Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 2
I 10 Alt meö g'át. Það gladdi mig, er eg varð þess var, að hér ætti að fara að koma út blað, er héldi fram kenningum jafnaðarmanna. Hugsjónir jafnað- armanna eru fagrar og hafa þegar náð fylgi margra mætra manna. — En það er svo með jafnaðar- menskuna, sem margt annað, að hún hefir tvær hliðar. Annars- vegar hugsjónin, markmiðið, sem miðað er við, og hinsvegar fram- kvæmdarhliðin, hvernig eigi að ryðja til rúms, koma í framkvæmd hugsjónunum. Nú er það svo, að praktiskir jafnaðarmenn í hinum ýmsu lönd- um hafa reynt að bæta þjóðfélags- skipunina, löggjöf og stjórn, hver hjá sér, eftir því er við hefir átt á hverjum stað. — Markmiðið er alstaðar það sama, en aðferðin, leiðirnar til þess að ná því, eru mismunandi, eftir því hvar er og hentugast þykir. Kenningar jafnaðarmanna hafa fyrir nokkru borist hingað á „vængj- um vindarins", en ekki náð neinni festu fram að þessu. Og þó held eg, að íslendingar, öll alþýða, sé jafnaðar sinnuð, þegar öllu er á botninn hvolft. En þótt svo væri nú, }já er kenningin flestum lítt kunn. Og sumir hafa horn í síðu hennar með fram eða mest vegna ókunnugleika. Fyrir því varðar miklu, að kenn- ingin sé flutt öfgalaust, og þann veg, að ekki valdi misskilningi. Á það er og að líta, að hér erum við á „hjara veraldar" norður við heimsskautsbaug. Það segir sig því sjálft, að allar ástæður hér, eru töluvert á annan veg en ger- ist í sólríku og sumarlöngu lönd- unum. En ástæður manna og at- vinnuvegir hljóta að ráða nokkuru um það, hvernig eða á hvaða hátt, að leitast er við að ryðja til rúms jafnaðarmenskunni. Þetta segi eg með fram vegna þess, að mér virðast ýms orð og ummæli í síðasta (2.) blaði „Dags- brúnar“ bera vott um, að ekki sé tekið nógu mikið tillit til þess — svo að eg ekki segi meira — hvernig hér er ástatt með margt. Mér virðist gefið í skyn, t. d. í greininni: „Fylkum liði“, að það séu að eins verkamenn í kaup- stöðum og vinnuhjú til sveita, er jafnaðarmenskan nái til. Það er næstum svo að skilja, að verka- lýðurinn, sem vinnur fyrir kaupi hjá öðrum, sé sá „útvaldi" stofn jafnaðarmenskunnar. Það er nú alls eigi víst, að allir verkamenn séu í raun og veru jafnaðarmenn í skoðunum sínum. Trúað gæti eg því, að misjafuir verði t. d. dómar þeirra um verð- hækkunarskatt, jafn sjálfsagður sem hann þó er, og svo mun vera um fleira í kenningum jafnaðar- manna. • Um hjúahaldíð í sveitunum er það að segja, að þeim heimilun- um er einlægt að fækka, er hafa vistráðin hjú. Flestir bændur, að DAGSBRÚN minsta kosti hér sunnanlands og víðar, eru einyrkjar. Vinnufólk er orðið ófáanlegt, eða þá svo kaupdýrt, að ekki svarar kostnaði. Kaupgjald vinnufólks í sveitunum hefir hækkað síðustu 20 árin um 150—300®/»- Kaupið hefir með öðrum orðum þrefaldast á þessum tíma. Þá er á það að líta, að hjúa- haldið í sveitunum, þar sem ann- ars eru vistráðin hjú, er alt á annan veg en gerist í bæjunum. Húsbændur og vinnuhjú í sveitum ganga að sömu verkum, sitja við sama borð, og umgangast hvorir aðra, sem jafningjar í einu sem öðru. — Sambúð hús- bænda og hjúa í sveitunum er því alt öðruvísi og að jafnaði betri en gerist í bæjum og kaup- sföðum. Það er að vísu satt, að kaup- gjaldið er eitthvað hærra í bæjum og kauptúnum en til sveita. En nú er þess að