Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 1
E=3 DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 4. tbl. Reykjavik, föstudaginn 30. Júlí 1915. I. árg. Yerðhækkunarskattur. (Frh.) Dœmi. Setjum nú að verðhækkunar- skattur yrði lögleiddur. Allar jarðir (og lóðir) á landinu verða þá metnar, segjum á fimm ára fresti. Nú býr maður, sem heitir Ari, á jörð, sem er metin 2 þús. krónur, þar af eru 15 hundruð krónur sjálft jarðarverðið, en 500 krónur eru umbæturnar á jörðinni (þar með ekki sagt að þær hafi kostað þessa upphæð, heldur að þær sóu þess virði). Að fimm árum liðnum er jörðin á ný metin, og er þá talin 3500 kr. virði. Af þeim á ekki að borga verðhækkunarskatt af: TJpprunalegu verði 1 -f- umbótum..... > Umbótum gerðum síðan fyrri virðingin var gerð ....... 2000 kr. 2500 kr. Það er því hér að eins af 1000 krónum, sem borga á skattinn, eða þeirri verðhækkun (það er víst aldrei of oft tekið fram) sem stafar af gerðum hins opinbera, eða verður vegna almennra framfara í þjóð- félaginu. Að öðruni fiœm árum Iionum verður jörðin metin á ný, og skatt- ur reiknaður naestu fimm árin eftir því mati. Segjum nu ag jorö_ in hafi á ný stigið um 1500 kr. (þar af 500 kr. fyrir mannaverk á henni) þá ber að gjalda skattinn af 2000 kr. næstu 5 árin. Hafi hún aftur á móti lœkkað í verði, þá minkar auðvitað skatturinn fyrir næsta tímabil, að sama skapi. (En lækkun er ekki hugsanleg á jörð á íslandi, á komandi ára- tugum, nema fyrir skemdir af völdum náttúruslysa). Að mannsaldri liðnum. Setjum nú að jörð Ara að 30 árum liðnum só metin 10 þúsund krónur, þar af hið upprunalega verð jarðarinnar og jarðabæturnar 5 þúsundir. Hann þarf því að borga skattinn af hinum 5 þúsundunum, éða með öðrum orðum, landssjóð- ur aáma sem á helminginn í jörð- inni, þó Ari hafi fullan og óskertan eignar- og umráðarétt á henni, og geti gert við hana hvað sem hann vih, t. d. selt hana, ef hann vill hætta að búa, eða hvort sem er. En hann getur ekki selt meira en naun á, þ. e. upprunalega jarðar- verðið og umbæturnar. Hið opin- bera mun samt á engan hátt skifta sérafþvífa,a<JArise]urjörðina. En enginn mun vilja kaupa hana að því er miklu nemi dýrari en 5 þúsund krónur vegna afgjaldsins (verðhækkunarskattsins) sem hvílir á henni í landssjóð. Og þetta er einn af þremur aðalkostumim við verðhœkkunarskattinn, skal sýnt fram á það síðar. Ef nu enginn verðhækkunar- skattur hefði verið leiddur í lög, hefðu þessar 5 þúsund krónur, sem landssjóður nú fær, lent í vasa Ara, og væri það óréttlæti gagn- vart öðrum íslendingum, sem ekki eru jarðeigendur. Aftur fær Ari með þessu móti alla þá verðhœkk- un sem stafar af aðgerftum lians sjálfs, en beldur ekki meir. Þrír kostir. Nú vill Ari að 30 árum liðnum hætta að búa (eða hann sálast) og annar máður — við skulum kalla hann Bjarna — tekur við jörðinni. Ef að nú engum verð- hækkunarskatti hefir verið komið á, þá þarf Bjarni á 10 þúsund kr. að halda (eða á ábyrgðarmönnum fyrir þá upphæð) til þess að geta keypt jörðina. Höfum við þar á móti komið á hjá okkur verð- hækkunarskatti nú, þarf hann ekki að hafa ráð yfir nema 5 þús. kr., því hinar 5 þús. kr. standa eins og nokkurskonar óuppsegjanlegt lán í jörðinni (sem þó heldur ekki á að afborga). Verðhækkunarskattur er því til stórgagns fyrir framtíðar- sjálfseignarbændur þessa lands, eins og yflrleitt fyrir alla íbúa þess í nútíð og framtíð, nema þá, sem eru jarðeigendur meðan jarðirnar stíga. Og þó liggur nær að halda, að verðhækkunarskatturinn verði einnig beinn gróði fyrir nokkurn hluta jarðeigenda, sem sé þann hluta, sem á jarðirnar, sem liggja lengst frá sjó (eða á annan hátt eiga erfiðast með að koma afurð- um sínum á markaðinn). Því þær jarðir munu stíga minst í verði, og er liklegt að sá gróði, er eig- endum þeirra mun áskotnast, ef við vanrækjum að koma á verð- hækkunarskatti nú, verði mxnni en almenni skattaléttirinn á þeim, komizt verðh.sk. á, af því aðál- gróði landssjóðs af skatti þessum mun verða af löðum i kaupstöðum og sjávarþorpum. Ekki úr vegi, að minnast þess hér, að ekran af meðal akurlandi í Englandi kostar 4 sterlingspund, en í Lundúnum, þar sem lóðirnar eru dýrastar, 38000 sterlingspund. Svona óhemju mikið munu lóð- irnar auðvitað ekki stíga hér, en það getur nú verið mikið þó minna sé. T. d. þó mismunurinn yrði ekki nema fimmtugasti eða jafnvel hundraðasti partur af því sem hann er á sveitalendum og borga- lóðum í