Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 4
16 DAGSBRÚN enginn kaupmaður í nefndinni. Því nefndin á að vera til þess að reyna að sporna við okri kaup- manna, og ekki til nokkurs annars. Það er þýðingarlaust — eins og nefndin gerði í fyrra — að ákveða hámark á vörum gegn peningum, þegar mest viðskifti hér á landi eru reikningsviðskifti. Sá ósiður ætti að fara að leggjast niður hér á landi að þeir fátæku verði að kaupa vöruna mikið dýrari en þeir ríku. Orsakir peningaleysisins, Það heflr mikið verið um það rætt, að okkur hér á landi vant- aði tilfinnanlega fé til allra fram- kvæmda. Af hverju stafar þetta peningaleysi? Flestir halda að það sé af því, að það vanti, svo að miklu muni, veltufé í landinu. En það er nú ekki aðalorsökin, heldur er hún sú, að bankarnir hella öllu fé sínu í einstaka menn — kaupmenn og stór-útgerðar- menn — til íyrirtækja, sem eru helmingi lengur að borga kostn- aðinn, sem í þau er lagðnr, held- ur en önnur fyrirtæki, sem bank- arnir gætu lagt fé í, t. d. í smá- lán til foænda, til þess að auka bústofn sinn. Önnur orsökin er sú að bank- arnir eru reknir með hag banli- anna fyrir augum en ékki hag hjóöarinnar. Mun þetta gert ljósara síðar, er rúm verður í blaðinu. Reykjavík. Ingólí'sstræti. Allir, sem farið hafa um Hverfls- götu í rigningu, vita að sá hluti hennar, sem næstur er Arnar- hólstúninu, er ófær, að heita má, þegar þannig viðrar, og margir vita líka af hverju hann er það, n.fl. af því að ofaníburðurinn er gróðrarmold. — Það er verið þessa dagana að lengja Ingólfs- stræti frá Laugavegi ofan að Hverfisgötu, og var tún áður þar sem gatan á að vera nú. Hver stjórnar nú þeirri vitleysu, að hafa túnmoldina fyrir ofaníburð á þessum nýja vegi? Það verður þokkalegt þarna í rigningunum! Til kl. liálf ellefu hafa sumar verzlanir og brauð- búðir á Laugavegi opið. En verzl- unarfólkið sem verður fyrir þessari þrælkun bölvar bara x hljóði. Bókbindararuir. Bókbandssveinafélagið hér í Reykjavík hefir lagt blaðinu fjörar krónur fyrir hvern meölim sinn, og ætla auk þess allir að kaupa blaðið. Hér er dæmi til eftirbreytni. Einn úr blaðnefndinni. Himin og jörð. ísland reis ekki úr sæ, eins og almenningur heldur. Það hlóðu það upp eldfjöll, og má víða í fjöllum sjá hvernig hvert blágrýtislagið liggur ofan á öðru, eins og steinaraðir í vegg. Landið var þá mikið, mikið stærra en nú, og líklegast áfast við bæði Grænland og Skotland. , Síðar sukku stórar landspiJdur í sæ, og ísland varð eyland. Komu þá þeir tím- ar að afarmikill jökull hutdi nálega gersamlega alt landið (líkt og sá er hylur Grænland fram á þennan dag) og gengu feikimiklir skriðjöklar niður í sjó. Landið var þá helmingi stærra en það er núna, en þó mjög svipað að lögun. Skriðjöklarnir bjuggu til dalina og firðina sem nú eru á landinu (gróp- uðu þá með núningi sínum niður gegn- um berglögin). Sjást víða hér á landi greinileg merki eftir ísinn t. d. ísnúnar klappir. í nánd við Reykjavík má sjá þser í Örfirisey, við vegin í Öskjulrlíð- inni og víðar. A Akureyri má sjá klöpp gáraða fornum af skriðjökli við veginn spölkorn utan við pósthúsið, og á Eski- firði má sjá svipaða klöpp í gamla Bliksár-farveginum. Þetta og hitt. Norska skipið Storstad, sem rakst á farþegaskipið Empress of Ireland í St. Lawrence-fljóti í Ame- ríku, i fyrra, með þeim afleiðingum að nið síðarnefnda skip sökk, og um 1000 manns drukknuðu, hefir nú verið