Dagsbrún - 07.08.1915, Síða 1

Dagsbrún - 07.08.1915, Síða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÚTGEFANDI: N'OKKUR IÐXAÐAIl- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIIÍSSON Þ O L I Ð EKKI RANGINDI 1 J 5. tbl. Reykjavik, laugardaginn 7. Agúst 1915. árg. Fundur í verkmannaíélaginu .,1 >agsbrún‘6 á sunnudag8kvöldið kemur í GoodteniplavahÚ8Ínu. Nánar í dagblöðunum. Dýrtíðin. Aldrei greinilegar. Líklegast hefir aldrei komið greinilegar í Ijós en nú, á þessu þingi, hversu þar vantar alþýðu- menn, eða menn með al- þýðu-hugsunarhætti, því þó margir þingmanna vafalaust verði að kallast aiþýðuvinir, þá hefir það komið greinilega í ljós við um- ræðurnar í neðri deild, um dýr- tiðarmálið, að það er í mesta iagi kannské rétt einstaka þingmaður, sem þekkir kjör alþýðunnar, eða veit hvers hún þarfnast. Því sjálft frumvarp dýrtíðarnefndarinnar (það var birt í síðasta tbl. Dagsbrúnar) !ber það glögt með sér, að þeir, sem það sömdu, álitu ekki Þá úýrtíð, sem almenningur á við að búa nú (nú á þessum degi, sem þú lest þessar línur, lesari góður) vera svo slæma, að það þyrfti að gera neitt, til þess að bæta úr henni strax. Hefðu þeir verið kunnir högum almennings, hefðu þeir komið með lög sem bœttu hag almennings nú Jiegar, en það gerir ekki frumvarp dýrtíðarnefnd- Rrinnar. Og það er alveg með ó- réttu að hún kallar sig dýrtíðar- nefnd, því hún er það ekki. Hefði hún kallað sig hallœrisnefnd þá hefði það verið sannnefni, því frumvarp hennar veiður að eins að gagni, ef hallæri ætlar að verða hór, vegna siglingateppu, en kem- ur ekki að neinu haldi til þess að bæta úr dýrtíðinni, sem nú þegar kreppir að, nema því að eins að þingið, með sérstakri þingsályktun, ■skyldi, eða skipi, stjörninni að framkvœma lögin nú þegar, með þvi að scckja til Ameríku (eða úr annari átt) eins marga skipsfarma af nauðsynjavöru eins og álmenn- ingur vill kaupa fyrix innkaups- verð að viðlögðum kostnaði (sama fyrirkomulag og var með Her- móðsvörurnar). Er Þörf á 1)68811 ? Áður en iengra er farið, er eigi vanþörf á því að lýsa ofurlítið dýr- tíð þeirri, sem verkamenn eiga við að búa. Það kom greiniiega i ijós við fyrnefndar umræður í neðri deild, að margir þingmenn álitu, að það væri sama sem engin dýr- tíð hér í Reykjavík, því þó vörur hefðu stigið í verði, þá mundi verkakaup hafa gert það líka. Hið sanna í þessu máli er það, að þó lífsnauðsynjar hafi stigið um þriðj- ung (eða helming, að sumu leyti), þá hefir alment verkakaup hér í borginni að eins stigið um 5 aura; úr 35 upp í 40 aura, með öðrum orðum að eins hækkað um */8. Hvað iðnaðarmönnum viðvíkur, þá hafa bókbindarar fengið hækkun úr 33 aurum upp í 40 aura, og trésmiðir fengið 5 aura viðbót á tímann. Aðrir iðnaðarmenn en þeir er taldir voru, hafa enga hækkun fengið. Og sama er að segja um fjölda manns hér, sem vinnur fyrir föstu kaupi, t. d. verzlunarmenn (nema einstaka undantekning) eða rakarar og rit- stjórar (því þó þessir menn séu ekki fjölmennir, þá éta þeir mat eins og aðrir menn). Það hljóta því allir að sjá, að dýrtíðin kemur afaróþægilega niður á almenning, einnig á þá, sem hafa fengið þessa lítilsháttar launa- hækkun, er nefnd var, því hún var ált of, ált of lág, til þess að geta bætt úr dýrtíðinni. Hvað að gera? Það er margt, sem gera má, til’ þess að bæta úr dýrtíðinni. Eitt hefir þegar verið nefnt, og skal minst á það rækilegar síðar í greininni. Ennfremur virðist sjáif- sagt að afnema sykurtollinn, kaífitollinn og vörutollinn. Þann tekjuhalla sem verður við þetta á fjárlögunum má í bráðina ná upp með því að Ieggja ófriðar- skatt á þá innlendu vöru er stigið hefir að mun í verði. Og með því að gera nú þegar gangskcr að því að koma verðhækkunarskatti á allar jarðir og lóðir á landinu (sjá undanfarin blöð) mundi mega fá fóð með honum, áður en vörurn- ar sem ófriðarskatturinn yrði lagður á, féllu. Ófriðarskatturinn lendir einkum á þeim efnuðu. Aftur léttir það einkum á þeim fátséku, að þessir þrír tollar er taldir voru, væru afnumdir. Og alþýðumenn munaði um það, væri það gert. Tökum t. d. sykurtollinn, hann er 15 aurar á hverju kiló. Það er ekki stórt heimili, sem ekki eyðir að minsta kosti 100 kílóum, og þarf því af þeim að gjalda í landssjóð 15 krónur, Matvörukaupin. Frá alþýðustéttunum heyrðist víst ekki eitt einasta orð, nema hrós, um þær ráðstafanir lands- stjórnarinnar í fyrra, að senda skip eftir