Englandi. Þetta, að sá sem vill fara að búa (eða yfirleitt nota jörð til hvers sem er, t. d. byggja hús) þarf ekki í framtíðinni að borga út alt jarðar- verðið til þess að fá full umráð yfir jörðinni (eða lóðinni) er einn af aðalkostum verðh.skattsins. Annar kosturinn er sá, að skatt- urinn heldur jarðarverðinu niðri í sannvirði, af því það er ekki til neins fyrir gróðabrallsmenn að kaupa jarðir til þess að græða á því að þær stigi, þegar verðh.sk. er kominn á. Nú eru jarðir að stíga þá óhemju, sumstaðar hér á landi í nánd við kaupstaði, að við borð liggur, að þær leggist í eyði vegna þess hvað þær eru dýrar (enginn ráð á að borga svo mikið afgjald, sem svarar rentunum). Þriðji kosturinn er það, að alt það fé rennur í landssjóð (og auðgar þar með almenning) sem að öðrum kosti álveg óverðskuldað lendir til einstakra manna. Komizt verðhækkunarskattur á, parf álþingi ekki á hverju ári að veia í vandrœðum útafþví, hvernig það eigi að útvega fé til nauðsyn- legra idgjalda þjóðarinnar. Ef þér líkar blaðið, og þér fellur í geð hugsjónir þær, er það boðar, þá verður pú að gera það, sem í þínu valdi stendur, til þess að styðja það. Þú verður því að gerast áskrifandi, og borga fyrsta hálfa ár- ganginn fyrirfram með 1 kr. 25 aur., því þú hefir einhver ráð með að gera það ef þér er það nokkurt áhugamál. flafirðu ráð á meiru, verðurðu að borga 4 fyrstu árgangana fyrirfram með 10 kr. það eru margir búnir að gera það, meira af vilja en mætti. Kaupmannavaldið allstaðar. Á fiskiþinginu, sem haldið var hér í Rvík fyrri part þessa mán- aðar, var steinolíumálið tekið fyrir og rætt, og nefnd kosin til þess að athuga það. Kom nefndin fram með svohljóðandi tillögu er var samþykt: „Fiskiþingið skorar á Alþingi að fela landstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja landið með nægilegum, og svo ódýrum steinolíubyrgðum, sem kostur er á, og að það veiti henni jafnframt heimild til að kaupa einn eða fleiri steinolíufarma frá Ameríku, er hún láti útgerðar- menn og fiskimenn fá með inn- kaupsverði, að meðtöldum kostn- aði." Nefndin vildi ennfremur fela stjórninni að undirbúa stofnun félags um land alt til þess að taka að sér kaup á steinolíu, en sú tillaga var feld. Þetta er gott dæmi þess hvernig kaupmanna- váldið alstaðar er að ná sér niðri hér á landi. Kaupmenn vilja láta landstjórnina taka steinolíufarm frá Ameríku, til þess að látá sig hafa hann fyrir innkaupsverð (að viðbættum kostnaði). Því eins og sést á tillögunni, er þar tekið fram, að það eru að eins útgerð- armenn og fiskimenn, sem þeir vilja lata fá steinolíuna fyrir þetta verð, en ekki þeim, sem þó allra mest ríður á að fá hana ódýra í þessu árferði, sem sé verkamönn- um, sem nær alstaðar (utan Reykjavíkur) elda hér um bil allan mat á steinolíuvélum. Til þess að sleppa við okrun steinolíufélagsins danska (eða ís- lenzka!!) vilja þeir láta landstjórn- ina kaupa steinolíufarm frá Ame- ríku, til þess svo sjálfir að okra á henni, því öðruvísi verður það eigi skoðað, að þeir settu sig á móti því, að stofnað yrði félag til steinoh'ukaupa. Minnir þetta á reiði nokkra kaupmanna yfir því að þeim skyldi ekki vera gefinn kostur á að leggja á Hermóðsvörurnar (frá Ameríku) í fyrra. Já, þeir voru bálreiðir yfir því að almenn- ingur skyldi fá matvöru án þess að það væri lagður á hana kaup- mannsskattur, því þeim finst al- þýðan vera til fyrir sig, já, bein- línis að þeir eigi hana. En nú er tími til þess að þeir fari að átta sig á þessu. Jón Hvass. Skák. í skák-viðureign, sem nokkrir aí beztu skákmönnum heimsins áttu með sér í vor í New York, varð Capablanka (hann er Kúpa-búi) snjallastur. Hann tapaði að eins einu tafli af fjórtán. Næstur honum varð Marshall (ame- ríkumaður), hann tapaði tveimur. Mar- shall er fríður maður rauðhærður. Ég sá hann eitt sinn tefla við 17 menn í einu, sitt taflið víð hvorn, og vann hann 15 töflin, en tvö voru jafntefli. Engan nef ég séð vera fljótari að leika, en Marshall, og engan, sem bar eins utan á sér framúrskarandi vitsmunina. Lasker, sem eitt sinn var talin bazti skákmaður heimsins, varð sá 6. í röð- inni, vann &lfa, tapaði 7'/» tafli. Hvað er um Magnús Smith? Kaunske hann hafi verið þarna með, þó þess væri eigi getið í ameríska tímaritinu, sem þetta er haft eftir? Jón Hér-og-par. Stríðið. Stöðugt sama þófið. Það þykir ekki lengur tíðindum sæta þó nokkur þúsund menn láti lífið.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.