dæmt til þess að borga skaðan, sem varð af árekstrinum. Fimm jarðgöng nndir Pyreneaíjöll er verið að grafa, til þess að gera auðveldari samgöngurnar milli Frakk- lands og Spánar og eiga að ganga eftir þeim rafmagnsbrautir. Verkið heldur jafnt áfram fyrir stríðið; spánskir verkamenn tóku við af þeim frönsku, er kallaðir voru í herinn. Verkinu á að vera lokið í Júní 1916. Skipshleðsla af stígvélnm var send í vor frá Ameriku til Rúss- lands. Alls voru það 2‘/2_mi]jön pör, og áttu að fara upp á lappirnar á rúss- neskum hermönnum. Fallinn er í striðinu sonar-sonur „mikla“ Gladstones — W. G. C. Gladstone. Hann var þingmaður, óvenjulega friður sýnum, og íramtíð hans talin hin glæsilegasta. Hann fór sem sjálfboði í stríðið, en náði ekki þrítugsaldri. Móðir hans er ekkja, og hann var einkasonur. Verkfail gerðu um daginn nær 300 þús. kola- námu verkamenn i Englandi. Þeir fengu að miklu leyti kröfum sínum fullnægt._______________ Barngóður maður, sem mætti hágrátandi dreng á Hverfisgötu, beygði sig niður að hon- um, og spurði því hann væri að gráta. „Hann pabbi“ svaraði drengurinn án þess að hætta að gráta „er búinn að drekkja kettlingnum" „Nei það var leiðinlegt" sagði barngóði maðurinn „Já“ bætti nú drenguri nn við „og hann var búinn að lofa mér því, að ég mætti gera það“. Kannske 100 ára. Gamall maður kom að þar, sem sátu tveir ungir menn hálf-fullir og staupuðu sig. „Fjandi er að sjá ykkur, hvernig haldið þið að þið getið haldið heils- unni með þessu móti. Lítið á mig, ég er nú orðinn áttræður og þó svona srn. Haldið þið ég hefði orðið svona gamall ef ég hefði drukkið eins og þið?“ „Já ég held nú það“, svaraði annar þeirra er á var yrt, „ef þú hefðir drukkið værir þú máske orðinn hundrað ára“. Silf urhj örðin. ---- (Frh.) Klukkustund seinna óku þeir um gjá eða gil niður af sléttunni ofan að fljótinu, og fundu þar sleðaslóð, sem var glerhörð undir lausamjöllinni. Hér lagði kaldan gust npp frá hafinu. Framundan ferðamönnunum var ójafn ís, en það var augljóst hvar leiðin lá; þeir settust upp á sleðann, og það var sem mókið hyrfi nú af hundunum, því þeir settu á all- hart úlfaskeið, það, sem eiginlegt er sleðahundum. Eftir nokkra stund var komið að vegamótum, og lá önnur leiðin burt frá ströndinni, og var auðséð að hún lá til þorps- ins. Ferðamennirnir fóru því þá leið, en ísinn var hér svo ósléttur, að þeir stigu báðir af sleðanum og hlupu með honum. Leiðin lá hér í ótal hlykkjum, fram hjá og yfir mishæðir í ísnum, en hund- arnir héldu áfram sama skeiðinu. Alt í einu tók að braka í ísn- um. Emerson hrópaðí og herti á hundunum, sem tóku undir sig stökk, en fyr en hann varði' brast ísinn undir þeim og hann fór sem snöggvast alveg í kaf. Fraser lenti í upp undir hendur, og saup á- kaft hveljur. Sleðinn og tveir öít- ustu hundarnir lentu einnig í vök- ina, en hinir, sem voru á vakar- barminum, settust niður og horfðu með spyrjandi augnaráði og lafandi tungum á mennina og hundana, sem brutust um í vökinni. Hundarnir, sem höfðu lent ofan í, hömuðust eins og þeir væru vitlausir, við að komast upp á skörina, en þeir komust hvergi fyrir aktýgjunum. Þeir reyndu til þess að komast upp á ísinn, sinn hvoru megin, EmersoD og Fraser, en skörin brotnaði alt af undan þeim og vökin stækkaði. Kuldinn var sárbeittur eins og hnífsegg. Hundarnir í vökinni flæktust í aktýgjunum og tóku að emja aumkvunarlega. Emerson bað Fraser skera þá