gæta, að „hjúin“ í sveitunum eru suma tíma árs- ins, einkum að vetrinum, tæpast matvinningur, hvað þá meira. Vinna þá oft ekki annað, en að hirða fáar skepnur, mjólka og matreiða. En hjúin fá fæði, og það kostar ávalt peninga — og auk þess ýmislegt annað, sem ekki er fært til reiknings, svo sem til handa og fóta sem kallað er, o. s. frv. — En þetta athuga þeir menn ekki, sem einlægt eru að stagast á kaupinu, og hvað það sé lágt. Jafnaðarstefnan er ekki í því einu fólgin, að liœkka kaup vinnu- seljenda, hvar sem er og hvernig sem ástendur. Síður en svo. Það, að hækka kaupið, getur jafnvel stundum gert skaða. Og þó að krafan um hærra kaup, meira kaup, só oft á fylstu rökum bygð, og hafi við sanngirni að styðjast, þá hefir þetta kauphækkunarheróp stundum blindað menn svo, að þeir hafa ekki gáð neins annars en að hrópa um hcerra kaup með liendur í vösum. — Það verður að segja svo hverja sögu sem hún gengur. Verkefni „Dagsbrúnar" á að vera það, að hvetja verkalýðinn til dáða og dugnaðar. Benda hon- um á leiðir til framtaka og fram- kvæmda, er miði að því að bæta kjör hans og auka sjálfstæði hans. Vil ég í þessu sarnbandi minna hér á ummæli Jóns Sigurðssonar frá Yztafelli í þriðja hefti Skírnis þ. á. — Hann getur um atvinnu- skortinn í kauptúnum og kaup- stöðum að vetrinum, og telur það alkunnugt vandræðamál. Svo segir hann: „Margt hefir verið um það rætt, en engin föst niðurstaða fundist. Bér er stœrsta verkefni verkmannafélaganna. Benda má á það, að félögin ættu að sameinast. Eðlilegast væri, að verkmanna- felögin berðust eigi að eins við vinnuveitendum um launakjörin, heldur reyndu að gera verkamenn- ina, meir og meir, að sínum eigin vinnuveitendum. Félög þeirra eiga að byggja húsin í bæjunum, leggja göturnar o. s. frv. Þau eiga að stofna kaupfélög og styðja þá stefnu sín á meðal, en eyða kaup- mannaveldinu, sem ég hygg að hafi kjör verkamanna í hendi sér víða í bæjunum. Og loks ættu verkmannafélögin að eiga iðnaðar- fyrirtæki, sem starfi að eins á veturna ..." Þannig farast höf. orð, og er vert. að veita þeim athygli. Sigurður Sigurðsson. „Dagsbrún", er blað jafnaðar- manna, þ. e. eigi að eins blað, sem þeir setja fram í þær skoð- anir, sem þeir eru sammála um, heldur einnig þær, sem þeir ekki eru sammála um, og ræða þarf. — Ég er samþykkur Sig. Sig. al- þiugismanni í því, að jafnaðar- stefnan sé ekki í því einu fólgin, að heimta hærra kaup, en hún er meðal annars fólgin í því. Að kauphækkun geti stundum verið til skaða (frá þjóðhagsfræðislegu sjónarmiði) kann að vera satt, en það er nú svo margt, sem gott er, sem getur orðið til skaða. — Enginn vill víst t. d. neita þvi, að það er afar-gagnlegt, að éta hvern dag góðan og heiínæman mat, en að það er skaðlegt, að offylla magann af honum. Að kauphækkunarkröfur geti verið skaðlegar í sveit á íslandi, vil ég því ekki neita, en ég vii harðlega neita því, að hækkunar- kröfur þær (að minsta kosti um sumarkaup) sem hugsanlegt er að komi fram í kaupstöðum fyrstu árin, geti verið skaðlegar, enda býst ég við, að Sig. alþm. só mér algerlega samdóma í því, að kaup verkamanna só alt, altof lágt. Annars er gott fyrir alþýðumenn að vita af því með vissu, að það er þó að minsta kosti einn jafn- aðarmaður á Alþingi (ef til vill fleiri ?), en ekki skal honum í mörg ár þurfa að finnast