr. þannig: Nú verður maður, er fengið hefir skipstjóra- eða stýrimannsskírteini, sekur um eitthvað það verk, sem svívirðilegt er að almenningsdómi, og hefir hann þá fyrirgert skír- teini sínu. En í hinu síðara er 15. gr. á þessa leið: Nú verður maður dæmdur í hegningarvinnu fyrir eitthvert það verk, sem svívirðilegt er að al- menningsáliti, og hefir hann þá fyrirgert skírteini sínu sem vélstjóri. Takið nú eftir: Skipstjórar og stýrimenn fyrirgera rétti sínum, ef þeir verða sekir um eitthvert það verk, sem svívirðilegt er að almenningsdómi, en vélstjórar að eins, ef þeir eru dæmdir í hegn- ingarvinnu fyrir það (þar með skýrt sagt, að þeir missi það ekki, þó peir séu dæmdir til fangelsis- vistar upp á brauð og vatn, fyrir það er svívirðilegt þykir). Hvaða gagn gera nú þessi ákvæði? Því er fljótsvarað, að þau gera ehhert gagn, því það dettur víst engum lifandi manni í hug, að þau verði til þess, að aftra frá því, að glæpur sé framinn. Þau eru því að eins til þess, að draga þann, sem fallinn er, lengra niður. — Setjum svo að skipstjóri, stýri- maður eða vélstjóri lendi í þá 6- gæfu, að fremja víxilfölsun eða þjófnað, og verði hegnt fyrir það (vélstjóranum með hegningar- vinnu !!), því á þá að hegna þeim meir en öðrum mönnum með því, að taka af þeim atvinnuna? Og því á að hegna konu og börnum þeirra með því, að gera þann, sem fyrir þeim á að sjá, atvinnulausan ? Burt með þessi ákvæði! Jón Skýri. Vetrarvinna. iii. Svo árum skiftir hefir verið ritað um það í blöð og tímarit, hve nauðsynlegt það væri fyrir íslenzku þjóðina að geta haft eitt- hvert arðvænlegt starf fyrir auðu hendurnar á vetrin. Það ætti því ekki að þurfa langar skýringar á því, hve mikið gagn vel tilbúið prjónles má vinna fjárhag þjóðarinnar, enda skal hér að eins drepið á nokkuð af því. Vil ég þá fyrst benda á, að arð- vænleg vetrarhandavinna getur bætt úr hjúaeklunni í sveit, því bændur geta þá gefið hærra kaup; en af því mun meðal annars leiða, að fólkið streymir síður í kaup- staðina, þar verður því minna vinnumagn, og kaupið því betra. Mér er næst skapi að halda, að vetrarvinnan geti bætt lífskjörin alment, svo að það taki að mestu fyxir AmeríJcuferðirnar, sem er með þeim verstu blóðtökum, er hinn íslenzki þjóðlíkami hefir orðið fyrir, ekki sízt vegna þess að megnið af þeim, sem farið hafa vestur yfir hafið, eru meðal mestu atorkumannanna, þrátt fyrir allar skammir, sem á þeim hafa duniO, fyrir vöntun á föðurlandsást o.s.frv. Þá er þessum greinum nú lokið, og vona ég að þeim, sem lesið hafa, sé málið ljóst. Nú verðið þið, Alþingismenn, að taka það að ykkur, og leiða það til lykta, og það nú á þessu þingi, Alþingi hefir undanfarið búið til nógu mörg bráðónýt lög, sem ekki hafa verið annað en pappírslög, eins og t. d. lögin, sem skipa fyrir um að þvo skóla, sölubúðir 0. s. frv. (út úr meiripartinum af sölubúðum á landinu má moka). Það er þvi kominn tími til þess að Alþingi fari að búa til góð og þörf lög. Látið lögin um mat á prjónlesi verða ein af þeim! Ó. F. Striðið. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa síðustu mánuðina unnið stóra sigra á Rússum, enda er haft fyrir satt, að Rússa vanti mjög fallbyssuskotfæri. Samt eru þessir sigurvinningar Þjóðverja, af her- fróðum mönnum, taldir hafa afar- litla þýðingu fyrir úrslit ófriðarins. Á vesturstöðvunum hafa Þjóð- verjar unnið smásigra. En á víg- stöðvunum á landamærum ítalíu virðist lítið gerast, svo og á Galli- polis-skaga. Bráðlega byrjar hér í blaðinu greinaflokkur er nefnist Þjóðir í öfriðarríkjunum.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.