lausa, en hann spúði munnfylli af söltu vatni, og kvaðst ekki vera syndur. Emerson synti þá gegn um ís- hrulið að sleðanum, dró upp skeiðahníf og skar hundana lausa, en þeir höíðu sig upp úr vökinni, hristu sig, og veltu sér í lausa- mjöllinni. Emerson kom framenda sleðans upp á ísinn, og skipaði hundun- að draga, en þeir dingluðu bara rófunni og ýlfruðu. Emerson reyndi nú hvað eftir annað að koma sleðanum upp á ísinn, ^en hann brotnaði jafnharðan niður, og að lokum brotnaði ísinn, er þeir fjórir hundar sátu á, sem ennþá voru íastir við sleðann, svo þeir lentu í vökinni; en þar höm- uðust þeir svo að þeir fljótt flækt- ust í aktýgjunum. Fraser var um þessar mundir að hafa sig upp úr vökinni, en Emerson vildi ekki skilja við hundgreyin þar. En það var við ramman reip að draga, og hann var ráðalaus hvað gera skyldi. Hann var allur að dofna af kulda, og hann gat ekki einu sinni skorið lausa hundana, því einn þeirra hafði með löppinni slegið hnífinn úr hendi hans. Þá heyrðist alt í einu kliður af mörg- um litlum bjöllum, og út úr þok- unni, úr þeirri átt er þeir ætluðu í, kom hundasleði á fleygiferð og staðnæmdist skamt frá, þar, sem ísinn þó var traustur. Fyrir sleð- ann voru spentir 12 úlfgráir og illilegir hundar, og hafði Emerson aldrei á öllu ferðalagi sínu i Al- aska séð annað eins samval af hundum, því þeir voru svo stórir að þeir náðu fullorðnum manni í mjöðm. Sleðinn var langur tága- sJeði, og í honum sat einhver er hafði um sig stór loðteppi úr hvít- um tóuskinnum. Maðurinn í sleð- anum sagði nú eitthvað ákaft, og hár Indíáni sem hlaupið hafði við hlið sleðans kom hröðum fetum þaðan og í áttina að vökinni; en er hann nálgaðist sá Emerson að hann var kynblendingur, en eigi Indíáni, svo sem honum hafði fyrst virðst. Þegar kynblendingurinn kom að veika isnum, fleygði hann sér niður og skreið flatur út á vakar- barminn, og með gætni og lægni tókst honum að draga hundana og síðan sleðann upp á trausta ísinn; og að lokum hjálpaði hann Emerson upp. Maðurinn á sleðanum, sem hafði þagað meðan á björguninni stóð, sagði nú eitthvað á máli sem Emerson skildi ekki, og kynblend- ingurinn sneri orðum hennar — því maðurinn var kona. „Þú fara mílu — hús hvíts manns — fara hratt — þér kalt“. Fraser kom nú til þeirra kringum vökina, fötin voru farin að frjósa utan á honum, og hann var búinn að fá tannhristing. „Hefirðu ekki eitthvað af þurrum fötum í sleð- anum ? Við erum rennvotir! “ Kynblendingurinn þýddi nú aftur orð konunnar í sleðanum: „Nei, þú flýta þér, ekki stanza hér. Við erum flýta okkur, ómögulegt stanza“. Hann flýtti sér nú að sleðanum og hrópaði „únah!“ til gráu hundanna, sem þutu af stað. í því sleðinn fór framhjá félögun- um, sáu þeir sem snöggvast framan í konuna, sem sat í honum. „Sástu það !“ hrópaði Fraser upp, „það var kvenmaður, svei mér þá, hvít kona“. „Vitleysa" sagði Emerson, „það hlýtur að vera kynblendingur8. „Nei, kynblendingar eru ekki Ijóshærðir! “ (Framh.) Ófriðarskattnr. Tillögur um ófriðarskatt hefir Jón Asbjörnsson lögmaður hér í Reykjavík komið með; eru þær fluttar í „ísafo!d“. Þó tillögumaður, að því er virðist, líti heldur mikið á hag landsmanna, þá flytur hann mál sitt af svo mikilli skyn- semi að skylt er að ræða það. Mun meira um þetta í næsta blaði. Dagsbrún fæst í Bókabúðinni, Laugaveg 22. Ritstjórinn býr á Hveriis- gðtn 93. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.