matvöru til Ameríku og seija hana, með þeim hætti er gert var, enda hlýtur sii aðferð, frá sjónar- miði alþýðu, að verða að álítast hin rétta. Aftur á móti var all- mikill úlfaþytur meðal kaupmanna, og voru sumir þeirra stórreiðir yfir því, að þeir skyldu ekki geta fengið tækifæri til þess að ábatast á þessum vörum, á alþýðukostnað. Sérstaklega var það Kaupmanna- .ráðið hér í Rvík, sem (víst álít- andi sig sem einskonar yfir- stjórnarráð) sendi stjórninni þungar ávítanir fyrir hvernig hún hafði útbýtt vörunum. Kaupmannaraðið reyndi einnig að fá kaupmenn annarsstaðar á landinu, til að gera hið sama, og sendi t. d. verzl- unarmannafélögunum á Akureyri og Seyðisfirði, hvoru um sig, sím- skeyti, er sökum lengdar, skrifa varð á mörg eyðublöð, en kaupmenn á báðum þessum stöðum, eða meiri hluti þeirra, var þó svo réttsýnn, að þeir fóru sínum ráðum, en ekki Reykjavikur-kaupmannanna. Er þetta sett hér til þess að sýna, að það voru ekki allir kaupmenn á móti þessum ráðstöfunum, enda skiftir það eigi svo miklu, því einokunarverzlunin er afnumin hér á landi, þó sumum kaupmönn- um gangi illa að átta sig á \>ví. Úr því við álítum það gott fyrir landsmenn að nauðsynjavara sé sótt til útlanda á kostnað lands- sjóðs, þá er sjálfsagt að gera það, án tillits til kaupmanna. Og sækja eins marga farma og landsmenn vilja kaupa (með samafyrirkomu- lagi og viðhaft var við Hermóðs- vörurnar). Nokkrir þingmenn töldu vand- kvæði mikil á því að koma þessu í framkvæmd, sögðu afarílt að fá skip, leiguna rándýra o. s. frv. Gott og vel, það er vont að fá skip núna, en það er ekki verra fyrir stjórnina, en fyrir einstaka menn, heldur mikið betra, og skipsleigan er ekki dýrari til land- stjórnarinnar en til annara. Einn þingmaður sagði þetta ekki fram- kvæmanlegt af því að hvergi væri hægt að fá að geyma matvöruna, einkum síðan það brann hér í Rvík. Þetta er blátt áfram bull, (eða skyldi þingmaðurinn hafa ætlað sór að láta hafragrjónin gista á Hotel Reykjavík eða að deponera baunirnar í bankanum?) Það þarf ekki mikið húsrúm fyrir þessar vörur, því þá aðeins koma ráðstafanir þessar að fullum not- um, að menn um land ált, byrgi sig sjálfir upp að mat- vöru fyrir veturinn. Því það er ekki nóg, að byrgðir séu til á helstu höfnunum, þó það vitan- lega bæti afarmikið úr. Það hefir verið sagt af áhang- endum kaupmannanna, að þeir rnundu reiðast svo mjög, færi landstjórnin að sjá almenningi fyrir nauðsynjavöru, að þeir mundu neita að lána húsrúm, ef þyrfti o. s. frv., en það virðist ó- réttlátt, að bera það á kaupmenn að óreyndu, að þeir séu alment þeir föðurlandsféndur að þeir gerðu samtök um að gera þetta. En, eins og þegar er tekið fram, þó þeir gerðu það, þá getur það á engan hátt hindrað framgang þessa máls, enda yrðiþað verst fyr- ir þá sjálfa. Það hefir líka verið sagt, að þetta gæti orðið til þess, að kaupmenn pöntuðu svo lítið af nauðsynjavöru frá útlandinu að það yrði hungursneyð í landinu. Þeir sem þetta segja, munu eiga við ef landssjóður flytti aðeins einn farm, eða tvo, til landsins, en hér í þessari grein, er verið að heimta, að ftuttir séu eins margir farmar og þurfa. Það er vert að taka það fram hér, að kaupmenn flytja ávalt til landsins það af matvöru, sem þeir álíta sér hag af, en hvorki meira eða minna. Þeir af þeim, sem hafa fasta viðskifta- menn, flytja til landsins nægar byrgðir handa þeim, en þeir gera það ekki tíl þess bjarga þeim frá hungursneyð, heldur til þess að missa þá ekki sem viðskiftavini. Áskorun stjórnarinnar í fyrra, til kaupmannanna, um það, að byrgja landið af nauðsynjavöru, eins vel og þeir gætu, var því al- gerlega hróp út í himinblámann, og hafði viðlíka mikil áhrif, og hefði hún skorað á sólina, að skína nú eins mikið og hún gæti. Aðrar nauðsynjar. Hér að framan hefir aðallega verið talað um matvöru, en auð- vítað er einnig nauðsynlegt að landsstjórnin láti sækja kol, olíu o. fl. * » * Eins og sagt var í upphafi þessarar greinar þá vita þing- mennirnir fæstir, hvers álþýða þarfnast, eða hversu nú kreppir að lienni. En margir af þing- mönnum eru alþýðuvinir, og mundu koma málum þessum í framkvæmd, ef skorað væri á þá, af almenningi, að gera það. Það þarf því að hálda fundi um dýrtíðina. Ef þér líkar hlaðið, þá verður þú að gerast áskrif- andi, og borga fyrsta hálfa ár- ganginn fyrirfram með 1 kr. 25 aurum.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.