hann vera einmana. Við ætlum á árunum sem koma, að ná meirihlutanum, í stóra . steinhúsinu við Austurvöll. Bitstj. Þingmenn Ieika sér. PÍg get ekki setið á mér að víta það, hvernig þingmenn með hinni svokölluðu „Eftirvara-deilu“ hafa sóað fé landsins, alveg að gagns- lausu. Þeir voru í tvo daga með það mál, þó hver einasti þeirra vissi fyrir fram, hve mörg atkvæði væru með „Eftirvaranum", og hve mörg á móti. Það hefði því verið alveg nóg, að einn hefði talað úr hverjum flokki (líkt og tíðkast í erlendum þingum). Með því móti hefði þingið ekki þurft að tefjast, og þetta mál ekki, þurft að kosta landið stórfé, eins og nú varð raun á. Því þingið kostar 10—12 hundruð krónur á dag, og hefir þetta háttalag því kostað landið 2 þús. til 2 þús. 400 kr., að við- bættum þeim kostnaði, sem það er, að taka aukaskrifara, sem nú sitja með há laun, þar til þingi verður slítið. Einkum er þetta peningabruðl ófyrirgefanlegt, þegar hugsað er til árferðisins, hafís við Norðurland, ill grasspretta og af- skapleg dýrtíð. Og til hvers voru svo allar þess- ar dýru umræður? Ekki til nokk- urs skapaðs hlutar. Ekki til ann- ars en þess, að þingmenn gætu leikið sér að því að hnífla hvor annan, eða hella skömmum yfir ráðherrann, sem sannarlega heldur ekki situr á strák sinum. Jón Hvass. Blaðið mitt. Loksins kom það, langþreyða blaðið, sem við verkamenn höfum oft minst á að við þyrftum að> eiga. Ég get sagt það strax, að ég er fyllilega ánægður með það og: vonast til að mínir líkar, karlar og konur, segi hið sama og sýní það í verkinu með því að gerast kaupendur þess. Eg mun tala máli 1 þess hvar sem ég fer, og ég kem víða. Og óg skora á alla verka- menn og verkakonur að kaupa blaðið „Dagsbrún" og borga það skilvíslega, því þar undir er líf þess komið. Og svo miklir fyrir okkur ættum við verkamenn að vera, að geta haldið uppi einu blaði, sem við eigum sjálfir, okkur til ómetanlegra hagsmuna bæði í nútíð og framtíð. Skeggi. Stjórnarnefnd blaðsins er hinum heiðraða höfundi þakklát fyrir þessi hlýju orð í garð „Dagsbrún- ar“, og vonast til að allir verka- menn þessa lands segi hið sama- og breyti þar eftir. Yerum allir samtaka í þessu sem öðru. Blaðnefnclin. Siður, sem er ósiður* Þó það séu lög, að alt vinnu- kaup eigi að borgast í peningumr þá er þó mikið af daglaunavinnu borgað í vörum, já, meira að segja í mörgum kauptúnum eingöngu í |J vöruúttekt. Þetta fyrirkomulag er - til stórtjóns fyrir verkalýðinn, því þó vörurnar séu ekki altaf seldar p*- með uppsprengdu verði, þá eru þær samt oftast dýrari en þær mundu fást fyrir móti peninga- borgun. Þessi vani er einnig á- ýmsan annan hátt til stórskaða, meðal annars af því, að það gerir flestum ómögulegt að hafá nokk- urt glögt yfirlit yfir fjárhag sinn, og verða menn því að eiga það undir ráðvendni kaupmannsins, hvort reikningarnir eru réttir. Þessi siður — eða réttara sagt ósiður — að borga vinnu með vörum (þvert ofan í lögin) ætti því sem fyrst að leggjast niður. Kaupmenn segjast tapa á því að hafa þetta svona, og er einkenni- legt að þeir skulu ekki sjálfir af- nema það. Þessi venja (truck- system kölluð) tíðkaðist áður er- lendis, t. d. í Englandi fyrri hluta aldarinnar sem leið. En nú er búið að útrýma henni þar, eins og holdsveikinni.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.